Spegillinn - 01.05.1965, Page 18
RUSLA
Rykfrakki
tekinn traustataki.
Sá, sem tók frakkann minn
í Valhöll á Þingvöllum s.l.
laugardag og hefur bersýni-
lega notað hann sem tjald
yfir sig og fjölskylduna, um
helgina, - hér með vinsam-
lega beðinn um að gjöra
svo vel og skila honum til
mín nú þegar, því að mig
vantai hann illilega, þegar
-ignir næst.
Reinhard Lárusson.
Augl. í Mbl. 5. maí.
P. s.: Spegillinn vonar að
Reinhard fái frakkann sinn,
því r. ð þvílíkir frakkar fást
ekki á hverju strái.
*
Fræðsla um
lykla og lása
Það er kunnara en frá þurfi
að segja ..v'\'!:ir bölvaðir
klaufar íslenzkir innbrotsþjóf-
'T eru. Þeir bera varla annað
ið en að brj6+* rúðu og skríða
rr >»>n.
Erlendis eru innbrotsþjófar
miklir sriillingar að dirka upp
lása og smíða þjófalykla. Er
þessi fákunnátta í íslenzkri
þjófastétt til stórrar hneisu.
Fyrir skömmu reyndi merk-
ur félagsskapur, Germanía, að
bæta úr /anþekkingu á þess-
um tækjum með því að sýna
kvikmynd um lása og lykla.
öllum var heimill aðgangur,
börnum, þó einungis í fylgd
með fullorðnum.
Er þess nú beðið með
óþreyju, hvort fræðsla þessi
ber árangur.
*
Greiöasemi
í Dagbók Morgunblaðsins
13. apríl s.l. birtist ágæt mynd
af Bismark sáluga með eigin-
handaráritun járnkanslarans.
Er myndin í eigu konu nokk-
urrar hér á landi. í stuttu
greinarkorni, sem fylgir, stend-
ur þessi setning: „Mér voru
sagðar tvær skemmtilegar sög-
ur af Bismark í Ieiðinni af kon-
unni, sem á my Jina“.
Það er naumast, að konan
hefur gert vel við blaðamann-
inn!
Heiðingjatrúboð
Kristnir menn á vegum
bandarískra í Keflavík suður
auglýsa öðru hverju trúboðs-
fundi þar syðra. Er auglýsing-
in aðallega stíluð upp á ís-
lenzku lögregluþjónana þama
suðurfrá, þ. e. a. s. þeir eru sér-
staklega velkomnir. Mætti eft-
ir þessu álíta að framkoma
lögregluþjónanna sé ekki sér-
lega kristileg í augum vemd-
ara okkar. Væntum vér þess
að auglýsendum verði veru-
lega ágengt í trúboði sínu
Hvernig væri annars að
taka upp -.ora lögreglutrúboð
í Reykjavík?
Gylfi og
sálfræðingarnir
Fyrir nokkru skrifaði Ólaf-
ur Gunnarsson, sálfræðingur
borgarinnar, blaðagrein undir
fyrirsögninni: „Truflar starfs-
fræðsian tilfinningalíf mennta-
málaráðherrans?“
Trúlega felst nokkur sann-
leikur að baki þessara orða,
og 'r Gylfi þá ekki fyrsti mað-
urinn, sem Ólafur fer I taug-
arnar á.
*
Pólitízkur magaverkur
Að pví er Gluggi Alþýðu-
blaðsins segir oss, á þýzki
toppkratinn Willy Brandt að
hafa sagt viö brezka toppkrat-
ann Harold Wilson:
— Ríkisstjómi á að starfa
eins og ^ginn í manni. Ef
hann starfar rétt, hefur maður
ekki hugmynd um, að hann sé
til.
Sæl er sú þjóð, sem hefur
slíka ríkisstjóm. — Á voru
Iandi verka flestar ríkisstjóm-
ir ekki einungis sem stöðugur
magaverkur, heldur og sem
höfuðverkur og fótaveiki.
18 Spegillinn