Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Qupperneq 12

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Qupperneq 12
4 STÚDENTABLAÐ 1924 og efla þjóðarhaginn. En fyrir ríflegar styrkveitingar til vísinda- og listamanna, bætt kjör mentamanna, stol'nun og við- hald sérskóla, útgáfu gagnlegra og ment- andi alþýðurita, verndun leiklistar og end- urreisn kirkjunnar, mun vakna ný menn- ingar- og þroskaöld í þjóðlífinu. En þessu marki verður því aðeins náð, að þjóðinni lærist, að herða á þeim kröf- um, er hún gerir til skilnings og manngild- is þeirra, er hún kýs að íela stjórn lands- málanna. Og þess verður vel að gæta í stjórnmálum, að miða jafnan við hag alls þjóðfélagsins, en slíta ekki ákveðnar stétt- ir eða einstaklinga út úr eðlilegu sam- hengi þeirra við heildina. — Fyrsti desember er minningardagur í sögu vorri. pann dag rennum vjer hugan- um yfir fortíð lands vors, horfum á nú- tíðina og reynum, með tilstyrk vors hug- myndaafls og í Ijósi óska vorra, að skygn- ast inn í framtíðina. Og vegna þeirra mynda, er þá blasa við oss, fögnum vér jafnan þessum degi. Thor Thors. ----o---- Fjöregg þjóðarinnar. Sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar lauk með sigri. Land vort er viðurkent full- valda ríki. Vér fögnum málalokum og minnumst þeirra ár hvert með sérstökum hátíðahöldum. En vel á við að minnast þess um leið, sem verið hefir þjóðinni drýgstur aflgjafi á liðnum öldum og mest- an þátt á í þroska vorum og framsókn. pað er tunga vor og bókmentir. pann arf höfum vér þegið af feðrum vorum og mæðrum, og skylt er oss vegna niðja vorra að gæta hans sem vandlegast og ávaxta eftir föngum. Mikils er vert, hvernig það tekst, og fagna megum vér því, að margt virðist benda á góða fram- tíð tungu vorrar og bókmenta. Snjalla rit- höfunda eigum vér og skáld í hópi menta- manna vorra, sem hverri þjóð væri sómi að. Og út um sveitir vorar eigum vér sjálí- mentaða menn og konur, sem drjúgan skerf hafa lagt til bókmenta vorra. Bestu t'ulltrúa tungunnar eigum vér ef til vill þar, og fleiri líklega en vér vitum af. Mælt mál hefi eg f'egui'st heyrt ai' vörum átt- ræðrar sveitakonu, er sögur sagði börnum. Sjálf lagði hún til efni og búning, og var snildarbragur á hvorutveggja. Rökkursög- ur mæðra vorra, þeirra, er bestri frásagn- arlist eru gæddar, mundu þykja fengur mikill bókmentum vorum, ef ritaðar væru. í fásinni sveitanna sköpuðust bókment- ir vorar í öndverðu, og enn má góðs vænta úr þeirri átt. En miðstöð íslensks bók- mentalífs í framtíðinni ætti háskóli vor að vera, og þá einkum sú deild hans, sem ætl- að er fyrst og fremst starf í þágu ís- lenskra fræða. par eiga jafnan að starfa færustu menn í hverri grein, og sjá verður um, að þjóðin öll njóti sem best. þó að lög- gjaíar vorir hafi ekki enn sýnt frábæran skilning á hlutverki þessarar deildar, má ætla, að svo verði eigi um aldur og æfi. Fyr eða síðar mun þeim skiljast, að full- veldi vort og þroska þjóðarinnar yfirleitt, styðjum vér best með því að hlynna vel að ísl. bókmentum. par lifir enn arineldur sá, er ornað hefir þjóðinni öldum saman. þangað sóttu feður vorir og mæður þrótt og djörfung til varnar í baráttu við örðug lífskjör, fátækt og einangrun. pangað eig- um vér að sækja þor og manndóm til efl- ingar íslenskri hugsun og voru unga ríki. pá munu smám saman vaxa hér upp vís- indi og listir með sérkennilegum, íslensk- um blæ, nýr aflgjafi mannvits og dáða. Grundvöllur sá, er lagt hafa feður vorir og mæður, mun traustur reynast. •— Munum jafnan, að í tungu vorri og bók- mentum er fólgið fjöregg þjóðarinnar. Finnur Sigmundsson.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.