Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐ 7 skólanum og stúdentalífinu, eins og það kom mér fyrir sjónir þennan stutta tíma, sem óg dvaldi í bænum, enda býst ég við, að mörgum stúdentum leiki helzt hugur á að heyra eitthvað um lænna fornfræga háskóla Englands. Háskólinn í Cambridge er með elztu há- skólum heimsins, nokkru yngi-i en háskól- inn i Oxford, en hann og háskólinn í París og Bologna eru taldir elztir. Það er um há- skólann í Cambridge eins og elztu háskól- ana yfirleitt, að það verður ekki sagt með vissu, hvenær hann verður til. Fyrsti stúd- fcntagarðurinn, Peterhouse College, var stofnaður 1284, en löngu fyrir hanr. tíma fara sögur af einskonar vísi til hess, er síðar varð af stofnun sú, er nú er nefnd University of Cambridge. Sjálft orðið Uni- versity (lat. universitas) var upphaflega aldrei notað eitt sér, heldur ætíð í sam- bandi við önnur orð, svo sem: „university of scolars“, ,,university of study“, og sama er um orðið „college“, sem er heiti á stúdenta- görðunum. Smám saman fjölgaði stúdenta- görðunum, og að sama skapi efldist háskól- inn. Lengi fram eftir öldum átti hann í ein- lægum erjum við borgina, heimtaði skatt- frelsi stúdentunum til lianda, lögsögu yfir heim og gerðist á mörgum sviðum all yfir- g'angssamur. Þessar deilur hafa nú fyrir löngu verið jafnaðar með lögum, enda gafst háskólinn upp við að halda til streitu kröf- unni um lögsögu yfir stúdentunum, en hún var aðal deiluefnið. Háskólinn er sjálfseignarstofnun og al- gjörlega óháður ríkinu. Hann samanstendur af 17 stúdentagörðum. Kvenstúdentagarðar eru tveir. Það var ekki fyr en laust eftir síðustu aldamót, að konur fengu aðgang að fyrirlestrum og prófum háskólans. Stúdenta- fjöldinn er nú vanalega 5—6 húsund, har af um 10% kvenstúdentar. Yfirstjórn háskólans er í höndum háskóla- ráðs (senate). Stúdentarnir skiptast í tvo flokka, „undergratuates“, sem ekki hafa tek_ ið próf, og ,,gratuates“, sem lokið hafa prófi. Hver stúdentagarður hefir sitt kennaralið, og' eru heir nefndir ,,fellows“. Þeir stjórna stúdentagarðinum og kjósa yfirmann hans (Master) æfilangt. Eftir hriggja til fjög- urra ára nám taka stúdentarnir próf, sem veitir heim titilinn B. A. (Bachelor of Arts). Eftir önnur 3 ár geta heir svo fengið titilinn M. A. (Master of Arts). Há- skólaárinu er skift í 3 „tenns“ — með fríum á milli, lengstu um hásumarið. Allir háskólastúdentar eru skyldir til að búa á stúdentagörðunum. Að vísu er nú svo kom- ið, að stúdentagarðarnir geta ekki hýst all- an námstímann hann fjölda stúdenta, sera há sækir, og hefir há verið tekið upp hað )áð, að leyfa stúdentum að búa úti í bæ, oft- ast hjá fullorðnum konum, sem verða að hafa fengið leyfi háskólans til hess að hafa stúdenta í húsum sínum. Allir stúdentarnir búa hó nokkurn tíma, 1—3 ár af námstím- anum, á sínum stúdentagarði. Stúdentagarðamir, sem eru með fegurstu liáskólabyggingum heimsins, eru aðalprýði bæjarins. Ibúatala hans er um 60 hús., og á síðari öldum hefir hann aðallega átt há- skólanum að hakka vöxt sinn og viðgang. Landslag umhverfis bæinn er flatt og til- komulaust. Skiptast á engi og akrar með limgirðingum á milli, en trjáraðir meðfram vegum og ánni. Stúdentagarðamir eru vana- lega byggðir í hyrpingu utan um ferhyrnt svæði (court), og er svo bætt við nýjum courts eftir hví sem húsnæðishörf stúd- entagarðsins eykst. Margar eru bygging- amar ævagamlar, t. d. stendur enn nokkur liluti af hinni upprunalegu byggingu Peter- house College. í elzta hluta bæjarins eru göturnar víð'a mjög hröngar með gömlum óbrotnum íbúðarhúsum, sem undirstrika glæsileik stúdentagarða og kirkjubygginga. Á bökkum árinnar Cam, sem bærinn dreg- ur nafn af, liggja ’5 af stúdentagörðunum. Framhliðamar, sem að götunni vita, eru með svipmiklum, rammgerðum hliðum, en á bak við há rennur Cam, lygn og friðsæl. Á aðra hönd gnæfa hinar fornu byggingar, og

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.