Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 23
STÚDENTABLAÐ 19 Nokkrir þankar Eftir Pétur T. Oddsson stud. theol. Grátur og g-nístran tanna hergmálar í stálheimi vísindanna, heiminum, sem við lifum í og' eins og hann er árið 1934. Innan um glymjandi vopnabrak stórveld- anna blandast æpandi gífuryrði stjórnmála- leiðtoganna, sem hafa í heitorðum hvor við aðra, en undir niðri drynja þung og ]mr- kverka andvöi*p fjöldans alls, sem í svita síns andlitis stritar fyrir afkomu sinni, því að áhyggjur eru það andrúmsloft, sem fjöld- inn fæðist, lifir og deyr i, og líkt og hin eyðandi öfl náttúrunnar hafi rumskað við þessi ferlegu óhljóð, hafa þau hafið útrás í jarðskjálftum, eldgosum, kulda. og hita- b.vljum eða æstri veðráttu. Sú hugsun brýzt því með ómótstæðileg- um krafti fram í hugskoti margra: Ves- lings við — við mennirnir! Er þetta þá árangurinn af látlausri baráttu undangeng- inna kynslóða, baráttu fyrir æðra, fegurra lífi? Er hópur þeirra, er líða af skorti út- vortis, nokkrum mun minni nú en áður fyr, þrátt fyrir liina aflþrungnu getu, sem aldrei hefir verið jafnmikil og nú til þess að afla viðurværis? Hvar er þá öll okkar vísindi — töfra- sprotinn, sem breytt getur steinum í brauð? Hvert er þá starf stjórnmálaflokkanna frá þvi fyrsta, er þeir hófu göngu sína og öll þeirra loforð um gull og græna skóga7 Hvað víðvíkur vísindunum, þá hafa þau verið dáð og dýrkuð og það að makleikum. — Mannsandinn hefir verið þar að verki og afkastað sannnefndum kraftaverkum. Kvert náttúruaflið hefir verið beizlað á fæt- ur öðru og er það aukin orka í mannshönd- ina. Afrek þeirra eru svo stórkostleg, að eigi er að undra þótt þeir, sem hjá standa og á horfa, dáleiðist af hrifningu yfir þess- um glæsilegu vottum um aflcastagetu mlaim- Núverandi formaður Stúdentaráðsins Eggert Steinþórsson legs anda. Fer þá og einnig að verða eðli- legra og skiljanlegra, að allt til þessa hafa \isindin verið átrúnaðargoð fjöldans og jafnvel drottnað yfir lífsskoðunum tveggja kynslóða. En því meiri vonir, sem eru bundnar við vísindin, ]iví meiri og fleiri mög-uleika, sem þau skapa til þess að létta lífsbaráttu manna og fylla lífið unaðssemdum því átakanlegri verður sú staðreynd, sem allur heimurinn verður að horfast í augu við í dag, þegar þetta aukna vald, allir töfrasprotarnir í mannshendinni, verða til þess, að særa fram liungurvofur og æsa í mönnum blóðþorsta. Nær því öll hin vélrænu vísindi hafa þannig snúizt gegn farsæld okkar mann- anna. Þau eru tekin í þjónustu morðvopna, og morðvopn eru eigi aðeins brynvarin beitiskip, útbúin sí-stórvirkari og gereyð- andi manndrápsvélum — eigi aðeins hertæki á landi, í sjó og lofti, heldur einnig vélamar í verksmiðjunum, verkstæðum og á ber-

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.