Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 7
Stúdentablað :* 7 Aukið húsrými stúdentaráðs. Síðustu árin hefur stúdenta- ráð reynt að fá aukið húsnæði til afnota fyrir stúdenta, innan veggja háskólans. Loforð hefur fengist fyrir 2—3 herbergjum í kjallara og stóðu vonir til að hægt yrði að fá þau strax í haust, en það brást, sökum þess, að eðlisfræðirannsóknar- stofa, sem þar er til húsa, hef- ur ekki enn verið flutt á brott en þess verður væntanlega skammt að bíða. Ferðaþjónusta stúdenta hefur starfað með miklum blóma í sumar og leituðu margir stúdentar til hennar stúden um fyrirgreiðslu í utanferðum. Einnig komu hingað nokkrir tugir erlendra stúdenta sem ferðaþjónustan leiðbeindi um ferðir eða útvegaði vinnu. BÓKASALA STÚDENTA Stúdentar hafa nú tekið bók- söluna í sínar hendur. Var unnið að undirbúningi þess í sumar, og annaðist Ingólfur Blöndal hana að mestu leyti, svo sem bókapantanir o.fl. Fimmtudaginn 22. okt. var haldinn almennur stúdentafund- ur þar sem lögð var fram til- laga stúdentaráðs, um lög bók- sölunnar. Nokkrar umræður urðu um tillögu þessa, og var hún samþykkt, með nokkrum breytingum. Skipulag bóksöl- unnar er í stuttu máli þannig: Stofnað verður sérstakt full- trúarráð Bóksölu stúdenta, en það skipa fulltrúar úr öllum deildum háskólans. Stjórn bók- sölunnar skipa þrír menn, einn tilnefndur af háskólaráði til eins árs í senn, einn tilnefndur af stúdentaráði til tveggja ára í senn og einn af fulltrúaráði bóksölunnar, sömuleiðis til tveggja ára. Starfsmaður stúd- entaráðs annast daglegan rekstur bóksölunnar, undir eft- irliti stjómarinnar. Þess ber að vænta, að með stofnun þessarar bóksölu stúd- enta, fái stúdentar kennslubæk- ur með hagkvæmara verði, en hingað til, en svo sem kunnugt er, er námsbókakostnaður geysihár í sumum deildum, einkum þó læknadeild. -X STÚDENTABLAÐ Svo sem kunnugt er, hefur f járhagur Stúdentablaðs byggst svo til eingöngu á auglýsinga- tekjum blaðsins undanfarin ár. Það er nú Ijóst, að taka verð- ur upp annan hátt, ef tryggja á útkomu þess, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að stöðvast, ef það stendur ekki nokkurn veginn á eigin fótum fjárhagslega. Aug- lýsendur hafa reynst mjög tregir, til að auglýsa í blaðinu þetta skólaár, að öðru leyti en í hátíðablöðum, eins og 1. des. blaðinu og 17 júní blaði, komi það út. Ennfremur hafa ritsnillingar úr hópi stúdenta reynst með eindæmum pennalatir, en sú frammistaða veldur því, að ó- gjömingur hefur reynst að koma út fleiri tölublöðum á þessu skólaári, en raun hefur orðið á. Það verður að teljast æskilegt, að stúdentaráð það, sem við tekur að afstöðnum næstu kosningum til stúdenta- ráðs, geri ráðstafanir til að endurskipuleggja útgáfu blaðs- ins, bæði með tillit til fjárhags og að öllu öðru leyti. -X

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.