Spegillinn - 01.05.1965, Page 17

Spegillinn - 01.05.1965, Page 17
Motto: „Fegur'ð hrífur hugann meira, en augað sér“. svo andann gruni "ínþá fleira ef hjúpuð er, Allt í kring um Einar upp þær stilla sér, hispursmeyjar hreinar hvar sem litið er. Fá og fislétt klæðin formið gegnum skín. Helztu segulsvæðin sveipar híjalín. Allar lfnur eru ávalar af mýkt, bezt á holdi beru birtist jafnan slíkt. Föngulegri faðma fyrr menn höfðu ei þekkt, eins er ummál mjaðma einkar heppilegt. „Fósturlandsins Freyja" fullvel máli nær; mitti hreinna meyja mælist spannir tvær. Getur vart neinn galla gyðjanna á skrokk. - Ég veit, þið rengið varla voran tommustokk. Kvennablóminn klári, nú kveð ég þig um sinn. Bættu ár frá ári við yndisleika þinn fjærri flensu og kvefi, frí við ekta stand. Góða ferð þér gefi guð á Langasand. AXMINSTER... annað ekki Spegillinn 17

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.