Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 6
2
STÚDENTABLAÐ
um vér að þekkja sem bezt þau skilyrði,
sem atvinnulíf vort er háð, náttúruskilyrðin
fyrst og’ fremst. Fákunnáttan er dýr á því
sviði, ekki síður en annarsstaðar. Aðrar
þjóðir, seni miklu eru öflugri en vér, hafa
fyrir löngu lært það, að vísindin eru at-
vinnulífinu til ómetanlegrar styrktar. Þær
verja árlega stórfé til hagnýtra rannsókna
og fá það fé endurgoldið margfaldlega. Vér
höfum litla rækt lagt við slíkt hingað til,
en vér höfum ekki ráð á að vanrækja það
miklu lengur. Rannsóknir annarra þjóða
koma oss eigi að haldi nem'a að nokkru
leyti. Landshættir eru hér svo sérkennileg-
ir í mörgu, að innlendar rannsóknir einar
koma að gagni,
Slíkar rannsóknir koma því aðeins að
gagni, að þær séu með fullkomlega vísinda-
legu sniði. Menn kunna ef til vill að draga
það í efa, hvort oss séu slíkar rannsóknir
færar, hvort vér eigum völ á nógum1 mönn-
um til þeirra, og hvort vér getum gert þá
svo úr garði að nauðsynlegum áhöldum, að
þeir geti unnið eins og með þarf. Ég ætla,
að um hvorugt þetta sé ástæða til að
efast. Sú litla reynsla, sem þegar er fengin
hér á landi í þessu efni, sýnir það.
Vér búum! við auðugustu fiskimið jarð-
arinnar. Vér höfum hingað til verið næsta
tómlátir um vísindalegar rannsóknir á þess-
ari gullkistu vorri, á lífsskilyrðum nytja-
fiskanna og á hagnýtingu þeirra afurða,
sem fiskimiðin gefa. Um aldamótin síðustu:
vorum vér svo heppnir að eignast ágætan
og áhugasaman visindamann í fiskifræði,
dr. Bjarna Sæmundsson. Honum var veitt-
ur lítilsháttar styrkur til fiskirannsókna,
styrkur, sem tæplega mun hafa hrokkið fyr-
ir íerðakostnaði hans árlega. Ilonum1 var
ætlað að hafa þessar rannsóknir í hjáverk-
um og ekki séð fyrir neinum vinnutækjum.
Þrátt fyrir þetta, er víst óhætt að segja, að
það fjárhagslega gagn, sem fiskveiðar þjóð-
arinnar hafa haft af starfsemi dr. Bjarna,
sé ómetanlegt. En hitt er í rauninni
hörmulegt, að hugsa til þess, hversu miklu
meira sá maður hefði fengið áorkað, ef
liann hefði haft viðunanlega aðstöðu til þess
að vinna að rannsóknum sínum. Nú höfum vér
eignast ungan og ötulan vísindamann á þessu
sviði, mag. Áma Friðriksson, sem þegar er
búinn að sýna, að hann hefir bæði hæfileilta
og áhuga til að afreka mikið í þessum efn-
um, og vonandi nýtur hann betri vinnu-
skilyrða en fyrirrennari hans.
Öldum saman hefir bráðapestin drepið
sauðfé bænda í þúsundatali árlega. Er það
eicki lítill skattur, sem sá sjúkdómur hefir
heimt af bændum landsins ár hvert, þar til
vísindin komu til sögunnar og fundu upp-
tök sýkinnar og ráð við henni. Tjónið, semi
bráðapestin gerir nú, er hverfandi móts við
það, sem áður var. Islenzk vísindi hafa átt
sinn mikla þátt í því, að vinna bug á þeim
vágesti. Próf. Niels Dungal hefir fundið
bóluefni við bráðapest, sem tekur hinu er-
lenda bóluefni, er áður var notað, stórum
fram. Hversu mikill gróði bændunum hefir
stafað af þessum rannsóknum, sést Ijósast
af því, að skýrslan sýnir, að af fé, sem bólu-
sett er með bóluefni próf. Dungals, drepst
aðeins Vn%, af fé bólusettu með erlendu
bóluefni 2% og af óbólusettu fé á sóttnæm-
isaldri 40—50%. Þetta eru tölur, sem tala, og
sýna það svart á hvítu, hversu mikla fjár-
hagslega þýðingu slíkar rannsóknir geta haft.
Próf. Dungal hefir auk þess fundið meðöl
við tveimur öðrum1 hættulegum sauðfjár-
sjúkdómum, sem mikið tjón hafa gert, og
menn stóðu áður ráðalausir gegn, lungna-
pestinni og ormaveikinni. Við lungnapestinni,
sem hvergi hefir verið rannsökuð nemá hér,
fann hann bóluefni, sem1 reyndist nálega
óbrigðult, og við ormaveikinni meðal, sem
að vísu aðeins hefir verið reynt eitt ár, en
reynzt hefir ágætlega.
Þetta sýnir, að unnt er að gera slíkar
rannsóknir hér, og að þær borga sig marg-
faldlega. Vér þurfum eigi að óttast, að vér
höfum eigi menn til þeirra, m. a. eru marg-
ir ungir menn héðan í þann veginn að
ljúka vísindalegu námi erlendis í þeim