Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 2

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 2
2 ið, því að 24. febrúar var boðað til almenns stúdentafundar. — Kom Guðmundur Sveinsson á þann fund í fylgd með Helga Sæmundssyni núverandi rit- stjóra Alþýðublaðsins. Þeir, sem fund þennan sátu, segja, að Guðmundur liafi ldotið ein- róma og almenna fordæmingu fundarmanna fyrir söguburð sinn í útvarpinu. Skrif Þjóðviljans urðu bins vegar til ])ess, að þáverandi menntamálaráðherra, Einar Arnórsson, ritaði háskólaráði bréf og mun það bafa leitt til þess að rannsókn var látin fara fram á því, við hver rök söguburður Þjóðviljans hefði að styðjast. Ekki er mér kunnugt um það, liver niðurstaða þeirr- ar rannsóknar varð, en iiitt er staðreynd, að engin áhrif hafði þessi úlfaþytur á framhald dans- leikjanna. A þessu þriggja ára tíma- bili, sem áramótadansleikirnir böfðu verið haldnir, kom í ljós, að ýmislegt þurfti að bæta í sambandi við fjárliagslega framkvæmd þeirra, þar sem ágóði var ekki eins mikill og verið gæti. Um mál þetta var haldinn almennur stúdentafund ur 25. marz 1944, og voru ýms- ar breytingar ákveðnar, meðal annars sú, að stúdentaráðið tæki sjálft að sér framkvæmd dans- leikjanna. Með þessari nýju skipan voru dansleikirnir haldn- ir fjórum sinnum, við áramót 1944—45, 45—46, 46—47, 47— 48, en í janúar 1948 hófst rógs- herferðin að nýju. Nú hafði tek- ið forystuna Hannes á horninu í Alþýðublaðinu. Þann 6. janú- ar birti hann hréf frá „stúdent“ og viðhafði ])essi nafnlausi heið- ursmaður meðal annars eftir- farandi ummæli um áramóta- fagnað skólasystkina sinna: „Var ekki œðsta menntastojnun landsins, sjálfur Háskólinn, blind- fullur af blindfullu fólki á sama tíma og skríllinn óð um göturnar? Lá ekki menntalýðurinn í hrúgum viti sinu fjœr í þessari stofnun á þessum sama tima? Ég spyr og ég veit svarið. Ég drep ekki á þetta vegna þess, að ég sé að afsaka skríl- inn á götunum, langt frá því. Ég geri það til þess að benda á það, að það var víðar skríll en á götun- um. Við eigum svo ótrúlega mikið af skríl, íslendingar. Að minnsta kosti get ég ekki séð annað. En það var víðar drukkið sér til óbót- ar og hagað sér til skammar þetta kvöld. Fleiri samkomuhús hafa sömu sögu að segja. Hvað á að gera við svona fólk? Ég veit það ekki. En ég verð að telja það ekki ná nokkurri átt að lána Háskóla okkar oftar fyrir slík slarksam- kvœmi og þar var á gamlaárs- kvöld. Jafnvel þó að forustumenn skólans tróni í hásœtunum yfir svínaríinu.“ Utlegging Hannesar: „Þetta segir stúdentinn. Hann er berorður og harðorður. En hann má vera það.“ Að sjálfsögðu var þessum ódrengilegu skrifum umsvifa- laust mótmælt. Var haldinn al- mennur stúdentafundur 15. jan- úar og var þar eindregið borinn til baka söguburður „stúdents“ þessa, enda var nú skjótlega dregið í land i Alþýðublaðinu, því að 17. janúar skrifaði Hann- es á horninu: „Sjálfur (þ. e. „stúdentinn“) hefur hann viðurkennt, að hann úaentaolad hafi tekið of sterkt til orða, enda hafi hann skrifað bréf sitt í „heil- agri vandlætingu“ og mér er kunn- ug um það, að þegar menn lenda í slíkri stemmningu, komast þeir stundum út af hinni réttu línu sannleikans og sanngirninnar ... Mér er líka Ijóst, að lýsing „Stúd- entsins“ var allt of svört“. Enda þótt þannig væri viður- kennt, að hér væri um ósönn skrif að ræða, virðast þau eigi að síður hafa borið tilætlaðan árangur, þvi að áramótadans- leikur sá, sem gerður var að umtalsefni, var hinn síðasti, sem haldinn hefur verið. Þetta er i stuttu máli sagan um áramótadansleikina í and- dyri háslcólans. Fyrir þá, sem þar voru ekki, er að sjálfsögðu erfitt að átta sig á því, hver raunverulega er sannleikurinn í málinu. Óhætt er að fullyrða, að það sé sameiginlegt álit stúdenta þeirra, sem samkomur þessar sóttu, að þær hafi í öllum höf- uðatriðum farið vel fram og þær hafi verið með meiri myndar- og glæsihrag en nokkrar sam- komur stúdenta sennilega fyrr og siðar. Vitanlega mátti finna misfellur, ef vel var að gáð, en í því sambandi ber að bafa eft- irfarandi staðreyndir í huga: Samkomur þessar voru miklu fjölmennari en áður hafði tíðk- azt, en slikt hefur að sjálfsögðu í för með sér óþekkta erfið- leika, sem ekki verður ráðið fram úr, nema að fenginni nokkurri reynslu. Og einmitt árin 1943 og 1947 urðu þau mis- tök, að helzt lil mörgum var hleypt inn. Var slíkt að vísu að- finnsluvert, en gat þó engan Framh. á bls. 10.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.