Spegillinn - 01.04.1967, Qupperneq 23

Spegillinn - 01.04.1967, Qupperneq 23
LÖGREGLULUBBAR Eftirfarandi andvarp birtist nýlega í Morgunblaðinu: „Kæri Velvakandi. Margir bílstjóranna á Hafnar- fjarðarvögnunum eru laglegustu menn, kurteisir og geðfelldir. En sumir þeirra mættu fara oft- ar til rakarans til að láta klippa sig. — Annars er yfirleitt hörmulegt að sjá hve margir karlmcnn vanrækja að láta snyrta á sér hárið. Þeir eru veru- lega lubbalegir. Þetta er þó aldrei jafnáberandi og á mönn- um, sem ganga í cinkcnnisbún- ingum. Sumir lögregluþjónanna í Reykjavík eru jafn sætir og bílstjóramir í Hafnarfjarðar- vögnunum, en Iíka jafn lubba- legir til höfuðsins. Þessir herr- ar þurfa að láta snyrta hárið vikulega, það þurfa reyndar all- ir karlmenn að gera. Stúlka í Hafnarfirði“. slíkt ið sama á opinberum vettvangi, t. d. þingfundum og framboðsfundum, eða jafnvel á sjónvarpi“. „Þú gætir náttúrlega prófað“, svar- aði ég, „en annars held ég að slík stell- ing mundi varla eiga vel við þinn lík- amsvöxt“. En Bjarni vildi prófa þetta strax og láta mig dæma um árangurinn. Hann kom fótunum með erfiðismunum upp á borðið, seig allur saman að ofan, svo að rétt yddi á kollinn upp fyrir borðrönd- ina. Ég var fljótur aðsjá að þessi stelling var ófær fyrir Bjama. „Éld þú ættir e kkiað gera þetta á al- mannafæri, exellence“, sagði ég, „ís- lenzkur almcnningur gerir strangari kröfur til framkomu ráðherra sinna en Bretaskammirnar, sem eru „kaghýddir langt fram í ætt“, eins og þar stendur. Einu sinni varð fyrirrennari þinn í flokksforystunni fyrir árásum út af því, að hann fór úr jakkanum á framboðs- fundi á Hvammstanga. Framsóknar- menn töldu þetta reginhneyksli. Ég held að þetta yrði of snögg breyting á hátta- lagi ráðherra“. — Bjarni féllst á þetta. Svo spurði hann mig, hvort ég hefði séð nokkuð það í enska þinginu, sem gæti orðið okkur hér til fyrirmyndar og nýj- ungar. „Það væri þá helzt bararnir og viský- ið“, sagði ég, „þingmenn virtust una séreinkar vel á þeim slóðum, og dvöld- ust þar sumir lengur en í sjálfum þing- sölunum“. „Já, þetta yrði sjálfsagt vinsælt hérna líka“, svaraði Bjarni og var hugsi. „En helvítis templararnir yrðu sjálfsagt tryllt- ir út af slíkri ráðstöfun, og Mels-Mangi mundi aldrei þola slíkt, jafnvel þótt það bætti einhverjum aururn í ríkiskassann . . . . Og — við nánari athugun held ég kannski, að þetta sé óráð. Margir þing- menneru baldstýrugir og aðgangsfrekir við vín — það sézt bezt í þingveizlum, þaðan sem menn hafa stundum komið með blátt auga og brotið nef. Og for- setar vorir eru allir litlir fyrir sér og engir skörungar, og eiga fullt í fangi með að hafa stjórn á þingheimi, þótt menn séu ófullir eða bara góðglaðir. Og hvað sagði ekki Skalla-Grímur við Egil son sinn þrévetran, þegar hann bað um að fá að fara í veizlu: „Ekki skaltu fara“, segir Skalla-Grímur, „því at þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölntenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykk- ir ekki góðr viðdkiptis, at þú sért ó- drukkinn“. „Já, þú ert sterkur í Islendingasög- unum, hágöfgi, eins og þú átt kyn til. Viðsleppum þá sprúttsölu og bar á Al- þingi, og er þó blóðugt að mega ekki brúka jafnfallegan stað og Kringluna til slíkrar skemmtunar“. KYNBOMBUR Á ALÞINGI. Forsætiss sat íhugull nokkra stund. Svo hóf hann máls: „Þú sagðir, að hún hefði verið lagleg, þessi Mansfield?“ „Já, það geturðu bölvað þér upp á! Hvílíkt hold!“ „Og þú segir, að þingmenn hafi vakn- að, þegar hún birtist?“ „Já, þeir vöknuðu svo vel, að ég ef- ast um að þeir hafi getað sofið blund nóttina eftir“. „Heyrðu mér dettur nú ráð í hug. Eru ekki margar kynbombur til hér á landi? Ég hef nú fremur lítið fylgzt með í kvennamálum síðustu árin, — hef bara ekki haft tíma til þess“. „Jú, jú, hér er til mýgrútur af kyn- bombum og fegurðardísum“. „Ja, sko, mér hefur stundum orðið gramt í geði, hvað margir þingmenn hafa dottað og jafnvel hrotið, þegar ég er að halda langar r'æður. En þama S p e g i 11 i n n 23

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.