Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 19 Sigurjón Björnsson, prófessor: Hugað að stúdentasamtökum Hvað getur gamall kennari, sem hefur ekki einu sinni sjálfur neina reynslu af félagsskap stúdenta sagt gagnlegt um þau mál? Líklega harla fátt. Varla sakar þó að leiða hug að málum úr því að um er beðið. Hlutverk stúdentasamtaka Augljóslega hafa samtök há- skólastúdenta nokkrum veigamikl- um hlutverkum að gegna. I fyrsta lagi sinna þau ýmsum hagsmuna- málum stúdenta, þar sem reynt er að stuðla að því að aðstaða þeirra til náms bæði fjárhagslega og önn- ur verði sem best. í öðru lagi er ætlun þeirra að hafa áhrif á starf- semi háskóla með ýmsu'm hætti og taka þátt í stjórnun þeirra að þjálfa stúdenta við félagslega starfsemi, að vera þeim eins konar æfinga- völlur áður en til annarrar veru- legrar þátttöku kemur í samfélag- inu. Og í fjórða lagi eru stúdenta- samtök eðlilegur vettvangur fræðslustarfsemi og skemmtunaraf ýmsu tagi. Þeim er ætlað að stuðla að auknum kynnum meðal stúd- enta, styrkja samkennd þeirra og gera þeim fært að skýrgreina sig betur sem samfélagshóp. Vel má vera að hlutverkin séu fleiri. En þessi koma mér í hug að sinni. Stúdentasamtök við Háskóla ís- lands þekki ég einungis „utan frá” ef svo má segja. Þau undanfarin 12 ár sem ég hef kennt við H.I. hef ég þó að sjálfsögðu fylgst nokkuð með félagsstarfsemi stúdenta. Starfað hef ég með fulltrúum stúdenta- samtaka í allmörgum nefndum og ráðum. Ég er ekki í neinum vafa um að stúdentasamtökin hafa unnið mjög vel að hagsmunamálum stúdenta. Hin öfluga Félagsstofnun stúdenta með margháttuðum og mikilvæg- um rekstri ber því glöggt vitni. Stúdentar hafa staðið í byggingu húsnæðis, þeir hafa breytt lífi og námsmöguleikum fjölmargra stúd- enta með ötulli baráttu í lánamál- um o.fl. o.fl. Það væri í meira lagi ósanngjam dómari sem teldi að í þessum efnum hefði ekki verið ágætlega vel á málum haldið. Hlutdeild stúdenta í stjórnun Háskólans Það hefur ávallt verið skoðun mín að þátttaka stúdenta í stjómun Háskóla íslands og áhrif þeirra á mótun hans hafi yfirleitt verið til góðs. Ég minnist fimm ára setu minnar í háskólaráði og þátttöku stúdenta þar. Yfirleitt voru þeir málefnalegir, vel undirbúnir og framkoma þeirra hin prúðmann- legasta. Mörg þörf nýmæli komu frá þeim og margt athyglisverðra ábendinga. Líklegt þætti mér að í ljós kæmi, ef athugað væri, að margar þeirra breytinga sem orðið hafa á Háskóla Islands á umliðnum áratug og til bóta þykja horfa, séu upphaflega frá stúdentum komnar. Þar kom mér fyrst í hug breytingar á kennslufyrirkomulagi og náms- skipan í átt til meiri fjölbreytni og sveigjanleika. Og hvar annars stað- ar en hjá stúdentum er upptökin að finna að mun frjálslegri og óform- legri samskiptum nemenda og kennara? Þetta tvennt hefur breytt háskólanum til muna og gert hann að miklu manneskjulegri og við- felldnari samastað. Þá má það ekki gleymast að stúdentar hafa nokkr- um sinnum skorið upp herör þegar hart hefur verið vegið að skólanum og starfsemi hans í hættu stödd. Hefur þá liðsauki þeirra verið betri en ekki. Félagsstarf — stúdentapólitík Tveimur síðamefndu þáttunum í starfi stúdentasamtakanna er ég eins og vænt má miður kunnugur. Þó veit ég að talsvert stór hópur stúdenta fær þar mjög gagnlega þjálfun í félagsstörfum, sem kemur þeim að góðu haldi síðar. Víst fer heldur ekki fram hjá neinum að stúdentar halda uppi nokkurri fræðslustarfsemi og viðleitni til listrænnar miðlunar, og skemmti- starfsemi er auðvitað allnokkur. Sumir munu vilja halda því fram, að þátttaka stúdenta í félags- starfsemi sé ekki nógu almenn. Það kann rétt að vera. En þá er þess að geta að aðstaða til öflugrar og al- mennrar félagsstarfsemi er á marga lund næsta örðug. Þar veldur mestu hversu ákaflega starfsemi Háskól- ans er dreifð. Kennsla fer fram víðs vegar um borgina og stórir hópar eru mjög einangraðir hver frá öðr- um, kynnast ekki og eiga lítil sam- skipti. Megin ástæðan fyrir þessari dreifingu er að sjálfsögðu hinn bagalegi húsnæðisvandi háskólans, sem bitnar auðvitað einnig á stúd- entum með mörgu öðru móti. Stúdentar við Háskóla íslands X^/esið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsingasíminn er 2 24 80 Áskriftarsíminn er 830 33 þyrftu því vissulega að láta sig byggingamál hans skipta sig miklu. Eigi félagsstarfsemi að vera þess umkomin að sameina einstaklinga, þjálfa þá við lýðræðislega sam- vinnu og hrinda fram stórvirkjum, má hún helst ekki hafa innan sinna vébanda starfsþætti sem þannig eru vaxnir að þeir orki frekar til sundr- ungar en sameiningar, ýti fremur undir úlfúð en eindrægni. Hér höfða ég að sjálfsögðu til hinnar pólitísku flokkaskiptingar. Líklega er viðkvæmt að ræða þetta atriði þar sem kosningar til Stúdentaráðs eru á næsta leyti. En varla get ég þó sleppt því. Eðli sínu samkvæmt ýtir pólitískur flokkadráttur undir sundrungu. Hver flokkur reynir að hæla sjálfum sér og sér óvin í öðr- um flokkum. Sérhver flokkur reynir að „eigna“ sér sem flest góð mál og koma í veg fyrir að aðrir hrindi þeim fram. Mér finnst mjög vafasamt að pólitískur flokka- dráttur meðal háskólastúdenta sé æskilegur. Er ekki allt það sem getur gert Háskóla íslands að öfl- ugra fræðasetri, þægilegri vinnu- stað með manneskjulegra and- rúmslofti, lýðræðislegra og réttlát- ara fyrirkomulagi, — allt það sem stuðlar að bættum hag stúdenta og gerir þeim námsleiðina greiðari, — er þetta ekki allt sameiginleg áhugamál stúdenta hverjar svo sem stjómmálaskoðanir þeirra kunna annars að vera? Og er það ekki öðru mikilvægara að þeir standi sameinaðir um þau mál? Nú er það að sjálfsögðu ofur eðlilegt að háskólastúdentar séu pólitískir eins og annað fólk. Sumir hafa jafnvel þann metnað að gera stjómmál að ævistarfi. En þó að menn þurfi kannski þannig þjálfun í pólitískum efnum, hygg ég að það Hann er öllu fremur námssamfélag, eða ætti a.m.k. að vera það. Þangað kemur hver og einn af frjálsum vilja, stúdentar jafnt sem kennarar. Allir koma í þeim tilgangi að læra, sumir lengur, aðrir skemur. Þeir sem áleiðis eru komnir á mennta- brautinni aðstoða þá sem skemmra eru komnir. Skýrgreining sem þessi felur í sér trú á gildi námsferlisins sjálfs fremur en á afurð þess. Hún gerir ráð fyrir því að í því að læra sé fólgin viss nautn og lífshamingja og lagt er jafnframt gildismat á far- sæld af því tagi. Þeir sem slíkum sjónarmiðum fylgja eiga sér í raun aðeins einn yfirboðara: skynsam- leg og yfirveguð rök byggð á þjálf- un hugans og traustri þekkingu. Það er sannfæring mín að góðum háskóla beri að rækta sjónarmið sem þessi. Séu þau í heiðri haldin skoðast enginn öðrum æðri sakir formlegrar stöðu sinnar, heldur einungis í krafti rökvíss og málefn- anlegs málatilbúnaðar. Góð hug- mynd ætti að vega jafnþungt hvort sem hún kemur frá rektor eða ný- stúdent, því að hún er vegin á sömu vog. En þessu fylgir einnig það að allir háskólanemar, hvort sem þeir kallastkennarareðastúdentarþurfa að vinna saman sem ein heild. Báðir eiga sömu hagsmuna að gæta og báðir stefna að sama marki. Án slíkrar heildar er háskóli væng- brotin stofnun. Við vitum vel að á samvinnu sem þessari er mikill misbrestur í Háskóla Islands. Þar standa óþarflega oft tvær fylkingar hvorgegn annarri. Spurning mín er hvort stúdentar geti eða vilji ein- hverju breyta um þetta, úr því að málinu er beint til þeirra að sinni. Gerum okkur strax ljóst að lítið gagn er í því að breyta til muna hinum núverandi formlegu valda- hlutföllum. Það er í raun að viður- kenna það yfir- og undirsátakerfi sem ég mæli hér gegn. Enginn vitkast heldur mikið við það eitt að verða valdameiri. Stúdentar geta breytt miklu engu að síður. Þar er að mínu viti áhrifamesta og réttasta leiðin sú að taka sem flest háskóla- málefni til málefnalegrar og vel undirbúinnar umræðu og kalla til hennar sem flesta háskólanema skv. fyrrgreindri skýrgreiningu. Af nógu er vissulega að taka. Slíkar umræður eru líklegar til þess að verða upphaf stefnumótunar. I þessu sambandi er þó skylt að geta þess stúdentum til lofs að þeir hafa þó nokkrum sinnum efnt til slíkra mannfunda, en í svipinn minnist ég þess ekki að háskólayfirvöld hafi haft þann háttinn á. Mál mitt mætti vissulega vera II 1 !| 1 r i$ í||| II 1 I Bi II 1! P li 1 ifi V I p 1 .1« lifl 1 mmm in| lllJl 1 1 H 1 væri stúdentum sjálfum og háskól- anum miklu farsælla ef slíkum áhuga og undirbúningi yrði vísað burt úr samtökum stúdenta og yfir til stjómmálaflokkanna (Hinn hlýi faðmur þeirra stendur öllum opinn svo sem kunnugt er!). Þá ættu stúdentar að geta beitt sér samein- aðir fyrir þeim nauðsynjamálum, sem brýnt er að fram gangi. Háskóli — námssamfélag Háskóli er að mínu viti ekki rétt skýrgreindur sem taka þátt í stjómun þeirra, að þjálfa (enda þótt það standi í lögum). miklu lengra, því að mér finnst sem ég stansi í miðjum klíðum, þegar ég slæ nú botninn í þetta spjall. En einhvers staðar verður að setja lokapunktinn. Ég óska ykkur stúd- entum þess eins að lokum, að þær kosningar sem nú fara í hönd megi fara vel og prúðmannlega fram. Sýnið nú stjómmálagörpunum gömlu gott fordæmi og sannið fyrir þeim að ekki er það einhlítt að aukið vit fylgi vaxandi aldri. Og umfram allt: Þegar kosningu er lokið, leggið ykkur þá fram um að standa alíir sem einn að öllu því sem til heilla má horfa fyrir ykkur sem námsmenn og Háskóla fslands sem veitir ykkur fóstrið.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.