Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐIÐ 25 Félag vinstri manna — Félag vinstri manna — Félag vinstri manna Hlutverk F.S. er að uppfylla félagslegar þarfir stúdenta sem ekki eru uppfylltar annars staðar við Háskóla íslands. Sem sagt, hlutverk stofnunarinnar er að vera þjónustumiðstöð við stúdenta. Þessu hlutverki hefur F.S. gegnt þolanlega þar til upp á síðkastið. Þá datt nokkrum labbakútum, flestum utan úr bæ, í hug að gera F.S. að einhverskonar sjoppu sem ætlast er til að skili peningalegum gróða. Mótmæli meirihluta S.H.Í. voru vægast sagt engin enda kom síðar í ljós að þeir voru flestu fylgjandi. Þegar slík gróðasjónarmið lenda uppi á teningnum virðast háleit markmið og sjálfsögð, eins og jafn- rétti til náms, mega sín lítils. Eitt dæmið um hversu ákveðið núverandi stjórn F.S. starfar að hagsmunum stúdenta varðar hækkun á verðlagi kaffistofa F.S. svo og matsölu. Undanfarin ár hefur venjan verið sú að hækka verðlagið tvisvar á ári, við upphaf haustmisseris og vormisseris. Við upphaf vormisseris nú, var staðan hins vegar sú að gróði af þessum fyrirtækjum var svo mikill að hækkunar var ekki þörf. Þar af leiðandi gerði hagsmunanefnd S.H.t. ályktun þess efnis að verðlag yrði ekki hækkað. Hvernig sem á því stóð var krafa þessi hunsuð og verðlag á kaffistofum hækkað um 30% en verðlag matsölu um 6%. Gert með hagsmuni stúdenta að er hin óeðlilega hækkun leigu á hjónagörðum, sem þó endaði með málamiðlun milli íbúa þeirra og stjómar F.S. Stjórnin sú og þeim sem ætlað er að gæta hagsmuna stúdenta (þ.e. meirihluta stúdenta- ráðs) töldu nú tíma til þess kominn að garðsbúar þessir tækju á sig að greiða af lánum þeim sem tekin voru við byggingu þessa húsnæðis, eins og flestum þeim mun kunnugt er lesa Stúdentablaðið. Þeir voru jafnvel svo almennilegir að taka þá ákvörðun að skipta „nauðsynlegri'1 hækkun í tvo hluta, milli tveggja ára. Já, hér er það nefnilega kær- leikurinn sem gildir. Vandamálið búningur mun jafnvel þegar haf- inn. Allir eru líklega sammála um að F.S. skuli sjá um byggingu nýrra garða. Spurningin stendur um það hverjir eigi að borga brúsann. Félagsstofnun, segja sumir. En hvernig á hún að geta það? F.S. er þjónustumiðstöð við stúdenta og það á ekki að reka slíka stofnun með gróða. Enda væri á engann hátt réttlætanlegt að láta alla stúdenta greiða fyrir húsnæði sem aðeins lítill hópur þeirra fær að- gang að. Aðrir telja rétt að láta væntan- lega íbúa þessa garðs greiða. Verk Hægri - meirihlutinn I þágu hverra? leiðarljósi, geri ég ráð fyrir, þó ég skilji nú ekki alveg hvernig það samræmist þeint hagsntunum. Eins og flestum mun kunnugt vera er ein af ástæðum þessa gróða sú að aðsókn að þessum fyrirtækj- um hefur aukist allverulega. Jafn- framt hefur álag á starfsfólki aukist stórlega. I þessum þrem kaffistof- um sem F.S. rekúr nú, eru þrír starfsmenn. Starfa þær frá klukkan 8—4 á daginn án matar- eða kaffi- hléa. Er ekki tími til kominn að eitthvað verði gert í þessu máli? Er ekki tími til kominn að stúdentar ráði meiru hvað lýtur að stjóm F.S. í dag hafa þeir þrjá fulltrúa af fimm, þar af hefur einn lokið námi. Sá Vökustaur starfar vissulega ekki að málefnum stúdenta. Annað dæmi vil ég nefna en það fólst bara í þvi að ekki litu neinir aðrir en þeir, sem ákvörðun þessa tóku, á þetta sent kærleik, enda ekki von. Við kærunt okkur ekki um að láta örfáa leigjendur (um 100) greiða byggingu á húsnæði sem 3900 aðrir eiga með þeirn. Hvernig staðið var að byggingu hjónagarða og nú hvernig á að greiða það fyrirtæki er vissulega sorgleg saga, sent ekki er ástæða til að rekja nánar hér. Meginatriðið er að sú saga endurtaki sig ekki. Vaka virðist þó vera tilbúin út í annað slíkt ævintýri en það eru vinstri menn alls ekki. Og þá erum við komin að kjarna málsins. Nefni- lega, hvort stúdentar skuli greiða úr eigin vasa byggingu nýrra garða, sem allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að byggja. Undir- þeirra hafa þegar talað í andstöðu við hugmyndina um jafnrétti til náms. Hvernig getum við réttlætt það að sumir greiði fyrir uppbygg- ingu húsnæðis, sem þeir, þar að auki, eiga mjög lítið í (1/4000 hver leigjandi), á meðan aðrir gera það ekki af því að þeir eru svo heppnir að vera fæddir á réttum stað á landinu? Þar að auki er flest fólk á okkar aldri að setja sig niður, eign- ast maka, börn og bú. Stúdentar eru þar ekki undanskildir þó þeir hafi ekki laun fyrir sína 40 stunda vinnuviku, því miður. Að telja að þessir stúdentar hafi fjárhag til byggingaframkvæmda af þessu tagi er álíka ntikil fjarstæða og að halda því fram að Dallas sé menn- ingarlegur þáttur. Það er augljóst að utanaðkom- andi fjármagns er þörf. En hvaðan? Eitthvað hefur verið tæpt á tillög- um, t.a.m. að hleypa „hinu frjálsa framtaki" inn í málin. En værum við ekki bara í söntu sporum eftir sem áður? Yrðu gróðasjónarmiðin ekki ofan á? Það telja vinstri menn. Þeir telja ennfremur að ríkissjóður sé eini valkosturinn. Ef nýir garðar verða byggðir á kostnað ríkisins hljóta báðir aðilar hag af. Stúdent- ar fá húsnæði á raunverði en ríkið sinnir eðlil'egum kröfum lands- manna eftir húsnæði, jafnframt því sem losnaði um húsnæðisvanda- málið margumtalaða. Með þessu móti og engu öðru virðist vinstri mönnunt að stuðlað sé m.a. að kröfunni um jafnrétti til náms. Hafi aðrir aðilar raunhæfari úrlausnir, sem jafnframt samræmast hags- munum stúdenta, eru vinstri menn til viðræðu. Brynja Ásmundsdóttir Úr stefnu Félags vinstri manna Jafnrétti til náms Háskólinn fái nægt fjármagn til starfsemi sinnar Gegn öllum hugmyndum um harðari inn- tökuskilyrði Gegn fjöldatakmörkunum í hvaða mynd sem þær birtast Einn maður — eitt atkvæði í rektorskjöri Þriðjungsaðild stúdenta að öllum stjórnum og ráðum háskólans Atkvæðisrétt til stúdenta við allar stöðu- veitingar Námsnefnd í hverri kennslugrein — virkari námsnefndir Meiri fagrýni Hæfilegt námsálag — mikið námsálag hefur í för með sér ógagnrýnið nám Niður með deildamúrana Náið samstarf við deildarfélögin FS verði áfram þjónustustofnun, ekki gróðastofnun Verð á þjónustu FS miðist við greiðslugetu stúdenta Næg dagvistunarrými Byggt verði eða leigt íbúðarhúsnæði fyrir stúdenta eins fljótt og kostur er Stúdentar verði ekki látnir greiða byggingu nýrra garða í gegnum hærra verð á þjón- ustu FS. Kostnaði við byggingu garða verði ekki velt inn í leigu á viðkomandi garði Vörumst Hjónagarðsævintýrið Framfærslumat LÍN verði miðað við raun- verulega framfærslu Aukinn tekjuumreikningur Stúdentar fái rétt til að taka sumarfrí eins og aðrir LÍN fái fjármagn til að nýta sér tækni nútímans og bæta þjónustuna Engar endurgreiðslur af þurftariaunum Endurgreiðslumar verði til þess að jafna laun ísland úr NATO — herinn burt Styðjum friðarhreyfingamaj; — kjarn- orkuvoþnalaus Evrópa v - Styðjum frelsishreyfingar a|þýðu um víða veröld Aukinn stuðningur við umhverfisvernd Tekið verði upp samstarf við SÍNE og BÍSN um útgáfumál

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.