Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Page 5

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Page 5
/----------------------------------------------— ------N SMÁSAGNASAMKEPPNI STÚDENTARÁÐS Á s.l. vori ákvaS Stúdentaráð Háskóla íslands að efna til smásagnakeppni meðal íslenzkra háskólastúdenta. Skipuð var þriggja manna dómnefnd og varð prófessor Sigurður Nordal vinsamlega við beiðni stúdentaráðs um að taka að sér for- mennsku í nefndinni. Höfundur þeirrar sögu, sem bezt þykir að dómi nefndar- innar, fær 2000.00 kr. verðlaun, en jafnframt fær stúdentaráð rétt til þess að birta hana í Stúdentablaði 1. des. n.k. Þessar reglur gilda um keppnina: 1. Höfundur skal vera íslenzkur háskólastúdent. 2. Hvers konar sögur má senda til keppninnar, — gaman- sögur, háðsögur eða sögur alvarlegs efnis. Dómnefnd skal ein. ungis taka tillit til bókmenntagildis þeirra. 3. Áður birtar sögur koma ekki til greina. 4. Sami höfundur má senda fleiri en eina sögu. 5. Sagan skal ekki vera lengri en svo, að hún komist fyrir á um 5 síðum í Stúdentablaði eða ekki yfir 4000 orð. 6. Sögunum skal skila í vélrituðu handriti og þær undirrit- aðar dulnefni. Rétt nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi, en dulnefni! hans ritað utan á það. 7. Þótt saga hljóti ekki verðlaun, fær stúdentaráð forgangs- rétt til að birta hana í Stúdentablaði og verða þá venjuleg ritlaun greidd, ef þess er óskað. 8. Handritum skal skilað til formanns dómnefndar, pró- fessor Sigurðar Nordal, í síðasta lagi hinn 20. október 1958. <________________________________________________________/ helztu rök stúdenta fyrir auknu framlagi ríkissjóðs, til Lána- sjóðs stúdenta. Um þetta mætti fara fleiri orðum og tína fleira til, en þetta verður að nægja hér. Aðalatriðið er, að verð- bólguþróunin í landinu og auk- in fjöldi umsækjenda hafa gert það að verkum, að meðallán hefur minnkað, hæði að krónu- tali og verðmæti. III. Eins og getið var um að fram- an, var greinargerð stúdenta- ráðs og beiðni um, að framlag yrði hækkað, sent til mennta- málaráðuneytisins. Skv. upplýs- ingum þess, sendi það lielztu rök stúdentaráðs áfram til f jár- málaráðuneytisins með ósk um hækkun upp i kr. 1.000.00.00. Þegar þetta er ritað, er ekki ljóst, hverja afgreiðslu málið hlýtur þar. Skv. viðtali við fjár- málaráðherra, mun fjármála- ráðuneytið gera tillögu um ein- hverja hækkun á framlaginu, en tæplega fara upp í eina millj- ón. Sjóðurinn sjálfur mun á næsta vetri geta lagt til 150— 200 þús. kr. Til athugunar skal þess þó getið hér, að hækki framlagið upp í eina milljón og sé gert ráð fyrir 140 umsókn- um við hvora úthlutun næsta vetur, verður meðallán á stúdent rúmar 4.200.00 kr., en verði framlag ríkissjóðs aðeins 800.- 000.00 krónur, verður meðallán aðeins rúmar kr. 3.500.00. Fjölgi umsóknum, verður með- allán á stúdent ennþá lægra, nema synjað verði því fleiri um- sóknum. Ein milljón virðist þvi lág- mark, ef meðallán á að vera jafn hátl að krónutali og liaust- ið 1956. Eins og sjá má af ofanrituðu, hefur núverandi stúdentaráð lagt mikla vinnu og mikið kapp á að efla lánasjóðinn. Það sem þó hefur úrslitaálirif á, hvort það heppnast, er vilji valdhaf- anna til að styrkja stúdenta, sem stunda nám við Háskóla Islands. Ef sá vilji er ekki fyr- ir liendi, mun lánasjóðurinn rýrna og missa gildi sitt að verulegu leyti. Enda þólt nú takist að knýja fram einliverja hækkun á fram- lagi, er engan veginn fullur sig- ur unninn. Setja þarf ný lög um lána- sjóðinn, en núgildandi lög eru þegar úrelt. Gera þarf ráðstaf- anir til að sjóðurinn rýrni ekki vegna vaxtataps og tryggja þarf sjóðnum nægilegt fé um nokk- urt árabil, svo að liann geti að mestu leyti staðið undir sjálf- um sér, þegar afborganir fara að streyma inn. Slíkt er þó því aðeins mögulegt, að eðlilegt á- stand ríki i fjármálum j)jóðar- innar. Það er eitt mesta hagsmuna- mál stúdenta nú, að sjóðurinn megi sem skjótast verða örugg stoð og stytta íslenzkum stú- dentum, eins og up])haflega var til ætlazt.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.