Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 24
20
STÚDÉNTABLAÐ
svæði. — Þær hrífa vinnuna frá hinum vinn_
andi stéttum, sem við það verða atvinnu-
lausar og færast þannig skrefi eftir skrefi
nær gráðugri hungursneyð.
Að þessu athuguðu ætti að liggja í aug-
um uppi, að það eitt nægir því ekki að
e i g a töfrasprotann. Hitt verður og jafn-
vel aðalatriði, að töfrasprotanum sé beitt í
djúpri lotningu fyrir mknnlífinu, beitt með
ríkum kærleika og víðtækum skilningi á
gildi hvers einstaklings, beitt í trú
á lífinu, eigi þeirri, að það sé einkennilegt,
ósjálfrátt efnasamsull, sem blindir nátt-
úrukraftar hafi einhverju sinni hrúgað
saman af seinheppni sinni, eins og fyrver-
andi „vísindalega“ efnishyggjan hélt fram
og tilveruréttur lífsins því annaðhvort eng-
inn ellegar takmarkaður við nokkur ár, sem
þó eru ekki jafnlangur tími í jarðsögunni
og sú agnar-tímaeind í mannsæfinni, sem
fer í það, að depla einu sinni auga — held-
ur þeirri trú á gildi mannlífsins, að það sé
þróun — eigi aðeins breyting — heldur þró-
un, viðleitni tilverunnar til að framkalla
æori veruleika en dautt efnið og það eígi
tilverurétt sinn sakir ódauðleikans, sálarlífs-
ins, sem birtist með mönnum og guðsneist-
ans, sem gefinn er hverjum einstakling sem
trygging þess, að hjá öllum séu möguleik-
arnir fyrir hendi að glæða kærleikslíf,
hreinleika, fegurð og fullkomnun og það sé
einmitt takmarkið. Lífið sé því aðall til-
verunnar, röð tækifæra til að s k a p a s t.
Þessi lífsskoðun hefir verið borin uppi af
mörgum andans jöfrum. En sá, er flutt hef-
ir hana í mestri hæð, fegursta og full-
komnasta, er Kristur. Eigi aðeins vegna
þeirrar leiftrandi speki, sem engum manni
hefir hlotnast fyr né síðar, en sem var beitt
til þess að dýpka þesssa lífsskoðun, heldur
og einnig vegna verkanna, þar sem sjálfur
brautryðjandinn gengur fyrstur og sýnir,
hve dásamlega æðra lífi hægt er að lifa í
krafti þessarar lífsskoðunar.
Kristur er sá, er fyrstur dró fram skoð-
unina um hið ómetanlega mæti mannssálar-
innar, sem væri meira virði en allur heim-
urinn. 1 krafti þessarar kenningar taka
stoðir þær að bresta, er risið hafa undir
þeim háa sess, sem auðnum hefir verið
liossað upp í. Dýrkun hans er sú áþreifan-
legasta orsök að meinum og seinþroska
mannanna. Sú dýrkun heldur ómótstæðilega
át’ram á meðan gullið er það dýrmætasta í
augum fjöldans. En í bjarmia hinnar nýju
kenningar hættir jafnvel gullið að lýsa. Það
er eigi hjáguð lengur, nú er það manns-
sálinni, sem þjóna ber. Hvílíkur boðskapur,
hvílíkt fagnaðarerindi, einkum þó þeim, sem
ekkert áttu af ytri verðmætum til að öðlast
]mð innsæi í lífið, að þrátt fyrir sína ytri
íátækt og smæð í stétt, að þá áttu þau
samt verðmæti, sem var meira virði en
heimúrinn allur, þótt gerður væri úr skíra
gulli. Kristur er líka sá, er á fullkomnasta
stigi hefir sýnt með verkum sínum, hversu
t r ú i n getur verið stórvirkur orkugjafi í
mannlífinu. Sagan hefir og einnig sýnt það
betur og betur með degi hverjum, sem liðið
hefir, að trúin virðist vera það afl, sem
hægast geti framkallað siðferðilegan þroska
og sálarfegurð — eða jafnvel sé það eina
afl, er því megi orka. Hún sé því eitt af
þeim öflum, sem sízt megi missast í þjón-
ustu lífsins.
Vaxandi vísindin hafa því skapað þrótt-
mikinn þékkingarþroska, efnishyggja og
trúleysi hefir blóðsogið siðgæðisþroskann.
Þegar sú kynslóð, sem er voldugust að
mætti, á við hina ítrustu nevð að búa, þá ev
það vegna þess, að þekkingarþroskinn ber
siðgæðisþroskann ofurliði.
Hver og einn, sem því vill vinna og stríða
sem liðsmaður lífshamingjunnar, verður því
að taka fagnaðarerindi Krists um mæti og
ódauðleik mannssálarinnar í þjónustu barátt-
unnar, það því fremur sem undir þá
lífsskoðun hafa runnið styrkar, óhagganleg-
ar vísindalegar 'stoðir á seinustu tímum.
Efnishyggjan er að tærast upp í björtu
skyni nýrrar þekkingar, sem verkar á hana
sem magnaðir eiturgeislar.