Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Page 6

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Page 6
€ Stúdentablað Norrænt málanámskeið Fyrir nokkrum árum varð það að samkomulagi milli stúd- entasambanda á Norðurlöndum, að námskeið í tungum þeirra og bókmenntum skyldu haldin á hverju ári, til skiptis í lönd- unum. Námskeið þessi hafa verið haldin í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð og er því röðin kominn að íslandi. Mikill áhugi var ríkjandi á hinum Norður- löndunum fyrir því að imnt yrði að halda námskeiðið hér, sem fyrst. Tókst að yfirvinna þá erfiðleika, sem svo stór- brotnu fyrirtæki eru samfara, og hófst námskeiðið hér þ. 11. sept. og mun standa til 5. nóv. Þátttakendur eru 16 talsins, 7 frá Danmörku, 1 frá Finnlandi, 1 frá Noregi og 7 frá Svíþjóð. Kennslu annast þeir prófessor- arnir dr. Hreinn Benediktsson, íslenzkt mál, dr. Einar Ólafur Sveinsson, fornbókmenntir og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson síðari tíma bókmenntir. Auk þess hafa svo fræðimenn á ýmsum sviðum flutt fyrirlestra um margvísleg efni önnur. Hinir norrænu stúdentar hafa ferðast víða um, skoðað Reykjavík undir leiðsögn Árna Óla ritstjóra, heimsótt forseta- hjónin á Bessastöðum o. m. fl. Ríkir almenn ánægja meðal þátttakenda námskeiðsins, með dvölina hér á landi. Kvöldvökur Svo sem kunnugt er og STÚDENTABLAÐ hefur áður skýrt frá, gekkst stúdenta- ráð fyrir kvöldvökum á Gamla Garði í fyrra vetur, þar sem ó- dýrustu veitingar bæjarins voru á boðstólum. Þessar kvöldvök- ur féllu í góðan jarðveg meðal þeirra, sem þar létu sjá sig, en voru alltof illa sóttar. f vetur mun þessu verða haldið áfram, tvisvar í viku, þriðjudags- og föstudagskvöld kl. 8.30—11.30 Ætlunin er að lífga svolítið upp á þessi kaffikvöld, með því að fá ýmsa kunna menn úr hópi stúdenta eða aðra, til að ræða þar ýmis efni, t.d. hefur Tómas Guðmundsson skáld, mætt á einni slíkri kvöldvöku í vetur og ennfremur hefur Bragi Kristjónsson stud. jur. sagt þar frá Moskvuför. Er þess að vænta að stúdentar reki nú af sér slyðruorðið á þessu sviði, sem öðrum og fjölmenni á kaffikvöldin á Gamla Garði í vetur. Vettvangur Stúdentaráðs hefur undanfarin ár komið út, sem ársskýrsla formanns, en nú hefur verið ákveðið að gefa hann út fjölritaðann, eins oft og ástæða þykir til, svo að stúdentar geti sem bezt fylgzt með störfum stúdentaráðs. Auknir styrkir til stúdenta Styrkur til stúdenta á fjár- lögum var hækkaður í níu hundruð þúsund kr. og þegar fyrir lágu niðurstöður af störf- um nefndar þeirrar, er stúd- entaráð kaus, til að fjalla um hag læknanema, var framlag þetta hækkað í eina milljón. Menntamálaráðuneytið til- kynnti í vor, að það hefði á- kveðið að veita fimm styrki, 20.000 kr. á ári í fimm ár til stúdenta, og hafa þeir allir ver- ið veittir. Kynning á landhelgismálinu. Stúdentaráð hefur sent um 80 aðilum hvíta bók ríkisstjórn- arinnar um landhelgismálið, og er kunnugt að ýmsir þessara aðila hafa kynnt sér málið af gaumgæfni. Formannaráðstefna norrænna stúdentasambanda var haldin í Uppsölum í sept. Sóttu hana af hálfu íslenzkra stúdenta Benedikt Blöndal og Jón Jakobsson. Rætt var um ýmis hagsmunamál stúdenta. Vettv angur

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.