Spegillinn - 01.04.1967, Blaðsíða 18
/
SKÁLDARÍGUR
Það er alkunna, að oft er sundur-
þykki með listamönnum, og er það
kannski ekki nema eðlilegt, því að slíkt
keppir um hylli almennings, rétt eins og
stj órnmálamennimir.
Nýlega hefur slíkur rígur milli tveggja
skagfirzkra skálda orðið augljós fyrir al-
mennings sjónum og virðist hafa þar
orðið hastarleg andleg átök.
Tilefni viðureignar á opinberum
vettvangi, var eftirfarandi klausa í
Morgunblaðinu:
„SKULDASKIL TIL
SKAGFIRÐINGA
Morgunblaðið hefur veriS be'ói'ð aS
birta eftirfarandi úr Ijóði Sigrúnar Sig-
urjónsdóttur, en erindin eru úr Atthaga-
kveðju, Skuldaskilum til Skagfirðinga í
Reykjavík, í tilefni af 30 ára afmœli
Skagfirðingafélagsins í Reykjavík, sem
minnst var í Sigtúni 11. marz 1967.
„Hér verður ekki til Z (setu) boðið.
Höfundar: nízka og nýstárleg tízka.
Brot:
Vegur kvenna er villufen,
í veizlum — áfengiskynstri.
Hægra megin var Michelsen,
munngát Hervins til vinstrj.
Viskyblöndu þeir völdu á „bar“.
Svo veittu þeir kampavínið.
Að afþakka slíkt er asnalegt svar.
— Enn verra að skilja ekki grínið.
Veizlugestur í vígahug.
Þið vopnið grípið og skerið.
Þögull boðsgestur. — Brestur dug?
Má brjóta andskotans -—• glerið?
I „Sigðartúni“ — þeim sælustíg
er sýndarmennskan við lýði.
Með timburkörlunum þjórið þið —
í þrjátíu ára stríði.“
Sérfræðingar Spegilsins telja þennan
kvæðiskafla merkan bókmenntaviðburð,
og geta nú Skagfirðingar sagt: „Mikil
spákona er risin upp á meðal vor“.
Engum blandaðist hugur um, að
18 S p e g i 11 i n n
þctta var sýnishom úr miklu listaverki,
og margir munu hafa óskað þess, að
kvæðið yrði birt í heild.
En Eva var ekki lengi í Paradís. Ann-
að skagfirzkt skáld, Hannes Pétursson
reis upp á afturfæturna og hreytti skæt-
ingi í skáldkonuna, og sagði meira að
segja frá þeim skandala, að á 30 ára
afmælishátíð Skagfirðingafélagsins,
hefði Sigrúnu skáldkonu verið gefnar
skítnar 10 mínútur til að flytja Átthaga-
kveðju sína. Og til að bæta gráu ofan
á svart var skáldkonan beinlínis svipt
málfrelsi, vegna þess, að eftir 20 mín-
útna skraf, var listakonan ekki komin
að flutningi ljóðaflokksins. Smásmugu-
leg ástæða! Ekki sízt vegna þess, að ef
dæma má eftir sýnishorninu í Morgun-
blaðinu, hefur 20 mínútna ræða skáld-
konunnar verið þrangin málsnilld og
mannviti.
Nei, sökin er sú, að afbrýði og öfund
hafa gripið öll hin mörgu skagfirzku
skáld, með Hannes þennan í broddi
fylkingar.
Er bágt til þess, að skáld þessi skuli
ekki geta unnt kvenskörangi sínum
sannmælis, vegna þess að hún ber
greinilega höfuð og herðar yfir hagyrð-
ingaskara sýslunga sinna.
En þeir skyldu varast að móðga slíkt
kraftaskáld, en hafa í huga máltækið
gamla:
„Enginn skyldi skáldin styggja,
skæð er þeirra hefnd.“
Lyriker Spegilsins.
OSRAM