Spegillinn - 01.04.1967, Side 17

Spegillinn - 01.04.1967, Side 17
Svo voru skíðin ó skankana spennt, en sko — ég er klaufi í fótamennt, kann þó að hoppa tangó og twist, en til þessa dags forðazt skíðalist, en karlmennskuólit verð ég víst að verða mér út um, því ég sízt lóta kalla mig lyddu og svín, þar liggur við sómi og æra mín. Iþróttakappi ég kallast vil, kannski methafi — eða þar um bil. Svo loka ég augum, legg af stað, langt varð samt ekki skeiðið það: ótta metra ég ók og tvo en alveg beint d hausinn, sko, ég fór öldungis alveg á kaf og öll voru vitin troðfull af andskotahs snjónum — og eftir á ég afvelta ló — hvorki heyrði né só. En skíðaófétin fengu sér frí og fleygðust dalbotninn niður í. Ég reis ó fætur og reiður var og reyndi að fara annars staðar, en enn verri bylta þar búin var mér, þó brotnuðu skíðin rétt eins og gler. Fékk vatn milli liða, til viðbótar ég vatzt um ökklann. Og hér og hvar um skrokkinn mynduðust marblettir, ég var mæddur í skapi sem aldrei fyrr. — Mér var skussað ö sleða í skólann heim, þar var skínandi veizla og spennandi geim. Ég sat um póska við póker-spi1, og pínulítill dreytill var til, og fjórar þúsundir fóru þar, því fjandans, dri ég óheppinn var, en skíðaíþrótt það skórra er — skrattinn mó eiga ana fyrir mér! Af hjarta mér fagnað heimkomnum var og hér var ég óspar ó sögurnar um öll mín skínandi skíðastökk, í hrifningu fjölskyldan hlustaði klökk jó um mig lék fögnuður, aðdóun, óst, yngstu börnin að pabba dóst, og segja við leiksystkini sín oft: „Sjóðu, hann pabbi stökk hött upp í loft þótt brekkan væri svo brött og hö, og bröttustu tindana kleif hann á. Hann skundar ó næsta ’skíðamót og skýzt upp ó Súlur og Leggjabrjót, og ó Siglufirði hann setur met, og sagt ykkur fleira ég kannski get, þegar verðlauna bikara ber hann heim, og vel mun hann komin víst að þeim. Ég fer svolítið hjó er hlusta ég ó hrósið blessuðu börnunum hjö. S p e g i 11 i n n 17

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.