Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 8
8 StúdentablaS OFURSTUTT AGRIP . (Framh. af bls. 3) restrictions for national, social or any other reasons.“ Enginn þarf að greiða fyrir aðgang að fyrirlestrum, tilraunastofum, raunhæfum námskeiðum eða prófum. Allir njóta ókeypis læknishjálpar, nauðsynlegasta bókakosts, aðstöðu til íþrótta- iðkana og þeir, sem óska, geta fengið léð hljóðfæri. Stúdentar greiða sáralítið fyrir sæmilegt herbergi, 15—35 rúblur (en þó má geta þess, að t.d. í gamla háskólanum, sem engum þátt- takenda námskeiðsins gafst kostur að sjá, eru þetta 5—25 saman í katakombum) og fæði er selt við lágu verði. Eins og áður var sagt fá 80 % stúdenta ríkisstyrk, sem gerir þeim kleift að stunda námið, þótt þeir fái engan styrk frá að- standendum (í þessu sambandi má geta þess, að íslendingur, sem stundar nám við Moskvu- háskóla fær 900 rúblur á mán- uði, sem nægir fyrir fæði og húsnæði í háskólanum, góðum bókakosti og smávegis mun- aði). 45% allra sovézkra stúd- enta vinna með námi og er bú- izt við, að sú tala hækki ört á næstu árum. (Síðar á nám- skeiðinu var sagt, að 80 % allra þeirra, sem kæmust árlega í há- skóla og æðri menntastofnanir hefðu unnið ,,á akrinum og í verksmiðjum" í 2—3 ár, áður en þeir kæmust í náðina. Virð- ist ofurlítil mótsögn í því og máli vara-ráðherrans.) Tökum nú dæmi: Sérfræðing, sem hlotið hefur beztu hugsan- lega sérhæfingu í því fagi, sem hann upphaflega kaus sér. Hann er margfalt betur búinn undir starf sitt fyrir þjóðfélag- ið, ef hann þekkir til hlítar sögu hinnar þjóðfélagslegu þró- unar og þau lögmál, sem ráðið hafa þróuninni. Það er ekki sá, sem aðeins trúir á betri fram- tíð, sem vinna mun þjóðfélagi sínu meira gagn, heldur sá, sem veit og hefur kynnt sér rækilega sigra hins sósialiska þjóðskipulags, sem mun reyn- ast því nýtari þegn. Það má vera, að hægt sé að deila um þetta atriði, en lögmál hinnar sósíalisku þróunar verða ekki rengd. Háskólar vorir leggja mikla áherzlu á nám í lögmál- um hinnar sósíalisku þróunar og „to the humanitarian edu- cation of the students, to the development of man as such.“ Nánari útleggingar: Stúdent, sem hyggst leggja stund á efnaverkfræði. Fyrst verður hann að kynna sér nákvæmlega þjóðfélagsvísindi: heimspeki, pólitíska hagfræði og sagn- fræði, hið frumstæða þjóðfélag, þrælahald og lénsskipulag, auð- vald og sameignarstefnu, sögu Rússlands og Sovétríkjanna, þróun kommúnistahreyfingar- innar. Hann kynnir sér einka- sölu, framleiðsluhætti í sósía- lisku ríki, hina hægfara breyt- ingu sósíalisma í kommúnisma. Hann lærir um þróun heimspeki- hugmynda, skipulag ríkis, sem byggt er á þrælahaldi og þró- unina allt til vorra daga. Venjulega er byrjað á hug- myndum og kenningum Lao- Tse, Wang Kung, Heraclitusar, Democritusar, Platós, Aristot- elesar, Epicurusar, Lucretiusar og margra annarra. Hann verð- ur að kynna sér heimspekihug- myndir og náttúruvísindi síðari alda allt frá Leonardo da Vinci, Copernikusi, Bacon, Spinoza, Leibnitz, Hume, Voltaire, Kant, Hegel o. fl. Hann les verk þeirra, sem rituðu um rúss- nesku byltinguna, Herzens, Bel- insky, Pisarers og margra fleiri. „Marxist-Leninist phil- osophy is examined in detail in letures and at seminars.“ Stúd- entinn verður ennfremur að vita náin skil á skammlífum borgaralegum heimspekistefn- um: neo-positivism, existentio- nalism, neo-thomism og fleir- um. (Þá loks að lokinni melt- ingu þessara firna, má stúdent- inn allranáðarsamlegast hefja hið sérhæfa nám sitt.) Ekki er vert að þreyta menn meira með merkum upplýsing- um úr skýrslu vara-ráðherrans, en ég hef reynt að draga fram aðalatriði hennar og helzta töl- fræðiinnihald. Dæmið var valið sem nokkurs konar útlegging textans. Síðar sama dag voru flutt erindi um húmaniska æðri menntun í Sovétríkjunum og sömuleiðis tæknimenntun. Yrði alltof langt mál að rekja þau hér. „Get togetlier with Moscow students.“ Næstu daga voru þátttak- endur mikið á þönum. Farið var með þá í labbitúra um ganga og sali háskólans, numið staðar öðru hvoru og „komizt í nána snertingu“ við stúdenta; heimsóttur gamall, skeggjaður prófessor við eðlisfræðikennslu, farið í hátíðasal með mynd Stalins og Lenins, í bókasafn landfræðideildar, í turn há- skólans og horft á kínverskt sendiráð í byggingu, að tómri sundlaug, á íþróttaleikvang, skoðað fugla- og eggjasafn. Þá var farið í Bolshoj-leikhúsið og

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.