Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 10
10 StúdentablaS ið safn ónauðsynlegra minja gamals kúgara. Fleira margt var farið með þátttakendur, en rúmið leyfir vart frekari frá- sagnir. Konur herskyldar? Umræður voru margvísleg- legar og fluttur sægur af gagn- merkum erindum. Rætt var um fyrirbærið „Háskólinn og þjóð- félagið", en þær snerust mest uppí innbyrðis deilur þátttak- enda, aðallega nýlendna og heimsvelda. Þá voru umræður um rannsóknarstörf stúdenta, svimandi upphæðir, mikill pró- sentureikningur í aukningu til- rauna og sérlega aukningu við- lokinna tilrauna. Mikill rúblu- reikningur. Skýrt frá vand- kvæðum verkamanna í Lenin- grad, sem áttu við einhverja flutningaörðugleika að etja. Stúdentar brugðu við skjótt og leystu úr vandanum með ein- hverri gagnmerkri uppfinningu. Þannig tókst þeim „to bring their knowledge closer to life“ og gekk það slagorð sem rauð- ur þráður gegnum umræður. „Higher education in the U. S. S. R. is absolutely free,“ sagði góðlátur formaður Stúdenta- rannsóknaráðsins (sbr. það, sem áður hafði komið fram: „Is bound by thousands of threads. . .“) Þá voru íþróttaumræður og mikil áherzla lögð á afrek í sentímetramálum og sekúndu- brotum. Ekki fékkst gefið upp, þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spumir, hver væru laun sovézkra íþróttamanna. Var borið við vankunnáttu. Um þau vissi enginn hinna annars margvísu svaramanna nám- skeiðsins. Sem næst 600.000 stúdentar hinsvegar sagðir í íþróttafélögum sovézkra há- okóla. Stúdentar eiga heims- meistara kvenna í skák. Auk þess eiga þeir 6 heimsmet í frjálsum íþróttum, 9 Evrópu- met og 15 sovézk met í sömu greinum. Svo var lengi rætt um stúd- entasamtök í Sovétríkjunum. Forseti „Verkamannasambands stúdenta,“ tróð upp og hélt langa tölu um nytsemd samtak- anna. Öll stúdentasamtök í So- vétríkjunum eru „Trade Uni- ons“, sem auðvitað kjósa sjálf stjórnendur sína og ráða sér að öllu leyti sjálf, þótt sérhver háskóli, og þá væntanlega líka stúdentar, séu „bound by thou- sands of threads....“ o.s frv. Lýst ítarlega menningarfélög- um vísinda- og tæknifélögum og áðumefndum íþróttafélög- um. Noregur spurði, hve há hlutfallstala stúdenta væri í kommúnistaflokknum. Því fékkst aldrei svarað beint, en þegar spurningin var ítrekuð, var sagt, að því sem næst 8% stúdenta væru í einhverjum tengslum við flokkinn. Hinsveg- ar var sagt, að til væru sér- leg samtök í hverjum háskóla og öllum rannsóknarstofnunum, sem nefnd eru „Komsomol, All- Union Lenin Young Communist League“ og tilheyrðu flestir sovézkir stúdentar þeim sam- tökum, en engum var sagt skylt að vera þar félagi. Held- ur fékkst því aldrei beint svar- að, hver væri hlutfallstala stúd- enta í samtökum þessum, en sagt, að það væri mikill meiri- hluti þeirra og skal ekki dregíð í efa. Háskólastúdentar eru herskyldir. eins og aðrir „borg- arar“ Sovétríkjanna. Einn rúss- neskur ræðumaður sagði, að stúlkur, sem stunduðu nám við háskóla, væru einnig herskyld- ar. Ekki hafði hann fyrr lokið máli sínu, er hann var tekinn á eintal af stjórnanda námskeiðs- ins. Nokkru síðar sté hann aft- ur í stólinn, brosandi og fyrir- gefanlegur og lýsti það argasta misminni og ranghermi, að stúlkur eða konur væru her- skyldar. Skyldu áheyrendur hafa það, sem sannara reynd- ist og því vildi hann leiðrétta þessa hlægilegu vitleysu. Hlógu þátttakendur ákaft að vand- ræðum mannsins og klöppuðu honum mikið lof fyrir „leiðrétt- ingu“ þessa. Friðurinn tryggður. Að enduðu námskeiði þessu var þátttakendum haldið hóf í prófessoramatsal háskólans. Voru þar dýrar veitingar og vín og mungát þeirra Sovét- búa. Sátu menn lengi undir borðum við mikil ræðuhöld, gjafir voru afhentar, útrýmt á svipstundu allra varhygð og tortryggni þjóða í milli og allar atóm- og vetnisbombur eyði- iagðar. Allir sem töluðu eða færðu gjafir, fengu kossa á báðar kinnar frá atvinnustúd- entinum Bugrov, forseta stúd- entasamtakanna og líka frá kvinnu einni, sem sérlega virt- ist gerð út í þessu göfuga skyni. Daginn eftir héldu flestir þátttakenda heimleiðis, þökk- uðu gestgjöfum sínum sæmileg- asta beina og voru allir nokkru nær um „Æðri menntun í Sovétríkjunum.11 STtJDENTARLAÐ Vtg.: Stúdentaráð Háskóla ísl. Ritn.: Styrmir Gunnarsson stud. jur., ritstjóri. Þór Magnússon stud. mag., Haraldur Henrýs- son, stud. jur. (Pr. Stórh.pr.)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.