Spegillinn - 01.04.1967, Síða 14
staddur einn fund í nefndinni, og var
mér fúslega veitt leyfið.
Þetta var næsta kátbrosleg samkoma.
Allir nefndarmenn voru á fundi, nema
barnabætirinn á Akureyri, sem komst
ekki vegna stórhríða og snjóalaga, og
var það bættur skaðinn.
Johannesson skáldformaður hafði
mikinn skjalabunka vinstra megin við
sig, en meö hægri hendi skrifaði hann
öðru hverju orð og hendingar í þar til
gerða kompu. Þóttist ég sjá, að hann
væri jafnframt nefndarstörfum að yrkja
„sálma á atómöld“.
Hið næsta honum sat Eindriði sagna-
skáld og var að berjast við að lesa próf-
örk á norskri þýðingu á sögu sinni Land
og synir (Land & Sönner). Stundum
skildi hann ekki norskuna, og bar þá
málið undir Rósinkranz, sem gat fáu
svarað, því að hann kann bara sænsku.
Gils var að stelast til að læra utan að
stefnuskrá Alþýðubandalagsins og Sós-
íalistaflokksins, fyrir framboðsfundi í
vor. Bankastjórinn svaf, og gerðist með
því þarfasti maður nefndarinnar á þeim
fundi.
Mikil mælska vall upp úr Johannessen
skáldformanni, og öðru hverju stóð leik-
arinn upp og mælti með miklum gný
nokkur orð, sem stundum voru beint
úr ræðuhöldum Marats sáluga.
Skáldin töluðu feikn um að nauðsyn-
legt væri að hleypa af stokkunum þjóð-
arvakningu fram að 1974. Hafa skyldi
samband við sýslunefndir og bæjar-
stjórnir, að mér skyldist til að fá um-
ræddar stofnanir til að splæsa í kostnað
við stórhátíðina. Mun þetta ákvæði hafa
verið runnið undan rifjum bankastjór-
ans. Mjög var vitnað í þessu sambandi
í það, að 1874 hefðu byggðarlögin sett
sér „takmörk“ (sic) ýmiss konar, eins
og þegar samþykkt var að „stofna hið
allra fyrsta unglingaskóla með fjörugum
samskotum úr Kjalarnesþingi.“ Nefnd-
in hefur sjálfsagt í hyggju að efna til
„fjörugra“ samskota um land allt, sem
verður þá vonandi ekki eins bráðkvödd
og Skálholtssöfnunin sáluga. En kannski
mundi slík þjóðhátíðarsöfnun hrökkva
til þess að kaupa bókasafn Kára fógeta-
bana af nauðstaddri biskupsskrifstof-
unni.
Það stórkostlegasta í plönum nefnd-
arinnar er þó bygging svonefnds þjóð-
arhúss á Þingvöllum, er rúmi fleiri þús-
und og fimmtíu manns. Þar verði Al-
þingi sett hverju sinni, enda er sama
hvar slík athöfn fer fram, hún verður
alls staðar jafn-kollótt og andlaus og
tíðkazt hefur hér i Reykjavík um ára-
tuga skeið.
Þá á að fara fram á hátíðinni þar
eystra leiksýning sögulegs eðlis (hér vil
ég Sjálfur skjóta því inn, að Ölkofra
þáttur er aldeilis sjálfsagður, og leiki
Gunnar Eyjólfsson Ölkofra).
Loks á að leggja þar á völlunum leik-
vang mikinn, þar sem iðkaðar verða
þjóðlegar íþróttir, svo sem hráskinna-
leikur og hnútukast (samanber Al-
þingi), að við bættu boxi. Á leikvelli
halda svo íslenzkir knattspyrnumenn og
aðrir íþróttamenn vorir áfram að bíða
stór-ósigra fyrir úttlendingum, hér eftir
eins og hingað til. Með leikvangi þess-
um plús listamannaheimilum er líklegt,
að takist að eyðileggja hina marglofuðu
náttúrufegurð Þingvalla með öllu.
TILLÖGUR VORAR
Ég nennti ekki að sitja þennan aurna
fund til enda. En ég lét hendur standa
fram úr ermum þegar í stað, og fékk
ritstjóm Spegilsins til að skipa níu
manna þjóðhátíðarnefnd. Óþarft er að
telja hér nöfn nefndarmanna, það næg-
ir að taka það fram, að auðvitað er ég
sjálfur formaður og réði mestu um til-
lögur.
Þessi nefnd varð fljótt sammála um,
að tillögur hinnar nefndarinnar væru
svo smáskítlegar og naumar, að sómi
þjóðarinnar væri í voða, ef þær yrðu
samþykktar. Þó var að nokkru stuðzt
við tillögur þeirrar nefndar, en vorar
tillögur eru allar gerðar með meiri stór-
hug, og þykir oss ekki vit í því að horfa
í skildinginn, þegar bíður þjóðarsómi.
Frumdrættir að tillögum nefndar
vomar og Spegilsins eru sem hér segir:
I. Þjóðarhús veri reist á Þingvöllum,
í stíl við Háteigskirkju. Aðalsalurinn
taki 6000 manns í sæti. Þar skal halda
allar helztu samkomur, sosum setningu
Alþingis, fegurðarsamkeppnir og hesta-
mannamót.
II. Reist skal leikhús í stíl við Nes-
kirkju, er taki 3000 í sæti. Fyrsta leik-
rit, sem þar verður sýnt, verði eftir
Matthías Johannessen, en númer 2
verði Gestagangur eftir Sigurð A.