Stúdentablaðið - 01.12.1934, Page 5
STUDENTRBLRÐ
Reykjavík, 1. desember 1934
Atvinnudeild Háskólans
Vér Islendingar hugsum of sjaldan nógu
alvarlega um það, hversu örðug afstaða
vor, sem sjálfstæðrar þjóðar, í raun og veru
er. Vér búum í landi, sem að vísu er auð-
ugt að ýmsu leyti og gjöfult, en þó liggur
rorður undir heimskautsbaug og er því
í'astheldið í gæði sín, svo að kostnaðarsamt
og örðugt er að afla þeirra. Vér erum fá-
menn þjóð og höfum eigi það bolmagn í
viðskiptum vorum við aðrar þjóðir, sem
fjölmennið veitir mannfleiri þjóðum. Vér
getum eigi varpað áhyggjum vorum upp á
neina aðra þjóð, vér verðum að bera þær
sjálfir og reyna að bjarga oss af eigin
rammleik. Tímarnir eru nú sem stendur
i.rðugri smáþjóðunum en nokkru sinni fyr,
því að í rauninni geisar nú hið grimmasta
stríð uni allan heim, þótt eigi sé barizt með
hervopnum, meira stríð og illvígara en áð-
ur hefir þekkst, viðskiptastríðið, sem á fá-
um árum hefir minnkað verzlunarviðskipti
þjóðanna um tvo þriðjunga og sverfur fast
jafnvel að hinum auðugustu þjóðum. Vér
höfum fengið að kenna á því eins og aðrir,
og allar líkur benda til þess, að vér höfum
enn eigi kennt á því til fulls. Þó er nú svo
komið, að báðir aðalatvinnuvegir vorir
standa mjög höllum fæti. Bændurnir hafa,
svo að hundruðum skiptir, orðið að f á uppgj öf
á skuldum sinum', og útgerðarmennirnir
þurfa þess einnig, margir hverjir. 1 við-
skiptastríðinu er bolmagn vort lítið. Fá-
menn og einangruð þjóð á þar örðugt um
vöm.
Þó að allt væri með kyrrum kj örum í heim-
inum1, þá mundi líklega engri þjóð vera
Próf. Ólafur Lárusson.
meiri þörf á varfærni og hagsýni en oss.
Eins og nú er ástatt er það lífsskilyrði. Ég
fæ ekki skilið, að nokkrum heilvita manni
geti verið það dulið, að með sama áfram-
haldi og verið hefir um hríð á atvinnuhátt-
um vorum, er stefnt að óhjákvæmilegu
fjárþroti. Sjálfsfon-æði vorf er þá úr sög-
uimi og menningarviðleitni sú, sem þjóðfé-
lagið hefir verið að reyna að halda uppi að
undanfömu, leggst þá að miklu leyti niður.
Það er víst, að ef vér eigum að geta
gert óss nokkra von um að standast þá eld-
raun, sem nú gengur yfir, þá verðum vér
að gæta hinnar frekustu hagsýni í atvinnu-
lífi voru, vér verðum að reyna að læra að
Ivagnýta gæði landsins sem bezt með sem
minnstum kostnaði og fyrirhöfn og þannig,
að sú öflun sé serri öruggust. Til þess verð-