Stúdentablaðið - 01.12.1924, Side 16
STÚDENTABLAÐ
IÍH!4
8
seg'ir í „Skapgerðarlist", líklega þörfustu
bókinni, sem lengi hefir komið hér út.
Hamingja þín er fólgin í því að eiga
trausta, tignarlega og fagra skapgerð.
þinn innri maður ert þú sjálfur. Alt ann-
að er skammgott og hverfult. ÖU gæði þau,
er heimurinn býður, eru þér lánuð og þú
verður að láta þau eftir liggja, er þú hverf-
ur héðan. Sál þín ert þú sjálfur; hún er
það eina, sem lifir líkamsdauðann af og
lifir eilíflega. Hún verður eigi metin af
klæðum líkama þíns.
„Hvað stoðar það manninn, að eignast
allan heiminn og fyrirgera sálu sinni ?“ Sú
sál, er hér ræðir um, er ekki í sálarfræð-
inni þinni. Sálarfræði „sálarfræðinganna"
er sálarlaus.
Að baki þér er eilífð — og framundan
þér er eilífð. þér ber því að miða alt við
eilífðina! Hún er grunn sú hugsun og
aumkunarverður sá maður, sem miðar alt
við augnablikið — og jafnvel öll líkams-
æfi þín er augnabliki minni hjá eilífðinni.
Einu sinni var auðugur veitingamaður á
gangi; á förnum vegi fann hann gömul
gleraugu. Af rælni tók hann þau upp og
setti þau á nef sér. Alt breyttist fyrir sjón-
um hans. Hann starði undrandi á menn-
ina, sem hann mætti. Hann sá í gegn um
þá; hann sá sálir þeirra. Fátækur bein-
ingamaður rétti fram hendina og beidd-
ist ölmusu. „Hví beiðist bú ölmusu, sem
ert ríkur?“ svaraði auðmaðurinn. Hann sá
sál en eigi tötra beiningamannsins. En
hvernig var hans eigin sál? Hann skund-
aði heim og leit í spegil, en rak upp skelf-
ingaróp, er hann sá sál sína horaða og
hnýtta híma f hugskoti sínu. „Bölvuð gler-
augu!“ hrópaði hann og þeytti þeim út um
opinn gluggann.'
Vinir mínir, leitið gleraugna veitinga-
mannsins, en fleygið þeim ekki aftur frá
ykkur. Horfið óhræddir framan í veruleik-
ann. Lærið að þekkja ykkur sjálfa!
pið ætlið ykkur mikið. Ykkur er mikið
gefið og mikils verður af ykkur krafist.
þið ætlið að leiða heila þjóð. Hún treystir
ykkur. Af vanefnum sínum veitir hún ykk-
ur ríkulega. Hún gefur ykkur þá bestu
fræðslu, sem hún á ráð á. Hún mætti þó
gera betur við vkkur en hún gerir; en hún
skilur ekki enn sjálfa sig né sinn eiginn
hag. Ykkar er að opna augu hennar en
ekki að vanþakka það, sem vel er gert.
þið genguð allir sama veg.Nú skilja leið-
ir. og þó liggja þær allar að einum stað,
eins og í æfintýrinu um ríka konungsson-
inn og fátæka drenginn, sem leituðu klukk-
unnar f skóginum og fóru ólíkar leiðir, en
mættust að lokum á sömu hæðinni.
þú ætlar þér að verða læknir! Mundu:
um leið og þú hófst nám þitt, sórst þú
bess dýran eið, að helga k æ r 1 e i k a n-
u m krafta þína, græða mein náunga þíns,
bægja á burt og berjast á móti öllu, sem
lamar, sýkir og særir hann.
Vei þeim lækni, sem gerist eiðrofi! Vei
þeim lækni, sem nokkru sinni vanrækir
sk.vldu sína eða byrlar öðrum það, sem
skerðir heilbrigði hans! Vei þeim lækni,
sem metur kærleikann til fjár!
þú, sem nemur lög, hefir svarið þess
eið að þjóna r é 111 æ t i n u, láta það ráða
öllum dómum þínum án tillits til afleiðing-
anna fyrir þig eða aðra. Vei þeim lög-
manni, sem nokkru sinni bregður af þeirri
braut! Vei þeim lögmanni, sem sjálfur
brýtur þau lög, sem hann á að gæta!
þú, sem ætlar þér að stunda fræði-
mensku, hefir svarið sannleikanum
hollustu þína. þú hefir lofað að hlýða boði
hans og lúta honum, hversu sárt, sem það
stundum kann að verða. Vei þér, ef þú
bregðst konungi þínum!
En þú, sem ætlar þér að gerast kenni-
maður og andlegur leiðtogi þjóðarinnar,
hefir þó valið erfiðasta hlutverkið og
ábyrgðarmesta. Dýrastan eiðinn hefir þú
svarið, þann: að feta í fótspor
K r i s t s.