Stúdentablaðið - 01.12.1934, Qupperneq 20
16
STÚDENTABLAÐ
Stúdentar útskrifaðir úr Reykjavíkur-Menntaskóla vorið 1934
Myndin er tekin f trjágarði Hressingarskálans Fot. Kaidal
nemenda, sem þurfa að kaupa sér auka-
kennslu. Stúdentar þeir, sem taka vilja að
sér kennslu, geta svo leitað til skrifstofunn-
ar og athugað, hvað á boðstólum er og val-
ið síðan það, sem þeim kann að henta. Sum-
jr vilja t. d. kennslu fyrir fæði, aðrir einka-
tíma o. s. frv. Þetta fyrirkomulag verðúr
vafalaust til hagsbóta báðum aðiljum. Bæj-
arbúar hafa þama vísan stað, sem þeir geta
leitað til, ef þeir þarfnast kennslu, og stúd-
entar eru betur tryggðir en áður.
Þá væri ekki úr vegi, að þessi skrifstofa
gæti einnig annazt um að útvega stúdentum
sumaratvinnu. Undanfarin sumur hefir
margur stúdent haft atvinnu af skornum
skammti og létta pyngju að hausti. Það er
því ekki vanþörf á að ráða einhverja bót
þar á, ef hægt væri. Sennilega yrði bezt
að láta fram fara eirts konar atvinnuleysis-
skráningu í Háskólanum á vorin og sjá
þannig, hve margir væru, sem þyrfti að út-
vega atvinnu. Síðan yrði skrifstofan að
komast í samband við atvinnurekendur,
bæði ríkið og einstaklinga, og ráða stúdenta
þar eftir því, sem mögulegt væri.
Ég vil að lokum beina þeirri áskorun til
Stúdentaráðs, að það taki þetta mál í sín-
ar hendur og hrindi því í framkvæmd svo
fljótt, sem auðið er.
Sigtryggur Klemenzson.