Spegillinn - 01.05.1965, Qupperneq 16
hgurðarsamkeppni SPEGILSINS
Loks er upprunnin .ú stund, sem allur
landslýður hefur beðið eftir með öndina
í hálsinum vikum og mánuðum saman:
Fegurðarsamkeppni Spegilsins er hér
með hafin. Vér höfum þá ánægju að
bjóða yður öll hjartanlega velkomin til
þessarar merkustu samkomu ársins, ef
ekki aldarinnar, og vonum vér, að önd-
in hrökki nú sem skjótast annaðhvort
upp eða nið r hálsi yðar. Sem sagt:
Verið öll hjartanlega velkomin á fegurð-
arsamkeppni vora, hvort heldur þér kjós-
ið að vera áhorfendur, keppendur eða
dómnefnd.
Nú skal fyrirkomulagi keppninnar lýst
í sem stytztu máli:
Áhorfendur faka sér sæti í salnum og
mæna eftirvæntingarfullir upp á sviðið,
þar sem herlegheitin eiga að fara fram.
Síðan gengur framkvæmdastjóri keppn-
innar fram á sviðið, og er þar kominn
Einar í Sparisjóðnum, alkunnur maður,
og þó meira þekktur fyrir afskipti sín af
Langasandi en Sparisjóðnum nú orðið.
Einar biður dómnefndina að gjöra svo
vel og ganga fram á sviðið. Gengur þá
fyrst fram Thórólf Smith. Halda nú
margir áhorfenda, að hér sé ljósmyndari
á ferð og eigi að taka myndir af kepp-
endum „úr lofti“. En það er misskilning-
ur. Thóró1' er fulltrúi blaðamanna í dóm-
nefndinni og á að skoða keppendur lóð-
rétt niður. Koma nú dómendur fram á
sviðið hver af öðrum; læknir, tízkufræð-
ingur, listfræðingur, flatarmálsfræðing-
ur, eðlis- og efnafræðingur og sálfræð-
ingur. Sumir kunna að halda, að sálfræð-
ingi sé ofaukið hér, en hann ber reyndar
líklega mesta ábyrgð allra dómenda, því
að það er hans að kanna sálir keppenda.
Og hvað stoða lagleg snoppa og ýtur-
vaxinn kroppur, ef sálin er svört og ljót?
Nei sko, ekkert svindl. Þegar dómnefndin
hefur komið sér þægilega fyrir á sviðinu,
hefst dramatiskasti þáttur keppninnar:
Keppendur ganga inii á sviðið á sund-
bol einum fata, og ganga nokkra hringi á
sviðinu, svo áhorfendur og dómnefnd
geti séð þá frá öllum hliðum, nema Thór-
ólf, sem sér þá aðeins b;int ofan frá.
Að þessari kynningarhringgöngu lokinni
(áhorfendur eru vinsamlega beðnir að
halda öllum tilfinningum sínum í skefj-
um meðan gang .n fer fram) tekur dóm-
nefnd til óspilltra málanna að mæla og
vega keppendur. Að sjálfsögðu verða
niðurstöður nefndarinnar ekki birtar hér,
en til gamans látum vér fylgja hér sýn-
ishorn af hugsanlegum niðurstöðutölum:
Hæð: 169 cm. (sléttir).
Þyngd: 68 kg. (nettó).
Brjóst: 92 cm. (millimetrum sleppt),
Mitti: 63 cm. (sem er einum cm. of
mikið).
Mjaðmir: 94 cm. (dálítið klossað, ekki
satt?).
Er dómnefnd hefur lokið störfum
ganga keppendur taktfast og tígulega út
af sviðinu við dynjandi lófatak áhorf-
enda.
„Og fegurðin mun rikja ein“ stendur
þar.
Kynnir.
P. S.
Vér gleymdum að segja frá viðtölun-
um við keppendur. Dómnefndin leggur
nefnilega vísdór.'.sfullar spurningar fyrir
meyjarnar ,og þær svara auðvitað af
jafnmiklum vísdómi.
Sýnishorn:
Dómnefnd: „Hver er uppáhalds Bítill-
inn þinn?
Keppandi: Ringó Starr.
Dómnefnd: Helztu áhugamál?
Keppandi (feimnislega): Ég hef aga-
lega mikinn áhuga á öllu sporti, íþrótt-
um, ferðalögum og svoleiðis. Svo langar
mig til að sigla og læra leiklist.
Dómnefnd: Trúlofuð?
Keppandi (varpar öndinni léttar): Nei,
guð’ sé lof.
Þannig fá áhorfendur haldgóðar og
skilmerkilegar upplýsingar um keppend-
ur.
Sami.
frumbernsku. aftur, og skrifi
lengstu langhunda, sem ritaðir
I-'afa verið í blöð undir nafninu
í fáum orðum sagt, og væri
^eopilegra að kalla þá heldur
I einu orði sagt. Glottir Magn-
"yrmislega að svo mæltu.
Marihías bregzt ókvæða við
og segir, að Magnús fái kjaft-
hátt sinn ríkulega goldinn í
austrænni mynt, og væri bet-
ur að satt væri, ef það gæti
orðið 'il þc ' að vér losnuðum
við Þjóðviljahappdrættin, þó
p,'ki væri nema annað hvert
ár. - Eyjólfur Konráð reynist
,:ðónýtur til allra verka, eins
r -• ---.ns var von og vísa. Spíg-
sporar hann um túnið með
nendurnar ýmist í vösunum
•-ða krosslagðar framan á sér
og nöldrar eitthvað um að það
eigi að reka búskapinn eins og
almenningshlutafélag. — Þór-
arinn Tímaritstióri reynist ið-
inri við að r'’-' '’-eifarnar, þeg-
16 Spegillinn
ar hirt er að enduðum þurrk-
degi, en séu óþurrkar, dundar
hann við að raða koppum og
kyrnum í skemmunni, og er
sízt vanþörf á því.
Andrés Kristjánsson er
furðu sporléttur að snúa töðu-
flekknum, en skýzt' svo inn 1
bæ og grýpur í að þýða spít-
alasögur eftir Slaughter milli
rifjinga. — Gunnar Schram
nennir ekkert að gera nema
rassskellast á traktornum um
þvert og endilangt túnið. Er
hann vel á vegi með að eyði-
leggja bæði traktorinn og tún-
ið. — ívar á T,jóðviljanum er
hins vegar fjandanum röskari
að flytja mjólkina f veginn
fyrir mjólkurbílinn. Tekur
hann sinn fjörutíu lítra brús-
ann í hvora hendi og þrammar
með þá upp á veg, góða tvö
hundruð metra vegalengd. —
(Víðast hvar er mjólkin flutt
þennan spöl á traktornum eða
fari.. "num, en Schram er sem
sé að flengjast á traktornum
um túnið, og Björn Thórs fór
með farmallinn í viðgerð). —
Gröndalsbræður taka að sér
að reka kýrnar á morgnana og
sækja þær á kvöldin. Líkar
kúnum vel þeirra selskapur og
„leika við kvurn sinn fingur“.
Kemur vellíðan þeirra fram f
aukinni nythæð. — Indriða G.
Þorsteinssyni rennur strax
skagfirzka blóðið til skyldunn-
ar, og tekur hann að sér hirð-
ingu graðhestsins, svo og ann-
arra hrossa, að svo miklu leyti
sem þau eru hirðingar þurfi.
Verður þetta að öllu saman-
lögðu hinn ágætasti búskapur
og mun fá þennan vitnisburð
í skýrslu héraðsráðunautar:
Heyfengur í góðu meðallagi og
verkun heysins ágæt; flórþrif
sérlega góð, vg kýr einkar vel
haldnar, svo sem nythæðin og
fitumagn mjólkurinnar sýna
bezt. Graðhestar í þriflegu
standi, og umgengni í skemmu
til fyrirmyndar. Traktor því
nær ói.ýtur. Farmallinn ókom-
inn úr viðgerð.
Trúum vér ekki öðru en
ritstjórarnir, sem allir eru
þjóðhollir og góðir menn og
vilja landi sínu og þjóð allt
þ'a beita, yrðu fegnir að fá
slíkt tækifæri til að sýna þjóð-
hollustu sína f verki. Og þótt
Eykon sé að nöldra þetta með
almenningshlutafélög og ympri
jafnvel á því að taka upp stór-
iðju fyrir erlent fjármagn í bú-
skapnum, þá ber ekki að taka
það alvarlega. Sennilega mein-
ar hann ekkert með þessu. —
Auk þess væri stórum minna
varið í að vin .a storf sín mögl-
unarlaust með jafnaðargeði, ef
engar nöldurskjóður væru til
til samanburðar.
Rabbi.