Stúdentablaðið - 01.12.1924, Side 13
1924
STÚDENTABLAÐ
Undan brekkunni.
Lífið er fjallg'ang'a. Á unga aldri er
mönnum greitt um sporið, en er stundir
iíða, sjá þeir, að það er lengra á áfanga
en þeir hugðu í fyrstu. þá er breytt um
gang. Feðurnir gefa sonum sínum tak-
markið. þeir reyna fyrst að koma þeim í
hæð við sjálfa sig, svo er þeim skotið fram
fyrir. þeir eiga að sækja í brattann og
létta bvrðum af herðum þeirra eldri, þeg-
ar þeim daprast gangan. —
þjóðin heldur hópinn. Æfiskeið kynslóð-
anna eru aðeins spor á leið hennar. þau
liggja ýmist fram eða aftur, en þeir
fremstu ráða stefnunni.
En hvernig fer þjóðin að því, að velja
og undirbúa þá menn, sem ætlaðir eru til
að ráða auðnu hennar 1 framtíðinni, þá
sem eiga að vera forverðir menningar og
heilbrigði og troða fyrir henni brautina
inn í ónumin vonalönd?
þeir, sem nærri standa, þvkjast kunna
skil á tvenns konar foringjaefnum. Sumir
koma sjálfboðnir. það eru menn, sem
njóta brautargengis ættingja og vina.
Aðrir hafa engin fararefni nema góðan
vilja og hæfileika á ýmsum stigum. þeir
síðarnefndu verða annaðhvort að duga
eða drenast, hinir þm’fa hvorki að duga
nó drepast. þeir eru settir á peninga að-
standenda sinna. Hina setur þjóðin á
gaddinn. beir efnuðustu þurfa aldrei um
annað að hugsa en námið: þeir fátækustu
mega aldrei gefa sig alla við því. þá kallar
sulturinn. T51 að seðja hann, verða þeir að
o-e<rna annarleaum störfum allan ársins
hring, eða leita á náðir annara, eins og
örkumlamenn. Hið fvmefnda eyðir tfma
oa kröftum, hið síðarnefnda sjálfstæði,
kiarki og einurð, en hvorugt nægir til að
hfa eins og leiðtogum sæmir. Flestir
skrimta þó af, taka lögboðin nróf og ger-
ast leiðtogar. En margir þeirra eru þá
búnir að selja frumburðarrétt sinn, kjarn-
ann úr sjálfum sér, fyrir mat, og verða
fyr eða síðar fótakefli eða byrði á þjóð-
inni.
Oft er kvartað um það, að mentamenn
séu of margir með þjóð vorri. það er mála
sannast. þeir kroppa nú augun hver úr
öðrum og þjóðinni. En góðir mentamenn
eru of fáir. þjóðin kann ekki að ala sér
höfðingja. það er of margt af vanmenn-
um með embættisprófi, mönnum, sem eru
orðnir að gagnslausum beygjum, af því að
hafa lifað á horsnöpum alla sína skólatíð,
og mönnum, sem hafa verið beygjur frá
fæðingugen haldið til jafns við sér betri
menn með fjárafla og heppilegra uppeldi.
þjóðin spyr ekki eftir því, hvernig hún
fái best hagnýtt sér krafta barna sinna,
en einstaklingarnir kjósa helst þær stöð-
ur, sem vænlegastar eru til að rýja þjóð-
ina. þeir þurfa að gefa sér tóm og matfrið
eftir sultarárin. þeir, sem ná völdum,
fljúgast á um æti. Viðhorfið er breytt.
þjóðin verður að bera foringja sína í stað
þess að þeir létti henni gönguna. þjóðin
aflar en þeir njóta. En á meðan gengur
hún jöfnum skrefum undan brekkunni.
Ól. Marteinsson.
----o-----
Myndin á fyrstu síðu er hugsuð og
teiknuð af Tryggva Magnússyni listmál-
ara, Skólavörðustíg 88. Hann tekur að sér
að teikna mynd.ir og auglýsingar.
MENSA ACADEMICA
mötuneyti stúdenta
Lækjargötu 2, sfmi 1292
selur fæði fyrir sannvirði og venjulegar
veitingar allan daginn.
«illilllllllllllUII!U»