Spegillinn - 01.05.1965, Side 25

Spegillinn - 01.05.1965, Side 25
RÉTTMÆTT VERKFALL • 1 fjármálum gekk mér flest til meins á fjórða viðreisnarári, þó að ég væri alltaf eins og útspýttur hundsskinnsnári. Hugleiðing um lífið Það dundu sem sé ósköpin öll á mér á degi hverjum: yfirvofandi víxlaföll til viðbótar heimiliserjum. svonu yfirleitt Við hundskömmumst hjónin, þótt hún sé sko heilmikið betri en engin, og ég sé bæði af mér og úr mér svo andskotalega genginn. Minnið er líkast Iekum knörr, og líkaminn ógnar skrífli. Senn hygg ég kotbóndans kjöt og smjör kransæðar mínar stífli. Bragi. - MEY. IASTUKA - Alþýðublaðið birtir eftirfarandi rosa- fregn, sem á kam,ski c'dr að valda meiri gerbyltingu í siðferðismálum en allar móralprédikanir prófessors Jóhanns Hannessonar í útvarpinu: BINDINNDISSAMTÖKIN í Reading í Englai i hafa það nú til athugun- ar að hvetja ungar stúlkur á tán- ingaaldri t‘l að undirrita hátíðleg Ioforð um að farga ekki meydómi sínum fyrr en í hjónabandi. Fred Jackman, formaður bind- indissamtakai. í borginni, hefur stungið upp á að stúlkurnar und- irriti loforð um að „halda sig frá öllum kynmökum fyrir hjónaband, og yfirleitt að halda sig frá því, sem leitt getur til þess að til slfks dragi.“ Jackson kveðst í blaðaviðtali vera þeirrar skoðunar að ungar stúlkur muni fúsar til að undirrita heitið og ganga þar með í meyja- stúku. Ekki drc^ við þessa stórfrétt í efa. Kvenfólk hefur alltaf verið mestu ólík- indakindur. En oss finnst vanta I frétt- ina, hvernig gæjarnir í Reading taka þessu, því að þetta er sennilega með- fram gert til að stríða þeim. Oss finnst mjög athugandi fyrir templ- ara hér þ"'ma, að taka þessa hugmynd upp. Alltaf er verið að klifa á því, að raðir templara séu stöðugt að þynnast, og hver veit nema svona meyjastúka gæti hleypt nýju lífi í starfsemina. Þó kynnt það að verða tvíeggjað, því að hugsast gæti, að eitthvað dragi úr að- sókn að böllunum í Gúttó. Þó gæti það líka hugsazt að hún ykist vegna þess að slagurinn um meydóma yrði þá meira spennandi. (Annars tjáir sérfræðingur vor f bindindismálum oss, að obbinn af þeim dömum, sem sækj böll í Gúttó, hafi tapað þessum margumtalaða mey- dómi fyrir aðskiljanlegum áratugum, og það margoft, og eins hitt, að þar sé mý- grútur af kve.-f-^'ki, sem aldrei hafi feng- ið né muni fá nokkurn minnsta sjans til að farga meydómi sínum, hve fegnar sem þær vildu). En ein mikilsverð spurning vaknar í sambandi við þetta stórmál. Eins og kunnugt er, eiga þeir deli- kventar f gúttemplarastúkum, sem „rúlla", eins og kallað er og rjúfa bind- indisheit sitt, kost á endurreisn, og það meira en einu sinni og verða þá fullgild- ir gúttapelar á ný, þangað til þeir rúlla aftur. Hvernig mundi nú verða með meyja- stúkur? Setjum nú cvo, að einhver stúku- mærin láti fallerast og fordíarfi sinn dýr- mæta meydóm. Á hún þá kost á endur- reisn? Og sé svo, hve oft má þá endur- reisa hana? Flugmenn hjá Loftleiðum hafa verið í verkfalli, sem ekki er í frásögur fær- andi. En bæði öll blöð og svo almenn- ingur hafa lagzt á eitt um að fordæma það, að flugdrengir fara í allri hógværð fram á skitnar krónur 810.000, og svo einhver smáfríðindi, svo að þeir mundu þá kría svo sem milljónina út úr djobb- inu. Oss finnst óþarfi að ve ' að agnúast út í þessar sanngjörnu kröfur. Sú r. .g- inregla ætti að liggja í augum uppi, að því hærra sem Logið er því hærra kaup. Aðalatriðið er líka það, að þessar hetjur loftsins eru fremstu fulltrúar landsins i útlandinu og við þá má ekkert skera við nögl. Spegillinn mun þvf, eitt blaða, standa fast með flugmbnnum þessum í hags- munabaráttu þeirra bæði nú og fram- vegis, og skorar á þá að slaka ekki á, heldur herða á réttmætum kröfum. Blaðið vill leggja fram sinar eigin til- lögur í hagsmunabaráttu flugmanna, og fara þær hér á eftir: I. Kaup verði ein slétt milljón og hækki siöan samkv. vísitölu. II. Fríðindi ýmiss konar: . a) Fríir bílar hvar sem er í veröldinni og hundasleðar I Grænlandi. b) Risna allt að kr. 200.C00. c) Ibúðastyrkur f útlöndum (handa ó- hjákvæmilegri hjákonu á helzta við- komustað). d) Pelsa- og kjólastyrkur. (Þetta er handa eiginkonunni). e) Sumarbústaðarstyrkur. (Það er nauðsynlegt fyrir flugmenn að geta hvílt sig á friðsælum stað, ef þeir kjósa að eyða orlofi sínu á sínu fátæka föður- landi. f) Laxveiðistyrkur, ef flugmaðurinn hefur gaman af að kasta flugu fyrir lax. Frekari fríðindi geta komið til greina. en blaðið treystir flugmönnunum til að finnt þau upp sjálfir. (Auðvitað þa.f ekki að taka fram, ao þeim á að vera frjálst að flytja inn í landið, tollfrjálst, hvern fjandann sem þeim sýnisf)- Heyrzt hefur, að rútubílstjórar á jörðu niðri hugsi sér nú til hreyfings, en gera sennilega eitthvað lægri kröfur en flug- menn, enda fljúga þeir lægra.: — Spegl- inum þykir sennilegt, að hann muni styðja þeirra kröfur líka, ef þær verða nógu háar og stórhuga. Taka má líka tillit til þess, að starf bílstjóranna er talið hættulegra en starf flugmannanna. Spegillinn 25

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.