Stúdentablaðið - 01.12.1934, Page 15
STÚDENTABLAÐ
11
Svo færði hún öld sinni fórnirnar þungu
og fannst sem hún stæði á eyðihjarni.
Hún bað hann að sjá, hversu
sjálfselsk hún væri,
hitt sagði hún ekki ■— hún var með barni.
Einn dag í apríl var moldin mjúk,
og morgunþoka á grund. —
Einn dag í apríl var akkerum létt
á útleið um grænblá sund.
þar stóð hann á þiljunum
viljalaus, vonlaus.
Hvað var liann að syrgja það
léttúðarkvendil
Hann sá hana fyrst,
þegar lagt var frá landi,
hún leit á hann brosandi og veifaði hendi.
þann dag lagðist særinn
sem sárbeittar eggjar
á sverði á milli hjartna tveggja,
og vorsins sólslcin varð sársauki tómur
í svefnlausum andlitum þeirra beggja.
Hún eignaðist son, það var aleiga hennar,
i augum hans lá hennar síðasti kraftur. —
F.n kreppa og hungur herjuðu landið,
lil hennar kom neyðin, er vetraði aftur.
A meðan vinurinn hennar horfni
varð hetja í barátt.u fyrir marga,
................................................
í vöggunni litlu lá heimurinn hennar,
sem hún varð með einliverjum fórnum :
að bjarga. :
Hún seldi sín klæði, sinn líkama að lokum, ;
svo langt var hún komin,
hún fór þá svonal •
A hrímköldum nóttum
í hálfauðum strætum *
sást hungruð móðir sem vændiskona.
En hann, sem hún sleit út úr hjarta sínu, :
sem hélt honum líkt og i þröngri stíu,
hann varð sá, er fyllti stórborgar-strætin
með sterkum þyti af mannkyni nýju.
En hún var forsmáð og fyrirlitin,
og feimin við barnið sitt :
varð hún stundum, •
það minntist þess óglöggt á æfinni síðar,
live eyðilcg kom hún af næturfundum.
það liðu ár — og einn desember dag
lá dökkvi um hafsins ós, •
þá var hún lögð inn á líkskurðarstofu
sem lik af einhverri götudrós. •
•
þar krufðu þeir iíkamann, líf hennar ekki, •
og leifarnar moldin örmum vafði. •
það vissi enginn hvað vændiskonan
veröld þessari gefið hafði. :
..............................................
Nokkur orð um
sjálfstæði íslands
[Höfundur þessai’ar greinar, Bruno Kress, er
þýzkur stútent, sem leggur stund á íslenzkunám
hér við háskólann].
Mörgum útlendingi bregður í brún, er
hann kemtir til íslands og verður þess var,
að landið svarar ekki nema að sáralitlu leyti
l 1 þess, sem hann hafði gert sér í hugar-
lund. Að vísu hafa ýmsir gestir landsins
heyrt þess getið, áður en þeir heimsóttu
það, en sjaldnast svo, að það gæfi rétta
hugmynd um eyjuna eins og hún er nú á
tímum. Það eru margir, sem gerðu sér von-
ir um að finna hér land drauma sinna, land
hetjuskapar og manndáðar löngu liðinna
tíma. En þeir munu fljótt hafa komizt að
raun um, að hamingjuna var hvorki
að finna í Atlantshafi né annarsstaðar í
heiminum. Slíkir menn verða fyrir von-
brigðum — og því fer betur. Island er ekk-
ert sögulegt ruslaherbergi, heldur er það
iifandi land, sem berst fyrir sjálfstæði sínu
rneðal þjóða heimsins, eins og hvert annað
land, sem hefir sjálfstraust. Hversu hörð
þessi barátta er, dylst þeim ekki, sem hafa
lengri viðdvöl liér en svo, að þeir geti
skroppið skemmtiferð að Grýtu og Þing-
völlum, eða ef til viil farið fótgangandi um
landið. Það dugar ekki heldur að geta þakk-