Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 14
STÚDENTABLAÐ
10
Helgi Sveinsson frá Hraundal:
Fór
Einn sóllítinn morgun í september
lá sumarið tárvott á bæn
um skærara sólskin og lengra líf,
svo laufblöðin héldist græn.
])á fundu þau fyrst hvors annars ást,
og arminn um hana hann lagði.
þar kyssti hann loks hennar lokaða munn,
hún leit til jarðar og þagði.
En í hennar bládjúpu augum,
er ástin snart hana fyrst,
var undarleg sorg yfir einhverju því,
sem aldrei hún hafði misst.
þau hittust oft, en i atlotum hennar
var einhver varfærni, hik og fát.
Hún elskaði hann, en hún hugsaði máske,
að helgidóm hæri að snerta með gát.
En ást hans var heit og ástríðuþrungin,
og eldur brann í hans ríka geði,
í máttugu eðli hans öfgarnar börðust,
sem eitthvað stórt v<æri jafnan í veði.
Hún hlustaði oft bæði hrifin og kvíðin
á hugsjónamál hans til frelsis og þarfa,
þá fannst henni, að hún myndi
hefta för hans,
er heimurinn kallaði á sál hans til starfa.
„Ilvað er ég á móts við hans
hugsjónahæðir“,
hún hugsaði margoft með sárum kvíða,
,ég get ekki heimtað hann handa mér einni,
hans hlutverk er þar, sem milljónir stríða“.
Hann sá aldrei hennar sálarkvalir
né sorgirnar í hennar hvita barmi.
Hún gaf honum allt, hún varð ástríðumeiri,
jafnt yfirbuguð af sælu og harmi.
það var eitt kvöld, hún var fölleit og fálát
með ferskar hamingjustundir í minni;
liún sagði: „Eg má ekki haldaþérhjámér,
ég hindra þín stórvirki i framtíðinni.
n i n
Já, þú átt lampa, sem lýst getur öðrum
og leitt þá, sem bágt eiga á götu þinni.
Eg tek frá þér og þeim þá gæfu“; —
)iún þagnaði og lokaði tárin inni.
„Nei“, sagði hann, „góða, ég fer ekki frá þér
inig furðar á hversu þú um þetta biður.
Mig varðar lítið um heimsmenning hinna,
hvað, hugsjónir mínar, ég læsi þær niður!"
Hann vantaði auð, svo hún verið gæti
um veröld alla í fvlgd með honum,
og heima lá martröð á menningunni,
og margur var umkiángdur dauðum vonum.
þá nótt lá hún andvaka kramin og kvalin,
liún hvislaði að sjálfri sér stynjandi
af ekka:
„Minn einkavin ég úr álögum leysi,
þótt eitraðan bikar ég verði að drekka.
Eg verð að knýja hann áfram, áfram
i i 1 ódauðlegs verks, þar sem hinir stranda,
og hvað er það, þótt ég gráti og gleymist,
ef gef ég heiminum. stóran anda?“
Einn kaldan og gráhvítan morgun í marz
varð mönnunum tíðrætt um snjó,
og ýmsir töluðu um atvinnuleysi,
en aðrir um rok á sjó.
þá fékk hann að síðustu frá henni bréfið
með fregn um, að ást hennar væri búiri,
hún sagði, að hann mætti hata hana,
því hún væri bráðum ti) annars flúin.
Hún skrifaði: „Vertu nú viljasterkur,
allt veltur á því, hvað þú reynist gleyminn.
Eg liið, að þú minnist mín aldrei oftar,
svo er ég dáin, — en þú átt heiminn".
það var ekki satt, sem hún sagði honum
um samvistir hennai- með öðrum manni.
Hann trúði því samt, því hann sá hana eklci
né sál hennar auða sem kirkju í banni.
♦