Spegillinn - 01.04.1967, Page 19

Spegillinn - 01.04.1967, Page 19
„TÁLI BEITA OG TYLLISÝN - Mjög athyglisverð hugvekja birtist hjá Velvakanda um dag- inn, þar sem miðaldra maður ger- ir að umtalsefni svívirðilegar að- ferðir kvenfólksins nú á dögum til að véla og tæla einfalda og saklausa karlmenn út í ósóma. Oss finnst þarna svo vel og réttilega að orði komizt, að vér teljum rétt að birta kjarna grein- arinnar: „Ég man, hvað ég vorkenndi þessum stúlkum, og ég ímyndaði mér, að þessir fullorðnu karl- menn hlytu að vera mjög slæmir. En nú sé ég, að stúlkumar bara pukruðust í þá daga með það, sem þær gera blygðunarlaust í dag. Ég sé nefnilega ekkibetur en stúlkur nú á dögum vinni að því baki brotnu að tæla karlmenn- ina. T.d. þegar stúlkur klæðast síðum buxum, þá er eins og þær séu að rifna utan af þeim. Þar leynast hvorki hæðir né lægðir. Nú og ef þær klæðast pilsi, þá ná þau rétt niður fyrir nafla. Þá er það baðfatatízkan. það er auðvit- að Bikini og allra helzt eiga þau að vera, það sem kallað er topp- laus þ.e.a.s. brjóstin ber. Ef þetta er ekki að tæla veikara kynið, sem ég kalla, karlmennina, þá veit ég ekki hvað. Nýlega var ég staddur í sam- kvæmi, var þar margt karla og kvenna, allt mjög myndarlegt fóik. En þegar stúlkurnar vora setztar, þá gat nú á að líta! Það var í raun og veru eins og þær væru berar að neðan blessaðar bnáturnar, enda urðu ungu menn- irnir að fara út af og til að hvíla sig frá allri dýrðinni. En slepp- um öllu gamni, það er karlmanni hreinasta raun að sitja á móti ungri og fallegri stúlku, sem er meira og minna ber að neðan, jafnvel þótt fleiri séu viðstaddir og samkvæmið í alla staði sið- samt. Og hvað er þá til varnar, ég get aðeins ráðlagt karlmönnum að kynna sér leikritið: Menn og ofurmenni. Shaw var nefnilega karl, sem vissi, hvað hann söng. Að Iokum vildi ég beina þvi til útvarpsins, að það flytti þetta leikrit a.m.k. tvisvar enn, svo að það fari ekki fram hjá neinum karlmanni í landinu. Einn 50 ára“. SPORTVÖRUR LEIKFÖNG VELTUSUNDI 1— SlMI 18722 — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT S p e g i 11 i n n 19

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.