Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 30.05.1973, Side 10

Stúdentablaðið - 30.05.1973, Side 10
Pjoðmærmgar fnnga i Kvik Framhald af 1, síðu. I þriðja lagi brjóta ýmsar stjórnmálaathafnir þessara gesta í bága við siðferðisvit- und þorra fólks. Til þess að varpa ljósi-á of- angreindar fullyrðingar skal bent á nokkrar staðreyndir um pólitíska stöðu þeirra Nixons og Pompidous. 1. Þeir eru viðurkenndir helztu forvígismenn hægri stefnu og auðvalds hvor í sín- um heimshluta. 2. Annar þeirra er um þess- ar mundir að hleypa af stokk- unum kjarnorkusprengingum í Kyrrahafi þrátt fyrir mót- máli landsmanna sinnaogallra nálægra ríkja. Tvö þeirra eru Ástraiía og N-Sjáland, banda- menn íslendinga í landhelgis- málinu. 3. Hinn hefur um árabil staðið staðið fyrir grimmdar- legasta lofthernaði gegn ó- breyttum borgurum sem um getur í veraldarsögunni, jafn- framt eyðingu skóga og öðr- um hrikalegum umhverfis- spjöllum. Enn spúa flugvélar hans eitri og sprengjum yfir Indó-Kína. 4. Báðir eru Nixon og Pompidou þekktir að óheiðar- legum aðferðum til að hafa áhrif á frjálsar kosningar í hcimalöndum sínum, og á Nix- on jafnvel yfir höfði sér mál- sókn fyrir glæpsamlegar að- ferðir til að koma sjálfum sér í forsetastól Bandaríkjanna. 5. Umræðuefni forsetanna tveggja á fundi þeirra verður annars vegar framtíð hernað- •arbandalagsins NATO,. sem, .í nafni lýðræðis styður a.m.k. fjórar herforingja- og einræðis- íStjónnir. í Evrópu auk.þassísem. það rekur herstöðvar á Islandi. Hinsvegar munu þeir ræða samskipti tveggja stærstu auð- valdsblokka veraldar, USA og EBE. Hvorttveggja ógnar til- veru smárikja heimsins. Vegna alls þessa skorar SHÍ á íslenzku ríkisstjórnina, að draga heimboð sitt til Nixons og Pompidous til baka ,en taka því veglegar á móti Kurt Waldheim framkvæmdastjóra . Sameinuðu' þjóðanna. Stjórn ÆSÍ gerði á -fundi - sínum 12. maí ,s.l. eftirfarandi samþykkt: Við teljum okkur skylt að mótmæla því að forseti Banda- ríkjanna, R. M. Nixon, og for- seti Frakklands, G. Pompidou komi hingað til lands, til við- ræðna, í boði íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Ástæða þessarar afstöðu okkar er sú, að báðir þessir þjóðarleiðtogar hafa brotið gegn siðferðisvitund okkar og því teljum við það skyldu okk- ar að mótmæla, bæði okkar vegna, svo og vegna allra þeirra, sem látið hafa lífið, eða misst möguleikann til að lifa, beinlínis af völdum þess- ara tveggja manna. Rétt er að benda á að Frakkar eru nú, enn einu sinni, að fara á stað með kjarnorku- sprengingar í andrúmslofti jarðar. Ekki upp yfir fjöllum Frakklands, eða í landhelgi sinni. Nei, það verða ástralsk- ar og ný-sjálenzkar konur, sem fá þann heiður í framtíðinrii að ala börn sín vansköpuð. Það er náttúra og mannlíf þess fólks, sem mun greiða fyrir kjarnorkutryggt öryggi Frakka. Á meðan Frakkar troða á Iífshagsmunum fólks á suður- hluta jarðar. Á meðan lífshags- munum fólks í SA-Asíu er drekkt í sprengjum eru ís- lenzkir fjölmiðlar uppfullir af lofi, í garð þessara manna. I gegnum skín lotningín, stoltið yfir þvl að fá að hýsa þessa heimsfræguvmenn-.- Það-gleym- ist að við teljum okkur svo fræg að eiga lífshagsmunamál. Það gleymist hverjir hafa ver- ið okkar bandamenn í því lífs- hagsmunamáli. Við skulum minnast þess að fulltrúar þess- ara tveggja stórvelda eru þekktir fyrir allt annað en Hvað ko REYKING auk heilsutjóns? Ef þú leggur anclvirði eins sígarettupakka á dag inn í bankabók, þá átt þú næga peninga fyrir ferð til útlanda, jafnvel fyrir tvo, eftir eitt ár, eða nýjum bil eftir 10 ár. stuðning smn við smáþjóðir, Stjórn ÆSÍ skorar því á ís- lenzka æsku að sýna samhug með- þjóðum 3ja heimsins, með kröftugum mótmælum þegar þessir herramenn koma“. Yfirlýsingar annarra félaga- samtaka voru í meginatriðum samhljóða þessum tveim og því óþarft að birta þær líka. Hinsvegar hafa Samtök her- stöðvaandstæðinga, Víenam- nefndin og Æskuiýðssamband Islands ákveðið að gangast fyrir friðsamlegum mótmæla- aðgerðum 31. maí í tilefni af fundi forsetanna. Þessir þrír aðilar hafa skip- að sex manna framkvæmda- nefnd, se mundirbýr aðgerð- irnar og stjórnar þeim. I nefndinni eiga sæti frá Sam- tökum herstöðvaandstæðinga Árni Björnsson og Már Pét- ursson, frá Víetnamnefndinni Árni Hjartarson og Örn Ólafs- son, Frá ÆSÍ Elías Snæland Jónsson og Erling Ólafsson. Ekki lá fyrir í smáatriðum, þegar blaðið fór í prentun hvernig þessar mótmælaað- gerðir eiga að fara fram, en þó hafði verið ákveðið að fara skyldi í kröfugöngu, sem vænt- anlega hefst í miðbænum, með því að flutt verður stutt ávarp og síðan gengið að öðrum fundarstað, sem líklega verð- ur einhvers staðar í grennd við Miklatún. Hugmyndir hafa verið uppi um fund innanhúss, að göngu lokirini. en engin á- kvörðun hafði verið tekin um það. Reikna má með, að brugðið verði upp ýmsum at- riðum til að lífga upp á göng- una á leiðinni, svo sem hljóm- list éða söng og jafnvel leik- þáttum. Svo verða náttúrlega einhver ræðuhöld. Stúdentaráð er aðili að öll- um þeim samtökum, sem til aðgerðanna boða og eru stúd- entar því hvattir til að liggja ekki á liði sínu og fjölmenna í gönguna. Reikna má og með stuðningi fjölda annarra fé- lagasamtaka. Stúdentar eru einnig hvattir til að taka þátt í öðrum mótmælaaðgerðum, sem upp kunna að koma og eru einhvers virði. Það se mhér fer á eftir er ávarp samtakanna þriggja til Islendinga í tilefni af komu forsetanna: „Þessa dagana beinist athygli heimsins að landi voru vegna viðræðna, sem forseti Banda- ríkja Norður-Ameríku, R. M. Nixon, og forseti Frakklands, G. Pompidou, munu eiga með sér í Reykjavík um næstu mánaðamót. Vissulega væri ánægjulegt, ef ættjörð vor væri friðlýst land, sem af þeim sökum væri eftirsótt sem mótsstaður til umræðna um margvíslegustu hagsmunamál mannkyns. Hitt fær Islendingum engrar gleði, að lands þeirra sé getið hvar- vetna um heim sem gististaðar tveggja af kunnustu fulltrúum hernaðarlegra misgerða við mannkynið, auðdrottnunar og félagslegs ranglætis. Bætir þá ekki úr skák, að þeir eru hing- að komnir til að ræða efna- hags- og hernaðarmál og eru hvor í sinni álfu forvígismenn þeirra afla, sem Islendingar eiga í höggi við um brýnustu lífshagsmuni sína og sjálf- stæði. íSteræík stfömvöííl féWwst á að hleypa bandarísku herliði inn í landið 1941, hét þáverandi forseti Bandaríkj- arma því, að þetta lið skyldi alR á brott við lok styrjaldar- innar. 1 28 ár hafa Islending- ar átt nær samfelldum svikum að mæta af hálfu bandarískra valdhafa í þessu efni. Gegn hörðum mótmælum mikils hluta íslenzku þjóðarinnar gerðist Island aðili að Atlanz- hafsbandalaginu 1949, með þvl fororði, að eigi skyldi erlend- ur her dveljast hér á friðar- tímum. Aðeins tveimur árum síðar var þó ódulbúinn banda- rískur her setztur hér upp með þeirri höfuðröksemd, að skyld- ur íslands við NATO krefð- ust þess. Ríkisstjórn Tslands hefur á- kveðið, að hersetunni skuli loks aflétt á þessu kjörtíma- bili. En skylt er að minnast þess nú, þegar Nixon forseti sækir land vort heim, að hann og Watergate-mennirnir I kring um hann róa að því öllum ár- um að knýja íslenzku stjórn- ina til vanefnda á þessu stærsta atriði stjórnarsáttmálans. Enn heldur Bandaríkjastjórn uppi árásarstríði sínu I Indó- kína. Nixon forseti er persónu- lega ábyrgur fyrir loftárásun- um, sem dynja á þéttbýlum svæðum Kambódíu, og hann heldur þeim áfram þvert gegn samþykktum beggja deilda Bandaríkjaþings. Brýnasta h'fshagsmunamál fslendinga nú um stundir er I raun viðurkennt lífsþörf vora á verndun landgrunnsins nema tvö af aðildarríkjum NATO I Evrópu. Bretland hefur gert vopnaða innrás á íslenzkt yf- irráðasvæði með vitund NATO og I ljósi þessa er aðild Is- lands að bandálaginú'Tráleit. Vestur-Þýzkaland neitar einnig að viðurkenna umráð Isjands yfir hinni nýju fiskveiðilög- sögu. Efnahagsbandalagið hef- ur snúizt á sveif með and- stæðingum vorum og reynt að þvinga Islendinga til undan- halds með því að neita þeim um eðlilega viðskiptasamninga, nema þeir lúti brezkum og vestur-þýzkum ofríkisöflum. Pompidou forseti er fulltrúi þessa kúgunarvalds, sem vér eigum nú í harðri baráttu við. En Pompidou hefur fleira og ekki fegurra á samvizkunni. Einmitt um þessar mundir eru Frakkar undir forustu hans að búast til kjarnasprengjutil- rauna á Suður-Kyrrahafi. Ástr- alíubúar og aðrar nálægar þjóðir hafa gripið til öflugra mótmælaaðgerða gegn þessu ódæði, og njóta stuðnings verkalýðs um allan heim. Það er skylda Tslendinga að taka kröftuglega undir þessi mót- mæli, ekki sízt vegna þess, að enginn veit, hvar næst verður niður borið, ef stórveldunum líðst, „að líta á úthöfin eins og almenning, sem þau mega losa I að vild eiturefni og úrgang eða að gera að tilraunasvæð- um fyrir gereyðingartæki sín án þess að skeyta hót um af- leiðingarnar I nútíð og fram- tíð“, eins og segir I mótmæla- áiyktun AST. Forsetarnir Nixon og Pompi- dou eru ekki til íslands komn- ir I göfugum tilgangi og eru því engir aufúsugestir. Erindi þeirra er að ráðgast um skipt- ingu Bandaríkjanna og Efna- hagsbandalags Evrópu á þeim ránsfeng, sem iðnþróuð ríki slá eign sinni á, meðan tveir þríðjungai* mannkyns svelta. Islendingar eiga enga samleið með þessum herrum. Islend- ingar eiga í þessum efnum samleið með undirokuðum þjóðum þriðja heimsins, og þeim eigum vér hina stærstu skuld að gjalda. Þær hafa staðið með oss, þegar mest hefur legið við, en erkifjend- ur vorir eru einmitt þeir menn tveir, sem hér eru að setjast á rökstóla og þjóðfélagsöflin að baki þeim. Við komu forsetanna og meðan á dvöl þeirra stendur munu Islendingar því hafa uppi hina hin öflugustu mót- iriæli. Hafa Samtök herstöðva- andstæðinga, Víetnam-nefndin á Islandi og Æskulýðssamband íslands ákveðið að gangast fyrir mótmælaaðgerðum 31, maí n.k. þar sem m.a. verða bornar fram kröfur Gegn hersetu Bandaríkjanna á íslandi Gegn innrás Breta og yfir- gangi tveggja NATO-ríkja á íslandsmiðum Gegn liðveizlu Efnahagsbanda- lagsins við andstæðinga Is- lands og tilraunum til að kúga íslendinga til hlýðni Gegn kjarnorkutilraunum Frakka og hvers konar mengun úthafa eða eitrun á umhverfi mannsins. Gegn stríðsrekstri Bandaríkj- anna I Indókína Gegn heimsvaldastefnu stór- velda NATO burt frá Islandi“. Frá Verðandi Framhald af 7. síðu. fundur taki dl umræðu stöðu og starfsvettvang stjórnaonVaxðandi og eins hvort félagið þarf að taka upp í lög sín klágúh\ U.m agamál, þ. e. hvort viðurlög skuli vera til við því, ef félagsmenn gera sig seka um eitthvað þa.ð, sem líta má á sem agabrot gagn- vart félaginu. — Að lokum má reikna með því, að væntanleg heimsókn tveggja atómgáng- stéra utan úr heimi daginn eftir, verði rædd. Blómlegt starf Framhald af 6. síðu. félaga sinna. Kemur þar helzt til greina að beitt verði ívilnun- uffl í sambandi við lengd náms- tíma, námslán o. fl., þannig að enginn þurfi að fórna sér fyrir hópinn og hrekjast frá námi af þessum sökum. Það er álit SHÍ að störf stúdents að félagsmál- um stúdenta eigi að teljast eðli- legur og sjálfsagður þáttur í námi hans. Að þessi störf verði annað hvort metin til eininga eða að minnsta kosti getið á prófskírteini, á sama hátt og námsárangurs. Vegna skorts á rekstrarfé' hef- ur Stúdentaráð samþykkt að' fara fram á það við Háskólaráð að innritunargjöld við HÍ vérði hækkt.ð úr kr. 1.500,00 í kr. 2.200,00 og að aukinn hluti þeirra renni til Stúdentaráðs. Á- stæða fyrir aukinni fjárþörf SHÍ er meðal annars hinn. mikli kostnaður við blaðaútgáfu, en einnig kemur inn í dæmið ó- vissa urn, hvort hægt er að halda Áttadagsgleði næsta gamlárs- kvöld, en hún hefur verið ein helzta tekjulind ráðsins hingað til. Nánar verður greint frá þessu máli seinna. R. Á. A. 10 STUDENTABLAÐIÐ ♦

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.