Stúdentablaðið - 30.05.1973, Page 7
LYKTIR GARÐAMÁLA?
Til stjórnar Félagsstoín-
unar stúdenta.
5. maí 1973.
Svo sem stjórn Félagsstofn-
unar stúdenta er kunnugt,
hefur Stúdentaráði Háskóla
Islands borizt plagg, sem er
undirritað af 56 Garðabúum
er beina eftirfarandi til Stúd-
entaráðs:
a) Stúdentaráð beiti sér fyr-
ir því við Félagsstofnun,
að allir þeir sem æsktu
sumarvistar fái hana.
b) Við skorum á Stúdcnta-
ráð að hefja í sumar að-
gerðir í þvl augnamiði
að knýja ríkisvaldið til að
taka stóraukinn þátt í
þeim rekstri sem Félags-
stofnunin hefur nú með
höndum. Við bendum sér-
staklega ....
Var þetta erindi Garðabúa
lagt fyrir stúdentaráðsfund
28. apríl og samþykkti fund-
urinn samhljóða að vcrða við
þessum tilmælum en þó með
eftirfarandi athugasemd: „að
allir þeir sem æsktu sumar-
vistar og fullnægja sanngjörn-
um skilyrðum fái hana. Tel-
ur stjórn SHl að athugasemd
þessi taki til þeirra umsækj-
enda scm settir voru á bið-
lista.
Stjórn SHÍ hefur þegar
kynnt mál þetta fyrir Félags-
stofnun og er kunnugt um
að stjórn stofnunarinnar hef-
ur gengið nokkuð til móts
við óskir Garðabúa cn vill
með bréfi þessu leggja mál-
ið formlega fyrir stjórn Fé-
lagsstofnunar stúdenta.
Æskir stjórn SHÍ skriflegs
svars Félagsstofnunar við
bréfi þessu hið bráðasta. Sýn-
ist stjórn SHÍ nauðsynlegt að
í svarinu verði upplýst hvern-
ig Félagsstofnun hyggst
bregðast við beiðni Garðabúa
nú og hverja möguleika
stofnunin telur sig hafa til að
fullnægja henni nú og fram-
vegis. Mun stjórn SHÍ síðan
koma þeim upplýsingum til
Garðabúa fyrir lok þessa
mánaðar.
Virðingarfyllst,
Stjórn SHÍ.
Reykjavík, . maí 1973.
Stjórn stúdentaráðs H.I.,
Reykjavík.
Sem svar við bréfi yðar,
dags. 5. þm„ varðandi sum-
arvist á Stúdentagörðunum
vill Félagsstofnun stúdenta
taka þetta fram:
a) 36 garðbúar sóttu um
sumarvist þessu sinni. Af
þeim óskuðu nokkrir að búa
á garði hluta sumars. Tillög-
ur garðprófasta um úthlutun,
sem samþykktar voru á
stjórnarfundi F.S. 27. apríl
s.l., gerðu ráð fyrir að 23
umsækjendum væri lofað
garðvist en tveimur umsókn-
um hafnað. Eftir því urðu 11
umsækjendur á biðlista, mið-
að við að 20 herbergi væru
til ráðstöfunar eins og und-
anfarin ár. Stjórn F.S. fól
skrifstofu stofnunarinnar að
reyna eftir megni að útvega
þeim hentugt húsnæði og
heimilaði jafnframt að taka
1 eða 2 tiltekin hcrbergi, á
görðunum handa stúdentum
til viðbótar herbergjunum á
efstu hæð Nýja garðs. Verð-
ur svo gert. Einn stúdentinn,
sem fékk loforð fyrir sumar-
vist, reyndist ekki þarfnast
hennar, þannig að átta eru
nú á biðlista. Hefur þegar
verið hafizt handa um að út-
vega þeim herbergi á sem
beztum kjörum.
b) Enginn vegur er að taka
í sumar fleiri hcrbergi und-
an hótelrekstri en þegar hef-
ur verið ákveðið skv. fram-
ansögðu. öllum öðrum her-
bergjum hefur verið ráðstaf-
að á vegum Hótels Garðs
mestallan hóteltímann 10.
júní til 1. sept.
c) Um möguleika F. S. að
fullnægja framvegis allri eft-
irspurn eftir sumarvist á
Garði er það að segja, að þar
vegast á annars vegar hús-
næðisþörf einstrkra stúdenta
og hinsvegar hagur F.S. og
Garðbúa almennt af hótel-
rekstrinum. Árleg hlutdeild
hótelsins í húsnæði garðanna
er nú orðið sem næst 17%%
af húsnæðinu, en hótelið
stendur árlega skil á 30 til
40% af brúttó-leigutekjum
Garðanna, auk þess sem það
stendur að miklu leyti undir
rekstrarkostnaði þeirra yfir
hótelmánuðina. Kemur þetta
Garðbúum til góða við á-
kvörðun húsaleigu. Auk þess
hefur verið verulegur hagn-
aöur af rekstri hótelsins.
Rennur hann til F.S. og er
afar mikilvægur stuðningur
við framkvæmdir stofnunar-
innar í þágu stúdenta. Sér-
hver skerðing á herbergja-
kosti hótelsins hlýtur að
lækka hvorttveggja, leigu-
greiðslu þess til Stúdenta-
garðanna og tekjuafgang, og
það meira en í ‘ hlutfalli við
fækkun herbergja, því að
rekstrarkostnaður mundi ekki
minnka að sama skapi. I því
sambandi má benda á, að
brúttótekjur af einu her-
bergi miðað við 60 daga
nýtingartíma eru nálægt 54
þús. kr. miðað við núgildandi
verðlista hótelsins.
Með beztu kveðjum,
f.h. stjórnar Félags-
stofnunar stúdenta
Þorvarður Örnólfsson.
★
r Verðandi, félag vinstri sinn-
icv aðra.fStúdenta, hélt félagsfund í
Stndentaheimilinu þriðjudaginn
17. apríl, þar sem menn raxld'u
málin. Fóru fram bæði ítarlegar
og fræðilegar umraéður um þátt-
töku Verðandi í Rauðri verka-
lýðseiningu 1. maí. Var þátttaka
samþykkt a ðþví tilskyldu að
vissar breytingar yrðu gerðar á
uppkasti að stefnuyfirlýsingu 1.
maínefndar, sem miðaði að því
að draga skýrar fram tilgangs-
leysi útfærslunnar á fiskveiðilög-
sögunni, ef hún yrði aðeins til
þess, að auðvaldið, borgarastétt-
FRÁ VERÐAND!
in á íslandi, kæmíst í betri að-
stöðtí1 til áS: 1 stundá 'rányrkju á
fiskimiðunum við landið,og gæti
að sama skapi stundað arðrán á
íslenzkum sjómönnum og verka-
lýð í landi í enn ríkara mæli en
áður.
Einn maður, Skúli Thor-
oddsen, lagðist gegn stuðningi
við Rauða verkalýðseiningu 1.
maí og mæltist til þess að held-
ur yrði lýst yfir • stuðningi við
aðgerðir KSML 1. maí.
Breytingatililögur Verðandi á
uppkastinu voru seinna sam-
þykktar samhljóða í 1. maí
nefndinni og var Verðandi því
beinn þátttakandi í aðgerðum
Rauðrar verkalýðseiningar 1.
maí.
Þar næst var lögð fram skýrsla
fulltrúa Verðandi í Víetnam-
nefndinni, Sveins Rúnars Hauks-
sonar, og gerði hann það sjálfur.
Á eftir voru kosningar nýrra
fulltrúa í nefndina og hafði áð-
ur verið samþykkt uppástunga
um að hafa þá tvo í stað eins.
Voru þeir Ólafur Stephensen og
Sveinn R. Hauksson réttkjörnir
fulltrúar í nefndina með ölium
greiddum atkvæðum.
Nom-fundur ályktar
um landhelgismálið
Formenn stúdentaráða á
Norðurlöndum (Danmörk,
Finnland, Færeyjar, ísland, Nor-
egur og Svíþjóð) komu sam-
an til fundar í Helsinki dag-
ana 11.—13. maí. Samtök þau
sem þessir menn voru fulltrúar
fyrir hafa um 400,000 manns
innan sinna vébanda, en það
er sá hópur sem er í æðra
námi á Norðurlöndum.
Eitt þeirra mála sem rædd
voru á þessum fundi var fisk-
veiðilögsagan við ísland og for-
gangsréttur strandríkjanna í N-
Atlantshafi tii auðæfa þeirra
sem finnast í hafinu umhverfis
þau. Nutu þau sjónarmið, sem.
íslendingar hafa túlkað í land-
helgisdeilunni, einróma stuðn-
ings fulltrúa allra landanna.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða:
„Það er skoðun fundar for-
manna stúdentaráða á Norður-
löndum (NOM) sem var hald-
in í Helsinki 11.—13. maí
1973, að íbúar strandríkja við
Norður-Atlantshaf, sem eiga
allt sitt algjörlega undir fisk-
veiðum komið, hafi bæði rétt
á og beri skylda til að vernda
auðlindir sínar í hafinu og lifn-
aðarháttu sína fyrir einskorð-
uðum gróðasjónarmiðum.
Fundurinn skorar á ríkis-
stjórnir Norðurlanda, að styðja
baráttu íslands gegn rányrkju
stórveldanna á náttúruauðlind-
um íslendinga, með því að við-
urkenna nýja fimmtíu mílna
landhelgi.
í öðru lagi beinir NOM-
fundurinn þeim tilmælum til
stúdentasamtakanna í Bretlandi
og V-Þýzkalandi, að þau geri
allt sem í þeirra valdi stendur
til að koma í veg fyrir hvers
konar árás á ísland, beina eða
óbeina, af hálfu stjórnvalda
í heimalöndum sínum."
. ,3íða,st, voru. svo. umræður um
störf pólitískra námshópa Verð-
andi, bæði um námsstarfið í vet-
ur og svo um‘ frátrihald’ þesSi'
Var ákveðið að geyma frekari
umræður um mál þetta, svo og
fleiri mál sem fyrir lágu, þar til
á aðalfundi Verðandi.
Ákveðið hefur verið að halda
aðalfundinn í Stúdentalieimilinu
kl. 20,00 þ. 30. maí nk.
Fundarefni eru náttúrlega
Venjuleg aðalfundarstörf, svo
sem lagabreytingar, kosning
stjórnar og upprifjun á því hvað
gerzt hefur í tíð fráfarandi
stjórnar og hvaða lærdóm má af
því draga.
Af öðrum dagskráratriðum má
nefna, að til stendur að ræða
v "át’áfMfétíúh"' fyfir sumárið og
næsta haust, þ. e. störf náms-
hringja, hugsanlegt samstarf við
Rióftæká félagíð í MT ög vænt-
anlega ráðstefnu, sem Verðandi
hyggst gangast fyrir í júní, þar
sem til verða kvaddir merkir
menn til að flytja erindi um
„Stéttabarátmna og stöðu marx-
ismans á íslandi" ,og þau mál
síðan krufin og rædd.,
Reikna má með að þessi aðal-
Framhald á 10. síðu.
EF
DÚ
REYKIR
EINIM PAKKA A DAG
MESTAN HLUTA
ÆVINNAR eru líkurnar fyrir því
að þú látist af völdum
lungnakrabbameins
STÚDENTABLAÐIÐ — 7