Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 10
G STÚDENTABLAÐ :um, sem greiðast eiga á næstu 5 árum, ca. 29 þús. kr. Kostnaður við bygginguna hefir orðið sem hér segir: Byggingin, múr. og naglföst, mun hafa kostað ca. 246 þús. kr. Hús- gögn 1 Garðinn ca. 31 þús., eða kostnaður samtals 277 þús. kr. Vantar því nokkuð á, að Garður verði skuldlaus, þegar hann er kominn upp, og væri vonandi, að Alþingi sæi sér fært að ábyrgjast annað lán í viðbót fvrir Garð, þar sem ríkið er ekki í ábyrgð íyrir nema 50 þús. kr., en á fjárlögum und- anfarinna ára hefir verið allt að 100 þús. kr. ábyrgðarheimild til Garðsins. Stjóm Garðs, sem þó mun eiga að breyta að einhverju leyti, skipa 5 menn: Prófessor- arnir Niels Dungal og Asmundur Guðmunds- son, kjörnir af Háskólaráði, Gunnlaugur Einarsson læknir, formaður, tilnefndur af lcennslumálaráðherra, Ólafur P. Jónsson og Eggert Steinþórsson, valdir af Stúdenta- jáði Háskólans. Stjornin úrskurðar hverjir liljóti garðvist og- ræður starfsmenn Garðs- ins. Garðprófastur er Gústav Pálsson verk- Séð eftir gangi á fyrstu hæð r 1 Cambridge Eins og háskólastúdentum mun kunnugt,' fórum við sex stúdentar frá Háskólanum, 2 stúlkur og 4 piltar, til Englands í maí s. 1. samkv. boði, sem Háskólanum barst frá tvennum enskum stúdentasamtökum. 9 daga dvöldum við í Cambridge sem gestir fé- lags: ,,The Cambridge University Coun- eil for the Entertainment of Foreign Students“. Félagsskapur þessi var stofnað- ur fyrir tíu árum í því skyni, svo sem nafnið ber með sér, að auka kynni við er- lenda stúdenta með þeim hætti, að bjóða á hverju háskóla-„term“ stúdentum frá ýms- um löndum til nokkurra daga dvalar í borg- inni. 10 daga dvöldum við í London á veg- um N. U. S. („National Union of Students"), sem meðal annars vinnur að því sama og með mjög líkum hætti og félagsskapur sá, er fyr er nefndur. Báðar þessar stofnanir njóta aðstoðar ýmissa góðra borgarbúa við hýsingu boðsstúdenta og dvöl. Var dvölinni þannig háttað, að við bjuggum 3—4 daga, og stundum lengur, í einu hjá hverri fjöl- skyldu, en máltíða neyttum við ýmist í stúd- tntagörðunum eða á heimilum einstakra manna. Sem þátttakanda, í för þessari hefir verið til þess mælzt við mig, að ég skrifaði nokk- ur orð um ferðalagið yfirleitt, en ég mun þó aðallega lýsa dvölinni í Cambridge-há- fræðingur. Bryti er Jónas Lárusson og dyravörður Kjartan Lárusson. Þótt stúdentagarðurinn sé nú kominn upp, íoega stúdentai- ekki Jcggja hendur í skaut sér og álíta, að takmarkinu sé náð, heldur hafa það hugfast, að þetta er aðeins hjalli á leiðinni, og enn eru margir stúdéntar, sem þarfnast ódýrara húsnæðis, og því nauðsyn- legt að lyfta öðru grettistaki til, því að fyrst, þegar hægt er að sjá öllum stúdent- um fyrir ódýru húsnæði, er takmarkinu náð. E. S.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.