Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Side 27

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Side 27
STÚDENTABLAÐ 23 Stúdenta heimsþingið gegn stríði og fasisma Dagana 29.—31. des. næstkomandi verð- uf haldið í Genf heimsþing stúdenta gegn stríði og' fascisma. Heimsnefnd stúdenta gegn stríði og fasisma hefir boðað til þings- ins, og' hafa margir kunnir menntamenn hafizt handa um undirbúning þess, t. d. hið heimsfræga franska skáld Barbusse. Það er ei meir um annað talað nú í heiminum en ófriðarhættuna. Fyrir nokkrum árum hristu menn höfuðið yfir slíku tali og köll- uðu það kommúnistiskan þvætting, en það er ekki lengur gert. Það er nú flestum orðið ljóst, sem annað- tveggja eru ei bjánar eða svívirðilegir hræsnarar, að „Evrópa er eins og púðui'- tunna, sem getur sprungið í loft upp, hve- nær sem er“ og að hið alþjóðlega ástand hefir á sér öl! einkenni aðfararnætur nýrr- ar heimsstyrjaldar. Á slíkum tímum er það knýjandi nauð- syn, að skipuleggja alla krafta, er tök eru á, til baráttu gegn þeim skelfingum, er ný heimsstyrjöld mundi leiða yfir mannkynið, og' til baráttu gegn fascismanum, sem þurka vill út persónu- og skoðanafrelsi allra andstæðinga kapitalismans ásamt því að vera, eins og t. d. þýzku fascistarnir, verstu friðarspillar álfunnar. Þingið í Genf, er einn þátturinn í þeirri alþjóðlegu baráttu, sem háð er gegn ógnum stríðsins og fascismans, og stúdentar um allan heim munu slá um það skjaldborg og leggja á þann hátt sinn hlut til eflingar friðinum í heiminum. Á þessu ári hafa stúdentar viða um heim háð stórkostlega baráttu gegn fascisma og stríði. 1 Bandaríkjunum skipulögðu stúdentar 13. apríl mótmælaverkfall gegn yfirvofandi stríði, og í New York borg einni saman tóku þátt í því 15 þús. stúdentar. Þeir fóru i kröfugöngum um borgina undir kjörorð- um eins og: scholarships, not battleships, og héldu fjölda mótmælafunda. Við Columbia-háskóla hrópuðu 7500 stúd- entar Luther, sendiherra Hitlers, niður með orðunum: Niður með hinn glæpsamlega fascisma. 1 allsherjarverkfallinu í Frakklandi 12. febrúar í ár gengu mörg þúsund stúdentar í kröfugöngunum með verkamönnunum. Á Spáni hafa stúdentar tekið svo virkan þátt í baráttunni gegn fascisma og stríði, að stjórnarvöldunum hefir hvað eftir annað pótt við þurfa, að loka háskólunum, t. d. í Madrid. í Englandi eykst anti-stríðshreyfingunni stöðugt fylgi meðal stúdenta. 1 Cambridge iiafa stúdentamir t. d. háð öfluga baráttu gegn því, að rannsóknarstofur háskólans væru notaðar til tilrauna með eiturgas. Frá Sofiu, Búkarest og Belgrad bex*ast fregnir af mótmælakröfugöngum stúdenta gegn stríði og íasisma, frá Tékko-Slovakiu fregnir um brottvikningu stúdenta úr há- skólunum í Prag vegna baráttu þeirrar gegn stríðinu fascismanum, og meðal þýzkra stúdenta verður óánægjan meiri og meiri, vegna þeirra gífurlegu takmarkana, sem ei*u á námsfrelsi við háskólana og hernaðai*æð- isins, sem ríkir í landinu og kemúr ekki hvað minnst við stúdenta. Kjörorðið „nicht marschieren, sondern studieren", sem komið er fram hjá hinum óánægðu stúdentum, er ljóst dæmi um friðarvilja þeirra. Hér er ei tækifæri til þess að greina frá fleiri dæmum, en hvaðan, sem fregnir ber- ast, sýna þær vaxandi skilning stúdenta á ]æssum málum og aukinn baráttuvilja ]ieirra. Heimsþingið í Genf á að sameina þessa dreifðu krafta og gefa þeim nýjan þrótt til öflugri og stórfenglegri baráttu en nokkru sinni fyr. Það á að gefa hinum lærða öreigalýð trúna á sjálfan sig og lífið, sem kapitalisminn hefir svipt hann og treysta samúðina og samhjálpina með hon- um og öreigalýð allra landa. Félag róttækra háskólastúdenta hefir 6-

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.