Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Page 19

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Page 19
STÚDENTABLAÐ 15 Hagsmunamál Fæstir þeirra stúdenta, sem nám stunda við Háskólann og heima eiga utan Reykja- víkur, eru svo efnum búnir, að þeir geti kostað sig hér á veturna án þess að sinna einhverjum aukastörfum. Eins og nú er ástatt, er full illt fyrir menn, sem eru óbundnir, að fá nokkuð að gera, hvað þá stúdenta, sem nokkurn liluta dagsins verða að hlýða á kennslu við Háskólann og búa sig undir næsta dag og hljóta því að reyna a'ð útvega sér eitthvert það starf, sem þeir geta að nokkru eða öllu leyti ráðið um á hvaða tima dags er unnið. Af þessum ástæð- um og svo af því, að þeir hafa þegar aflað sér nokkurar almennrar þekkingar, verður flestum að leita eftir einhvers konar kennslu. Sumir kenna fyrir fæði, sem kallað er, þ. e. kenna á heimilum hér í bænum ákveðinn stundafjölda á dag og fá að launum fæoi sitt. Aðrir hafa einkatíma gegn peninga- greiðslu og nokkrir stundakennslu við ýmsa skóla bæjarins. Til eru þeir háskólastúdent- ay; sem hafa önnur aukastörf á hendi en kennslu, t. d. skrifstofustörf, en þeir eru fáir. Reynslan hefir sýnt, að margir fátækir stúdentar við Háskólann eru svo óheppnir að fá enga eða allsendis ónóga kennslu á haustin. Einkum á þetta við um þá stúd- enta, sem í fyrsta sinn koma til Háskólans og eru ókunnugir í bæuum og hafa þar af leiðandi óhæga aðstöðu til þess að afla sér kennslu. Þessir menn eiga oft um tvennt að velja, að safna skuldum unz úr rætist eða hverfa frá námi. Flestum ætti að vera ljóst, að hér er um svo mikið hagsmunamál stúdenta að ræða, að eitthvað verður að gera til þess að bæta úr þeim vandkvæðum, sem á eru. Iiér við Háskólann hefir verið svo nefnd „Upplýsingaskrifstofa stúdenta“. Starf henn- ar hefir aðallega verið í því fólgið, að veita stúdentum og stúdentaefnum ókeypis upp- lýsingar um nám við erlenda háskóla. Til þessarar skrifstofu hefir Alþingi veitt fé nokkurt, og er formaður hennar launaður af því. Upplýsingaskrifstofan er að vísu gagnleg þeim, sem í hyggju hafa að stunda nám erlendis, en háskólastúdentum hér er hún gagnslaus, eins og hún er starfrækt nú. Það virðist einsætt, að skrifstofa þessi gæti einnig haft á hendi það hlutverk, að útvega stúdentum við Háskólann kennslu og aðra vinnu (t. d. skrifstofustörf og þýðing- ar) á veturna. Síðari hluta sumars og á haustin yrði skrifstofan einlíum að vinna að þessu, því að þá er niest spurt eftir kennslu. Skrifstofan auglýsir í blöðum bæj- arins og biður þá, sem kennslu vilja kaupa, að senda til sín umsóknir ásamt upplýsing- um um, hvað kenna skuli og hver launakjör séu. Einnig þarf hún að komast í samband við skóla í bænum, því að þar er oft margt dvaldi þar með fjölskyldu sinni á sumrin, en hér í bænum á vetrum. Hafði hann keypt nokkrai- jarðir í Grafningnum, upp frá 1 hfljótsvatni og upp með Þingvallavatni að sunnanverðu og einnig stórbýlið Rannveig- arstaði, sem er í Flóa, niður við sjó og hafði þar bú. En ekki mun hann hafa grætt á búskap sínum fremur en aðrir nú á síð- ustu árum. Reykjavíkurbæ seldi hann vatns- réttindi til virkjunar á Soginu, þegar hún var afráðin, og fékk fyrir þau allmikið fé. Atti hann í deilum við bæjarstjórn Reykja- víkur út af ýmsum ágreiningi í viðskiptum þeirra í mílli, og er mér ekki kunnugt um, hvort þær deilur voru til fullra lykta leidd- ar, er hann andaðist. Magnús var vinsæll maður, glaður í lund og alþýðlegur í viðmóti. Á síðari árum naut hann sín ekki vegna sjúkdóms þess, sem hann gekk með, og efnahagur hans mum hafa verið orðinn mjög þröngur, enda þótt hann hefði mikið undir höndum. Þ. G.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.