Spegillinn - 01.05.1965, Síða 9

Spegillinn - 01.05.1965, Síða 9
 I : ! I ! í | I ! Sögufrægasta skip íslenzka flotans nú sem stendur, er tvír. • lalaust það góða skip Jarlinn. Síðasta útivist skipsins er ein samfelld raunarolla. Áhöfnin svalt iðulega hálfu og heilu hungri og þurfti að lifa á bónbjörgum undir það síðasta «1 að fá ofan í sig að éta öðru hverju. Hkki er rúm til þess hér að rekja alla þú píslarsögu, en aðeins skal drepið á það, ^em gerðist eftir að skipið var loks- ins komið hingað til lands eftir mikla hrakninga. Og ekki er sá kapítuli hörm- Ungalaus. Eins og kunnugt er sýndu skipverjar þá sjálfsbjargarviðleitni og fyrirhyggju að verða sér úti um nokkrar birgðir af sprútti suður í r .idum. Þegar sulturinn tók að sverfa ,.ð þeim í Kaupmanna- höfn, neyddust þeir til að fara að selja af þessum birgðum sér til bjargar og uPpihalds. Danskir tollarar komust að þessu og snuðruðu það uppi og gerðu eitt helvítis uppistand og havarí. Skal það ekki rakið hér. En Þjóðviljinn, sem jafnan er málsvari þeirra, sem grátt eru leiknir í þjóðfélag- inu, hefur m. a. þetta eftir skipverja af Jarlinum: „Þegar skipið kom frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur fyrir nokkru var áfengi það sem áhöfnin var sektuð fyrir að hafa um borð ytra tekið f land að beiðni skipstjóra, en um leið og það var gert tóku tollverðir einnig hinn venjulega tollvarning áhafnar og flutti hann í land án vitundar skipstjóra. Nokkrum dögum síðar hélt skipið til Akraness, þar sem það lestaði sement til Austfjarða. Þá átti að sjálfsögðu að flytja tollvarning skipverja aftur um borð eða a. m. k. toll þeirra skipverja, sem út höfðu farið til að sækja skipið og störfuðu enn á því svo sem bryti, 2. stýrimanns, eins háseta, svo og skipsins sjálfs, en það var ekki gert. Þegar komið var til Austfjarða spurðu tollverðir þar, hvort áhöfnin vildl ekki fá út toll sinn að venju. Var þeim þá skýrt frá því, að tollurinn hefði orðlð eftir hjá ToIIgæzlunni í Reykjavík og áhöfnin vissi ekki hvað gert yrði við hann eða hvort þeir fengju hann aftur er til Reykjavíkur kæmi. Svo vildi til að skipið fór í vélarhreins- un austur á Seyðisfirði og 3 menn af áhöfninni yfirgáfu skipið og héldu til Reykjavíkur“. Þegar til Reykjavíkur kom, ákváðu þremenningarnir að freista þess að ganga fyrir tollgæzlustjóra, og fengu loks audi- ens fyrir náð. Spegillinn gæti hugsað sér, að þetta samtal hafi farið fram eitthvað á þessa leið: Tollgæzlustjóri situr við risastórt Spegilliim 9

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.