Stúdentablaðið - 01.12.1934, Page 30
26
STÚDENTABLAÐ
Egill Sigurgeirsson, stud. jur., formaður,
Friðrik Einarsson, stud. med., gjaldkeri,
Kjartan Guðmundsson, stud. med., ritari.
Málgagn félagsins er „Nýja stúdentablaðið1'.
l'élacj þjóðernissinnaðra stúdenta.
Félag þetta var stofnað 11. febr. s. 1. það
berst fyrir þjóðernisstefnunni, „sameiningu og
samstarfi allra þjóðfélagsþegna“. Einnig berst
það gegn Marxisma i Háskólanum. Stofnendur
íélagsins voru 15. Félagið bar fram sérstakan
lista við siðustu Stúdentaráðskosningar og hlaut
hann 34 atkvæði. Núverandi formaður þess er
Guttormur Erlendsson, stud. jur. — Málgagn
þess heitir Mjölnir.
Nýr prófessor.
Við fráfall próf. Magnúsar Jónssonar var skip-
i'ður prófessor við lögfræðideild Háskólans dr.
pórður Eyjólfsson. Hann varði doktorsritgerð
sína, „Lögveð", hér við Háskólann 19. júní s. 1.
Býður Stúdentablaðið hann velkominn að skól-
anum.
Orator. Málfundaiélay layadeildar.
Engar breytingar hafa orðið á starfsháttum
félagsins á þessu ári. það hefir starfað að
hagsmunamálum deildarinnar, og hefir það
starf verið venju frcmur áhrifarikt. Annars ræð-
ir það um allt á milli himins og jarðar og
jafnvel fleira. — í stjórn eru:
Formaður: Hinrik Jónsson,
ritari: Arnljótur Guðmundsson,
gjaldkeri: Gunnlaugur Pétursson.
íþróttafélag stúdenta.
það hefir starfað undanfarið með allmiklu
fjöri. Stendur það fyrir leikfimiskennslu reglu-
lega tvisvar í viku. Ennfremur hafa verið farn-
ar nokkrar ferðir út fyrir bæinn. Stjórn mynda:
Hinrik Jónsson, stud. med., fonnaður,
Baldur Johnsen, stud. med., ritari,
þórður Oddsson, stud. med, gjaldkeri.
Taflfélay Háskólans.
Lítið lífsmark var með félaginu síðastliðinn
vetur. þó voru haldnar nokkrar taflæfingar og
fjöltefli háð við Jón Guðmundsson með frekar
góðum árangri, og þá skiljanlega með tilsvarandi
vondum árangri fyrir Jón. Varla er orð á því
gerandi sem afreki, að félagið skoraði á Mennta-
skólann í kapptefli, því að hann skoraðist undan.
Félagið lét sig ekki, og i vetur skoraði það enn;
þekktist skólinn það nú og lagði til orrustu,
en beið ósigur. Stúdentar sigruðu með 6% : 3%.
Stjórnina skipa:
Olafur Iíristmundsson, stud. jur., formaður.
Jakob Havsteen, stud. jur., ritari.
Kristinn Júlíusson, stud. jur., gjaldkeri.
Erlendir kennarar við Háskólann.
í ár eigum við þess kost, í fyrsta sinn, aö hlýða
i fyrirlestra og njóta kennslu í þremur erlendum
lungumálum við Háskólann, þýzku, ensku og
frönsku.
D r. G e r d W i 1 1 flytur þýzku fyrirlestrana.
Efni þeirra er: „Nachklassisclie Kulturström-
ungen in Deutschland". Ennfremur hefir hann
cefingar í þýzku með stúdentum.
M r. G. E. S e 1 b y, B. A. flytur fyrirlestra
um enskar bókmenntii- og enska þjóðarháttu.
llnnn hefir einnig æfingar með stúdentum í
cnskri tungu.