Stúdentablaðið - 01.10.1958, Síða 13
13
lídentabiaó
hvort sjónarmiðið er þungvæg-
ara. I þessu máli varðar mestu,
að menn hugleiði það í sam-
hengi og heild, en rígbindi sig
ekki um of við einstaka þætti
þess, en við það lilýtur and-
rúmsloftið að hreinsast.
Það er staðreynd, að vegna
áramótadansleikjanna voru sti'i-
dentar rægðir að tilefnislausu.
Þau skrif, sem urðu um þessi
mál 1944 og 1948 og áður voru
rakin, áttu ekkert skylt við heil-
brigða gagnrýni og umbóta-
vilja, heldur voru þau sprottin
af illvilja og öfund, einhvers
konar ergi, sem sumir menn eru
haldnir i svo ríkum mæli. Auð-
vitað verður að gera þær kröf-
ur til mannfagnaða stúdenta,
að þeir fari vel fram, hvar sem
þeir annars eru háðir, og hafa
ber vakandi auga með því, sem
miður kann að fara, svo að um
verði bætt. En söguburður i
blöðum og útvarpi, rógur og
smásmuglegt nart, er ekki leið-
in til slíkra umbóta, lieldur vis-
asti vegurinn til að torvelda þær.
Því verður ekki liaggað með
neinum boðum eða bönnum, að
menn geri sér einhvern daga-
mun. Þetta á við alla menn, stú-
denta sem aðra. Þess vegna her
að stuðla að þvi, að það sé gert
með nokkrum menningarbrag,
og að því er stúdenta varðar,
l)er háskólanum að veita lið-
sinni sitt, til þess að svo geti
orðið. Fátt er betur til þess fall-
ið, að samkomur fari vel fram
en það, að vel sé vandað til
undirbúnings, og umliverfi sé
menningarlegt. Á því er enginn
vafi, að svo mundi verða hátt-
að um áramótadansleikina, og
þeir ætlu ])ví að geta orðið til
að hæta allan brag á samkom-
um stúdenla. Ef eitthvað færi
hins vegar miður, mundi það
skjótlega í ljós koma, og gætu
menn þá betur en ella gert sér
grein fyrir, livar að kreppir í
þessum efnum.
Sú skoðun er næsta fráleit,
að áramótadansleilurnir mundu
stuðla að auknum drykkjuskap.
Sönnu nær er sú skoðun, að þeir
breyti litlu eða engu í þcim efn-
um. Gamlárskvöldi verja flest-
ir til þess að gera sér glaðan
dag og það gera menn, hvort
sem slíkur dansleikur er hald-
inn eða ekki. Hér er þvi aðeins
um það að tefla, livar það sé
gert og hverjir hirði hagnaðinn
af því.
Nú eru liðin rúm 10 ár frá
því, er síðast var haldinn ára-
mótadansleikur í anddyrinu.
Af þeim dansleik voru birtar
ósannar frásagnir. Setjum þó
svo, að þær hefðu verið sannar
og athugum, hvaða áhrif það
ætti að hafa haft, ef raunveru-
legur vilji liefði verið fyrir liendi
til þess að bæta það, sem mið-
ur kann að hafa farið. Ef til
vill hefðu dansleikirnir ekki
verið leyfðir næstu 2—3 árin
meðan þeir væru enn í skóla,
sem óvirt hefðu Háskólann með
framkomu sinni. En 10 ára
hann missti algerlega marks,
því að elcki gætu núverandi há-
skólaborgar borið ábyrgð á
víxlsporum þeirra, sem á undan
þeim voru, fyrir 10—18 árum.
Slíkt bann gagnvart núverandi
liáskólaborgurum hefur fyrst
einhver álirif, þegar þeir hafa
sjálfir sýnt, að þeir eru ekki
verðugir þess trausts að þeim
séu léð liúsakynni háskólans.
Mál þelta verður ekki rætl
hér frékar, þótt margt sé ósagt.
Þetta er lieldur livimleið saga
um mátt ósannindanna og sig-
ursæld rógberanna, sem til þess
leiddi, að stúdentar voru sviptir
ánægjulegri samkomu og all-
verulegum fjárupphæðum. —
Margt væri ef til vill öðru vísi,
ef þetta hefði ekki tekizt. Ef til
vill hvíldu nú engar skuldir á
Görðunum, ef til vill væri nú
verið að grafa fyrir nýjum Garði
eða verið að steypa undirstöður
að félagsheimili. Ilér verða
menn að láta sér nægja ímynd-
anirnar einar, og þó eru þær
næsta fánýtar, því að það tjón,
sem stúdentar hafa orðið fyrir,
verður livort eð er aldrei hætt.
Hér skiptir því mestu, að komið
verði í veg fyrir frekara tjón
og að rétt yfirvöld endurskoði
afstöðu sina til þessa máls.
Fvrsta skrefið í þá átt er, að
þau kynni sér mál þetta í heild
og frá öllum hliðum, því að
stúdentar eru þeirrar skoðunar,
að í þessum sökum sé sannleik-
anum.
Sigurður Líndal.
Húsnæðismiðlun
í hyrjun september s.l. opn-
aði stúdentaráð Húsnæðismiðl-
un stúdenta. Er það algert ný-
mæli í starfsemi ráðsins. Magn-
ús Þórðarson hefur haft allan
veg og vanda af lnisnæðismiðl-
uninni, sem og ferðaþjónust-
unni. Hann hefur gefið blaðinu
þær upplýsingar, að framboð
af einstökum herbergjum liafi
reynzt allmiklu meira en búizt
hafði verið við. Hefur miðlunin
á hverjum tima, síðan lmn var
opnuð, haft á boðstólum á.m.k.
10 herbergi, flest nálægl háskól-
anum.