Spegillinn - 01.04.1967, Síða 9

Spegillinn - 01.04.1967, Síða 9
Gönguljóð á Fjarðarheiði Senn ég kemst ó Seyðisfjörð, Ort í tilefni þjófnaðarmóls þótt svarri veðrabál. á Seyðisfirði. Undir steini á ég þar --------------------------------------- svo indælt leyndarmál. Held ég nú á heiðina og hún er brött og löng. Villugjarn er vegurinn og veðrin eru ströng. Undir steini á ég þar mitt einkaleyndarmál, mín heiðurslaun, minn happafeng, hjarta mitt og sál. Villugjarn er vegurinn, veð ég klyftamjöll. Enga drauga óttast ég, né útburði og tröll. En enginn veit og enginn veit hvað undir steini felst..... Fýsir marga að frétta af því, en fógetann þó helzt. Enga drauga óttast ég °g áfram hvata ferð. Á Seyðisfjörð, á Seyðisfjörð senn ég kominn verð. Þreyttum fótum þæfi mjöll, en þó er sál mín glöð, því bráðum verð ég burgeis og í beztu manna röð. Gyðingurinn gangandi. „Missti aðra flíkina af tveimur## „Missti aðra flíkina af tveimur“ var fyrirsögn í Tímanum 23. apríl. Tíminn lýsir þvf, að nekt- ardansmærin Zicki Wang, sem sýndi sig í Lídó, eða fatafcllan, eins og blöðin kalla hana, hafði eitt kvöldið, hent frá sér fötum sínum allhirðuleysislega, sem endranær. Þegar flikunum var safnað saman, kom í Ijós, að brjóstahaidarann vantaði. Tím- inn telur líklegt, að einhver að- dáenda hennar hafi stungið gripnum á sig til minja! Fatafellan mun liafa borið sig aumlega, þegar hún fór af Iandi brott, brjóstahaldaralaus, enda segir Tíminn: „ÞAÐ ER í RAUNINNI NOKKUÐ ÖFUGSNtJIÐ AÐ RÆNA ÞÆR KONUR FÖTUM, SEM HAFA ÞAB AÐ ATVINNU AÐ SÝNA SIG KLÆÐALAUS- AR“. Vér hefðum nú heldur reynt að stela fíkjublaðinu til að þurrka inn í bók, svipað og mað- ur gerði við sóleyjar og aðrar blómjurtir, þegar maður var strákur. Það hefði verið mikið meira varið í að eiga fíkjublaðið til minja, þó þurrkað væri, en innihaldslausan brjóstalialdar- ann. Vinnuharka á Alþingi Alþýðublaðið skýrði frá því um daginn, alveg andagtugt, að svo niiklar annir væru á Al- þingi, að í staðinn fyrir fjögurra daga vinnuviku, yrðu nú þing- menn að halda fundi líka á föstudaga og laugardaga. Já, fyrr má nú vera déskotans vinnukergjan! S p e g i 11 i n n 9

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.