Stúdentablaðið - 01.12.1924, Qupperneq 15
1924
STÚDENTABLAÐ
7
En hann hefir ekki látið hér við sitja.
Tvær rausnargjafir hefir hann og frú
hans, Katrín Skúladóttir, fært Læknadeild
TTáskólans.
Hina fyrri veturinn 1919, í minningu
þess, að þá hafði hann í 25 ár haft kenslu
á hendi. Var hún að upphæð 2500 krónur
og skyldi vöxtum þeirra vera varið til að
styrkja læknisfræðisnemendur til bóka-
kaupa.
Síðari gjöfina færði hann og frú hans
Læknadeildinni árið 1922. Var hún að upp-
hæð 50.000 krónur og hafa þau hjónin
mælt svo fyrir, að með því skuli stofna
sjóð, er heiti: ,,Minningarsjóður prófess-
ors Guðmundar Magnússonar og konu
lrans Katrínar Skúladóttur“. J)egar sjóður
þessi er orðinn 100 þús. krónur, skal
verja vöxtum hans til:
1. að styrkja ísl. kandídata í læknis-
fræði eða ísl. lækna til undirbúnings undir
kennaraembætti í læknisfræði við Lækna-
deildina.
2. að styrkja og efla ísl. vísindastarf-
semi.
J)essa miklu rausn, sem sýnir, hve mikla
umhyggju próf. Guðm. Magnússon bér
fyrir Háskólanum og hinni íslensku
læknastétt, finst oss háskólaborgurum
skylt að þakka á þessum degi.
Og þjóðin þakkar honum fyrir hans
miklu læknisstörf og viðleitni til að skapa
nýta og dugandi læknastétt í landinu.
Sunnudaginn 28. þ. m., nokkrum dögum
eftir að þessar línur hér á undan voru rit-
aðar, barst sú óvænta sorgarfregn út um
landið, að nú væri þessi ágæti merkismað-
ur fallinn frá.
Hversu mikils vér eigum þar á bak að
sjá vita þeir best, er þektu próf. Guðmund
mest.
Og vér, sem höfum notið kenslu og leið-
sagnar hans um lengri tíma, erum þakk-
látir fyrir þær mörgu gleði- og lærdóms-
ríku stundir, sem vér höfum haft hjá hon-
um og umfram alt þökkum vér fyrir, að
hafa fengið að kynnast öðrum eins manni
og hann var.
Minning hans er okkur dýrmæt og hana
munum vér geyma og varðveita, svo lengi
sem okkar nýtur við.
---o----
Nýjnm stúdentum faúnocV
Ræða Lndv. Guðm. flutt í Iðnó 25. okt. 1924.
Kæru nýju félagar og vinir!
Mér finst eg hafa skyldur við alla, ykk-
ur sem aðra, og eg gerði rangt, ef eg þegði
nú og segði vkkur eigi frá þeirri dýr-
keyptu, dýnnætu reynslu, sem eg hefi
fengið á þeirri braut, sem þið haldið nú
inn á. Og eg vil vera hreinskilinn við ykk-
ur, eins og eg væri að tala við sj álfan mig,
og segja það eitt, sem eg veit sannast og
nöfugast.
Vinir mínir! þið eruð frjálsir menn!
þið njótið hins akademiska frelsis! En
hvað er það? Er það frelsi til þess að lifa
og njóta, eins og þau orð eru vanalega
skilin? Er það frelsi tiT þess að fullnægja
hverri fýsn og girnd, sem skýtur upp í
huga vkkar? Er það frelsi til þess að
„fljóta sofandi að feigðarósi"?
Nei og aftur nei! — Hið akademiska
frelsi er göfugur arfur — heilög gjöf til
þin! þú ert frjáls! Hinn akademiski heim-
ur stendur þér opinn. Lyklavöldin að öll-
um hirslum hans eru fengin þér í hendur.
þú ert frjáls að því að nota alt, sem hann
á, til þess að þroska anda þinn og lyfta
honum hærra siðferðilega. þetta er hið
akademiska frelsi!
Alt þitt líf er auðnuleit. En mundu:
hamingjan er ekki fólgin í auð fjár, ást-
arnautn og víni, né heldur í bóklegum lær-
dómi. þú getur átt og notið alls þessa, og
samt verið hamingjusnauður. Á þessa leið