Spegillinn - 01.04.1967, Blaðsíða 15
Ég óskaði, sem menningarmálasérfræðingur Spegils-
ins, að fá að vera viðstaddur einn fund í nefndinni.
jafnvel áfram í slóð Eiríks rauða til
Grænlands og Leifs heppna til Vín-
lands“. Auðvitað verður þjóðhátíðar-
nefndin áhöfn á skipi þessu, Johannes-
sen skáld verði stýrimaður, Gils ekur
seglum eftir vindi, Eindriði stendur í
austri, en er þó sjóveikur. Oll skrýðist
áhöfnin fornaldarbúningum, og munu
vekja mikið grín og kátínu, þegar vest-
ur kernur til vina vorra Amrikumanna.
Fleiri tillögur höfum vér á taktein-
um, og rnunu þær birtar síðar............
Kostnaður allur greiðist úr ríkissjóði og
með „fjörugum“ samskotum, eins og í
Skálholtsævintýrinu, en vonandi þó,
eins og áður var að vikið, að slík söfn-
un fái ekki annað eins tilfelli af bráð-
kveddu og Skálholtssöfnunin sáluga.
Þegar eftir afstaðna lukkulega þjóð-
hátíð 1974 þarf að setja alla nefndar-
mennina á hæstu eftirlaun, um leið
og þeir eru leystir frá öllum störfum,
svo að þeir geri ekki meiri bölvun af
sér en þá verður orðið.
Quod felix faustumque sitt.
Styrmir Sturla Fornólfsson,
mag. art.
fil. kand.
M.A. & B.A.,
sjálfskipaður menningarviti
og tilvonandi doktor philosophiae,,
bókmennta & listakrítikker.
O.fl. o.fl.
Magnússon, enda þótt engir gestir
verði á þeirri sýningu fremur en áður.
III. Fremst á Spönginni, milli Flosa-
gjár og Nikulásargjár, verði reist lítið en
rammgert þinghús, þar scm ríkisstjórn-
in láti verja aðgang, svo að hún geti í
friði fyrir stjórnarandstæðingum sam-
þykkt óvinsæl lög.
IV. Tjaldað verði yfir Almannagjá,
svo að þjóðhátíðargestir vökni ekki, ef
úrfelli verður, eins og vant er á Þing-
vallahátíðum.
V. Reist verði vönduð villu-hús handa
nkisómögum, þ.e. listamönnum, og fái
þeir áfengi allt með innkaupsverði.
Þingmenn og stóreignamenn í Reykja-
vik fái lóðir kringum Þingvallavatn,
hvar sem þcir kjósa.
VI. Gefið verði út sýnishorn íslenzkra
bókmennta frá upphafi til 1974, í 112
bindum. í ljóðaflokknum verði fyrstu 5
bækurnar eftir Matthías Johannessen,
þá komi Dagur Sigurðsson, Jónas Svaf-
ár og fleiri stór-ljóðsnillingar. — í skáld-
sagnaflokknum verði fyrstu 3 eftir Eind-
riða Þorsteinsson, síðan komi Guðberg-
ur nokkur (Tómas Jónsson — nretsölu-
bók, — sem enginn botnar neitt í, en
hlýtur afburða lof vísra gagnrýnenda),
þá Bugði Beygluson.
— Leikritaflokkurinn hefjist á kvik-
myndatextum eftir Rósinkranz, þá leik-
rit eftir Odd Björnsson (t.d. samtal fjór-
bura í móðurkviði). Gils stjórnar þjóð-
sagnaflokki, og fær auk þess að gefa út
bækling, er beri nafnið „Stefnufesta í
stjórnmálum", undir kjörorðinu: „Klár-
inn dansaði kúna við / aftur á bak og
út á hlið“.
VII. Loks tekur Spegilsnefndin undir
þá tillögu hinnar nefndarinnar, að láta
smíða víkingaskip og sigla því „á slóð
landnámsmanna til Islands og héldi
Heildsölubirgðir:
Kristján Ó. Skagfjörð
S p e g i 11 i n n 15