Spegillinn - 01.05.1965, Blaðsíða 11
FARALDUR
skreppur i
Þjóðleikhúsið
Það var hérna í vetur, að mig minnir
seint í janúar, að ég sat á Skálanum
klukkan rúmlega eitt og var búinn að
lepja julienne-súpu, þar sem sá í botn
á þrítugu, og ketglás plús spælt egg.
Nú var ég að sötra úr seinni bollanum
og stanga glásina úr tönnunum. Þá kom
þerna hlaupandi og sagði flaumósa:
»,Faraldur, Faraldur, það er síminn til
þín, svei mér ef ég held ekki, að það sé
sjálft Stjórnarráðið!“
„Hana-nú,“ tautaði ég, „aldrei er frið-
ur» alltaf verið að blessa!" og siíaðist
1 apparatið. >
>,Gúmorin, Faraldur hér,“ sagði ég
munnalega í tólið.
»»Góðan dag,“ sagði símakvendið
hlutlaust, „Dómsmálaráðherrann óskar
að tala við yður.“
fnnan stundar heyrðist óþýð rödd
ráðherrans í tólinu: „Sælinú, Faraldur."
»,Sæll og blessaður, þín hágöfgi,"
sagði ég kumpánlega, en við Jóhann er-
um dús síðan við vorum saman á
mælskunámskeiðum í Heimdalli í gamla
daga. Munurinn varð bara sá, að hann
.Varð mælskumaður, en ég ekki, og hann
nú ráðherra, en ég senditík hans.
>»Þú átt að fara sendiferð fyrir mig
í kvöld, Faraldur".
»Á ég að taka tannburstann með?
Er það kannski Washington, Nýja Dehli
eða Suður-Viet .?“
..Ekkert af þeim stöðum. Þú átt að
fara í Þjóðleikhúsið fyrir mig.“
» Æ, farðu nú gráskjóttur. Ég sem
aldrei fer í 'sikhús, ég horfi aldrei á
soleiðis, nema helzt verstu glæponana
í bíóunum ... Má ég ekki heldur skreppa
tii Suður-Vietnam?"
>,Þú gerir eins og ég segi,“ sagði ráð-
errann og byrsti sig. „Svo er mál með
vexti, að ég hef frétt, að hann Guðlaug-
Ur sé að láta setja upp eitthvert fratleik-
rit, sem er fullt af klámi og óþverra, og
það er frumsýning ’ öld. Heitir víst
„Kvur er hræddur við Virginíu Volf“,
hvern fjandann sem það nú a.mars þýð-
r. Nú er ég bæði dóms- og kirkjumálaráð
herra, og á að passa upp á siðferðið og
kristindóminn í þessu landi, og ég vil
ekkert klám og svínarí hafa í mínu
landi, og allra sízt í ríkisstofnun. For-
stáet?“
„En heyrir nú Þjóðleikhúsið ekki
fremur undir hann Gylfa?“ vogaði ég
mér að spyrja.
„Kemur ekki mál við mig,“ sagði ráð-
herrann og espaði sig. „Má vera, að
stofnunin sem slík heyri formlega undir
hann, en allt siðgæði og kristindómur
heyrir þó undir mig, for helvíti.“
„Rétt segir þú, hinn frómi,“ svaraði
ég auðmjúkur, „en akkurju ferðu ekki
bara sjálfur? Þetta er jú fín frumsýn-
ing, forsetinn er vís með að líta inn.“
„Éld þú sért ekki alminnilegur, mann-
blaðra! Heldurðu að einn kirkjumálaráð-
herra geti farið að látr sjá sig á klám-
leikriti. („Hv-~ svo sem hann kynni að
langa til þess,“ tautaði hann við sjálf-
an sig). Þú leggur þér allt það hneyksl-
anlega á minnið og gefur mér skýrslu
á morgun.
„Á ég að koma snemma í fyrramálið?“
„Nei, ég hugsa, að ég komi heldur
seinna í ráðuneytið í fyrramálið. Ég þarf
nefnilega að fara í partí hjá rússneska
sendiherranum í kvöld. Það er út af
sovét-sendinefndinni. Og það er siður
hjá Rússanum að stinga út úr vodka-
glasinu í einum grænum þegar skálað
er fyr»V einhverjum foringjanum."
„Er skálað fyrir Stalín ennþá?“
„Uss, nei, nei, þeir nefna ekki snöru
í hengds manns húsi.“
„En Lenin og byltingin? Skálarðu
með góðri samvizku fyrir þeim?“
„Nei, þá geri ég nefnilega bragð úr
ellefta boðorðinu, einmitt vegna minnar
eigin samvizku. Ég vel mér stað þannig,
að ég sný baki að stórum blómsturpotti.
Svo þegar á að skála fyrir einhverju,
sem mér er ógeðfellt, þá helli ég vodk-
anu úr glasinu aftur fyrir mig í pottinn
og get svo sýnt glasið tómt við næsta
umgang. Og svo er þá samvizkan í lagi.
En ekki stoðar þessi andskoti — ég
þarf að velja tvo góða sjálfstæðismenn
í sýslumannsembætti - þurfa að hafa
verið í Vöku, Heimdalli og Verði... og
skipa eitthvert prestadót, sem söfnuð-
irnir hafa fíflast til að kjósa. Ég er
bara orðinn í vandræðum með hann
Sigurbjörn, hann er farinn að verða
svo helvíti frekur og heldur, að hann
sé settur yfir kirkjumálaráðherrann
sjálfan, bara af því að hann sé biskup ..
Jæja, Faraldur minn, þú skipar honum
Guðlaugi frá mér að láta þig fá orðalaust
fríbílæti á fri nsýninguna í kvöld.“
„Skal gert, exellence,“ sagði ég og
gekk aftur á bak fruktandi út um dyrn-
ar.
Seinni partur dagsins fór allur I und-
irbúning að frumsýningarferðinni, sem
ég kveið mjög fyrir.
Fyrst labbaði ég mig inn í skrifstofu
Þjóðleikhússins og staðnæmdist fyrir
framan Valgerði, sem var með nefið
niðri í bókhaldi sínu.
„Góðan daginn, ætli ég geti fengið
að tala við Þjóðleikhússtjóra?“
„Upptekinn,“ svaraði Valgerður stutt
og laggott og leit ekki upp úr plöggun-
um.
„Dómsmálaráðherrann sendi mig
nebblilega til hans.“ •
Við þessar úpplýsingar leit Valgerð-
ur svo snöggt- upp að gleraugun hröpuðu
fram af nefinu á henni, en það gerði
ekkert til, því að þau voru fest aftur
fyrir eyru með flauélsböndum. '
„Nú, ert það þú, Faraldur,” sagði Val-
gerður kumpánlega, við vorum einu
sinni saman í barnaskóla. j,Jú, þú hlýtur
að komast að eftir örstutta stund.“
Og það var eins og við manninn mælt,
dyrnar opnuðust og út kom þjótandi
ungskáld, sem ég þekkti úr Mokkakaffi.
Hann skellti á eftir sér hurðinni, kast-
aði handritabunka á gólfið og traðkaði
á honum, bölvandi ákaflega: „Helvítis
fífl og fantur er maðurinn, hann hefur
Spegillinn 11