Spegillinn - 01.04.1972, Síða 12
SMÁ AU GLÝSIN GAR
Bráðum verður byrjað að
framlengja brautina á Kefla-
víkurvelli fyrir ísl. peninga.
Febrúar-Einar.
Bráðum þurfum við að fara
að athuga, hvað eigi að gera
í þessu með flugbrautina á
Keflavíkurvelli.
Marz-Einar.
Herinn fer úr landi í áföng-
um á þessu kjörtímabili.
September-Einar.
Nú á að fara að endurskoða
varnarsamninginn og' at-
huga, hvort herinn á ekki
að fara.
Október-Einar.
Engin ákvörðun um brott-
för varnarliðsins verður tek-
in, fyrr en eftir úttekt er-
lendra sérfræðinga á mál-
inu.
Nóvember-Einar.
Engin ákvörðun um brott-
för varnarliðsins verður
heldur tekin, fyrr en alþingi
hefur fjallað um málið.
Desember-Einar.
Herinn fer kannski úr landi
í áföngum á þessu kjörtíma-
bili, og er það þó ólíklegt.
Marz-Einar.
Getum ekki tekið við fleiri
sjúklingum að sinni.
Geðverndarfélagið.
Verkalýðsfélög i launamáia-
baráttu lærið af mér. Kynn-
ið yður hinn stórbrotna ár-
angur BSRB í nýafstaðinni
launadeilu við ríkisstjórn-
ina. T/r eftir eitt ár. Hver
leikur það eftir?
Kristján Thoidaunacius.
Getum bætt við okkur fleiri
varaþingmönnum. Góð laun.
Stjórnarflokkarnir.
Ársskýrsla okkar nefnist:
„Pétur leynilögga gómar
KókaKóla þjófana".
Golfklúbbur Ness.
Þeir sem hafa aflögu gamla
báta, kofa, spýtur og fleira,
sem gott er að nota í brennu-
leik eru beðnir að hafa sam-
band við undirritaðan. Okk-
ur þykir of dýrt að láta
strákana alltaf vera að
brenna ofan af okkur sjálft
Hraunið.
Markús á Hrauninu.
Tel fram fyrir fólk alla daga.
Tryggi lægri skatta. Er hæf-
asti skattskýrsluhöfundur
landsins. Komið ítTjármála-
ráðuneytið.
Halldóre.
Viljum ráða framkvæmda-
stjóra fyrir væntanlegt skák-
einvígi. Árni Gunnarsson
kemur ekki til greina.
Skáksambandið.
Hef fengið tilboð um lekt-
orsstöðu við Sundháskóla
múrara í Svíþjóð.
Ekkert Nei Þorsteinsson. ■
Stækkunargler til sölu.
Alþýðublaðslesandinn.
Hefur engum dottið i hug,
að það hefðu verið fanga-
verðirnir, sem gerðu það.
Litla-Hraunsfangar.
I am not lousy.
Bernadetta.
Ingólfur i Útsýn er hér með
minntur á áminningu þá,
sem hann fékk fyrir illt um-
tal um mig.
Guðni í Sunnu.
Guðni í Sunnu er samt
vondur.
Ingólfur i Útsýn.
Blaðaútgefendur. Hagnýtið
yður góða þekkingu mina.
Lesið greinar minar um,
hvernig gefa eigi út blöð,
sbr. Alþýðublaðið.
Kristján Bersi.
Starfsskýrsla okkar fyrir
þetta ár kemur út á næst-
unni og ber hún heitið ,,Fé-
lagi kona“.
Menntamálaráð
Efnt verður til almennrar
söngsamkomu í öllum útsöl-
um áfengis- og tóbaksverzl-
unar ríkisins, ef næg þátt-
taka fæst. Verða þar sungin
fjárlögin árið 1972.
Halldórc
Kaupum uppgjafa blað-
snepla háu verði. Þurfa helzt
að vera á hausnum. Tökum
ennfremur að okkur vonlít-
inn prentsmiðjurekstur og
arðlitla útgáfustarfsemi.
Eigendur Dagblaðsins
Vísis.
Get útvegað SAM i um-
ræðuþætti og á mannamót.
Óli grís.
%
12