Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 5
Stúdentablað 5 Ileimili Thomasav E. Britlinghams. — Það er raunverulega tví- skipt, Kvenþjóðin hefur með sér samtök, sem nefnast soro- rity, en þau voru tólf að tölu í Wisconsin, félög karlmanna heita hins vegar fraternity, þau voru 36. Þessi félög hafa nær eingöngu það markmið að halda uppi skemmtanalífi í skólanum. — Er erfitt að fá inngöngu í þessi félög? — Já, það er mjög erfitt, og satt að segja er tiltölulega mjög lítill hluti nemenda skólans í þeim. T.d. eru sum algjörlega lolcuð negrum og gyðingum, en hins vegar önnur, sem eingöngu eru fyrir þá. Mjög strangt cftirlit er með því hverjir kom- ast inn, og ákveðin skilyrði sett, maður verður að hafa vissa lágmarkseinkunn og enn- fremur verður að sækja um inngöngu. Annars er þessu í stuttu máli háttað þannig, að hvert félag hefur til umráða sérstakt hús. Fyrstu vikuna í skólanum geng- ur maður milli þessara húsa, til að kynna sjálfan sig og kynn- ast öðrum. Meðlimir hvers Háskólinn í Wisconsin. „fraternity’s“ fylgjast gaum- gæfilega með hverjum nýliða, sem kemur í heimsókn og ræða síðan sín á milli um hvern og einn, hvort honum skuli veitt innganga. Leggist einn meðlima á móti einhverjum, nægir það til að útiloka hann frá við- komandi félagi. Ennfremur er það til í dæminu, að þeir hafi sérstakan áhuga fyrir að fá einhvern mann inn í félagið, þá er honum boðið í mat eða eitt- hvað því um líkt, og falli hann vel í kramið, er honum boðinn innganga. — Ef ykkur tekst að fá inn- göngu, hvað tekur þá við? — Meðlimum hvers „frater- nity“s er skipt í svokallaða ,,pledge“ eða nýliða og actives, en það eru þeir, sem lengra era komnir. Rússinn verður að gera allt, sem honum er skipað, hann gengur á eftir félögum sínum inn í masalinn, burstar fyrir þá skóna, sendist fyrir þá, sé hann að horfa á sjónvarp og öll sæti upptekinn, þegar einhver ,,activ“ kemur inn í herbergið, verður rússinn að gjöra svo vel og standa upp fyrir honum, liann verður að taka til á sunnudagsmorgnum eftir ,,partý“ o.fl. o.fl. — Hvað tekur það langan tíma að verða activ? — Venjulega tekur það um tólf vikur, en ég slapp við sex, vegna þess að ég var þarna að- eins eitt ár. 1 lok þessa tíma- (Framh. á bls. 11)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.