Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 3
StúdeMáblaS s i landabúa. Stuðlaði það ugg- laust að bættvun skilningi milli austurs og vesturs. Vel var séð fyrir, að þátttakendur skildu það, sem fram fór, því jafn- óðum var þýtt á þýzku, ensku, spænsku og frönsku. Klukkan rúmlega 10 stund- víslega var þátttakendum kynnt innihald og yfirferð námskeiðs- ins. Síðan var flutt erindi um „Æðri menntun í Sovét- ríkjunum." M. A. Prokofyev, vara-menntamálaráðherra flutti af mikilli festu og sérlegum á- herzlum. Hann tjáði þátttak- endum helztu drættina í mennt- unarkerfi Sovétríkjanna. Hann sagði, að nú væru um 7.5 millj. háskólagenginna manna við ýmis störf í öllum Sovétríkjun- um. 2.150.000 stúdenta kvað hann vera við nám í hinum ýmsu háskólum og tæknihá- skólum og þetta ár myndu 342.000 ljúka námi frá æðri menntastofnunum. Einnig tók hann skilmerkilega fram, að 477.000 nýstúdentar („Rúss- ar“!) myndu hefja nám í sömu stofnunum. Þá væru 1.797.000 stúdentar við sérlegt tækninám í allskonar tækni- og tilrauna- stöðvum, svo sem: „„Moscow Architectural Institute," „Len- in Pedagogical Institute,“ „Moscow Power Institute“, „First Medical Institute“, og mætti þannig lengi telja. Skulu hér rakin helztu atriði skýrslu þessarar eftir fjölrit- uðu handriti, sem þátttakend- um var síðar látið í té: Sem næst 20 stúdentar eru við æðra nám í háskólum eða sérlegt tækninám í öllum menntastofnunum af hverjum 1000 íbúum ríkjasamsteypunn- ar. Eftirfarandi tölur gefa nokkra hugmynd um vöxt og viðgang æðri menntunar í Sovét- ríkjunum: 1914 voru 127.000 stúdentar við háskólanám í Rússlandi (in tsarist Russia). 1940 voru þeir 812.000. 1950 hefur talan hækkað í 1.247.000 og loks 1959, eins og áður var sagt, 2.150.000. Sú tala skiptist þannig: Tækninám 837.500. Búnaðarháskólar 247.000 haus- ar. Læknanemar 167.000. Alls- konar önnur vísindi og mennt- ir, heimspeki, bókmenntir, lög- fræði, málvísindi og allt þar undan og ofan — nema guð- fræði — 927.500. Ríkið — fólk- ið — kostar rekstur mennta- stofnana, æðri sem lægri, sér stúdentum auk þess fyrir hvers kyns félagsaðstoð, ókeypis læknishjálp, sumardvalarheim- ilum og veitir 80 % stúdenta fullan styrk. Þannig veitir það 378.000.000.000.00 ísl. krónur (miðað við skráð gengi Rúss- landsbanka) til æðri og lægri menntunar í Sovétríkjunum. I sósíalisku ríki þjónar háskólinn þjóðfélaginu, nýtur stuðnings þess og í því er afl hans fólgið. Þjóð vor byggir upp kommún- iskt þjóðfélag, þar sem allir eru jafnir, hafa jöfn réttindi og skyldur gagnvart þjóðfélaginu og það sér þeim í staðinn fyrir öllum nauðsynjum. Háskóli í sósíalisku þjóðfélagi er fyrst og fremst stofnun, sem þjálfar sérfræðinga og elur þá upp til óeigingjarnar þjónustu fyrir fólkið, sem er að byggja upp kommúniskt þjóðfélag. Sér- hver háskóli „is bound by thou- sands of threads with society, with the state.“ Árið 1959 luku prófi frá menntaskólum og hliðstæðum menntastofnun- um 1.400.000 ungmenni. Af þessum hópi, var aðeins rúm fyrir 477.000 í hinum æðri menntastofnunum. Þannig var kleift að velja bezta fáanlegt úrtak, þar sem aðeins 1 af hverjum 3 komst í háskóla. Hinir fara í verksmiðjur eða á akurinn, eða starfa við hina miklu uppbyggingu, sem ákveð- in var með hinni nýju 7 ára áætlun. Háskólar veita þeim einum inngöngu, sem standast þartilgerð inntökupróf og hafa til að bera „abilities in the sciences." „There are no (Framh. á bls. 8) Á Rauða torginu. 1 baksýn Krenilmúrar, grafhýsi Stalíns og lienins og St. Rasíls-dómkirkjan.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.