Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 10
26 STÚDENTABLAÐIÐ FÉLAG UMBÓTASINN - UR STEFNU SKRANNI Félagsstofnun Stúdenta Húsnæðismál Menntamál Menntamál Grundvallarsjónarmið Umbóta- sinnaðra stúdenta er að Félags- stofnun sé fyrirtæki stúdenta sjálfra sem hafi að leiðarljósi að veita stúdentum sem besta og ódýrasta þjónustu á hverjum tíma. Rekstur F.S. skal ætíð vera í höndum stúdenta enda er hann á þeirra ábyrgð og áhættu. Umbótasinnaðir stúdentar hafna öllum útboðshug- myndum á rekstri stofnunarinnar eins og fram hefur komið í stjórn þeirra á F.S. sl. ár. Fjármögnun félagsstofnunar: Umbótasinnaðir stúdentar leggja megin áherslu á að ríkið standi við skuldbindingar sínar um framlag til F.S. en þær felast m.a. í greinargerð með lögum um Félagsstofnun stúdenta frá 1968 og nefndarálitinu frá 1979 en þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til F.S. séu mun hærri en framlög stúdenta. Umbótasinnar eru þeirr- ar skoðunar að innritunargjöld skuli m.a. nota til frekari uppbygg- ingar á þjónustu F.S. enda er sjálf- sagt að stúdentar taki þátt í eflingu sinnar eigin stofnunar með fram- lögum til hennar. Innritunargjöldin skulu ekki notuð til að greiða niður verð á þjónustu F.S. Umbótasinn- aðir stúdentar eru algjörlega á móti því að daglegur rekstur standi undir uppbyggingu á stofnuninni s.s. byggingu bamaheimila, stúdenta- garða og annarra sambærilegra rekstrareininga. Mötuneyti: Að frumkvæði Umbótasinnaðra stúdenta var gerð grundvallar- breyting á rekstri mötuneytisins. Það varð til þess að matarverð lækkaði mjög og öll þjónusta var stórbætt enda skal markmið mötu- neytisins ætíð vera að selja sem flestum stúdentum góðan mat svo og að veita sem besta þjónustu, allt við vægu verði. Bamaheimili: Svo fullnægt verði þeirri kröfu að jafnrétti ríki til náms þá verði áfram stefnt að byggingu nýs barnaheimilis og reynt verði að knýja á um sanngjarnari lausn heldur en þá sem nú liggur fyrir. Umbótasinnar munu einnig berjast fyrir því að stúdentar fái sama styrk frá ríkinu og einstæðar mæðurfá til barnagæslu hjá dagmömmum. Bóksalan: Umbótasinnar leggja áherslu á að umbótum á rekstri bóksölunnar verði hrundið í framkvæmd sem fyrst, öllum stúdentum til hagsbóta. Við leggjum til að farið verði að tillögum nefndarinnar sem nú vinnur að úttekt á rekstri bóksöl- unnar t.d. með tölvuvæðingu fyrir augum. Ferðaskrifstofa stúdenta: Stefnt skal að frekari uppbygg- ingu Ferðaskrifstofu stúdenta með það i huga að afla stúdentum sem hagkvæmastra ferða, enda sé nokkurn veginn tryggur grundvöll- ur fyrir rekstri hennar. Leita skal allra leiða til að stækka markaðs- hlutdeild Ferðaskrifstofunnar. Fjölritun: Umbótasinnaðir stúdentar telja fjölritunina nauðsynlegt þjónustu- fyrirtæki. Nú er og ljóst að hægt er að reka hana á hagkvæman hátt nemendum til hagsældar. Ekki á því að leggja eyrun við þeirri firru að leggja niður þennan starfsþátt F.S. Tryggja verður að jöfn endur- nýjun tækja eigi sér stað svo nem- endur fái fullkomna ljósritun. Námsmannahcimili Það er umbótasinnuðum stúdentum ljóst að húsnæðisskort- og okurleigu á stór-Reykjavíkur- svæðinu megi að nokkru leyti rekja til húsnæðiseftirspurnar náms- manna. Eina raunhæfa leiðin til lausnar húsnæðisskortinum er bygging námsmannaheimila. Það er stefna umbótasinnaðra stúdenta að forða námsmönnum frá kjörum hins almenna markaðar með því að byggja námsmannaheimili og verði bygging þeirra fjármögnuð af hinu opinbera og skal í þessum málum allt gert til að auka á hagsæld og réttindi námsmanna. Þar sem það virðist standa á hinu opinbera að fjármagna námsmannaheimili þarf að stofna með lögum byggingar- sjóð stúdenta. Sjóðurinn verði fjármagnaður með frjálsum fram- lögum einstaklinga, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka og einnig með lánum frá lánastofnunum eins og Húsnæðismálastofnun ríkisins og Byggðasjóði. Ríkissjóður taki síðan að sér að greiða afborganir og vexti. Ekki er óraunhæft að líta svo á að Byggðasjóður láni til slíkra framkvæmda eða að Jöfnunar- sjóður sveitafélaga veiti framlag því hér er vitaskuld á ferðinni byggðamál. Einnig væri rétt að kanna hvort ekki sé möguleiki á að einhver hluti af fjármagni Happ- drættis Háskóla íslands sem nú rennur til skólans gæti runnið í þennan sjóð. Umbótasinnaðir stúdentar munu beita sér fyrir því eftir mætti að lögum Húsnæðismálastofnunar verði breytt þannig að námsmenn geti flokkast undir sama kerfi og verkamenn þ.e.a.s. 80% lán til byggingar námsmannaheimila. Menntamál Umbótasinnar grundvalla stefnu sína á rétti einstaklingsins til að þroska með sér þá hæfileika sem í honum búa sér og samfélaginu til heilla. Þar hefur Háskólinn algjöra sérstöðu sem helsta mennta- og rannsóknarstofnun landsins. Breytt viðhorf Það viðhorf sem ríkir í þjóðfé- laginu í dag gagnvart skólanum er almennt mjög neikvætt og gera menn sér ekki grein fyrir mikilvægi hans fyrir framtíð þjóðarinnar. Helsta markmið okkar Umbóta- sinna er að berjast gegn því viðhorfi stjómvalda að hægt sé að kaupa sér frið með smáskammtalækningum. Þetta viðhorf er dragbítur á alla starfsemi skólans og veldur spilltu hugarfari kæruleysis og uppgjafar. Ljóst er að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi hafa brugðist trausti stúdenta. Tímabært er að skólinn athugi í fullri alvöru möguleika á nýjum og tryggari tekjustofnum. Afleiðingar smáskammtalækn- inga ríkisins eru þær að nú sverfur mjög að um húsnæði og fjöldi stundakennara er óhóflegur og öll- um til tjóns. Ríkisvaldið á ekki að komast upp með það að unga út mennta- og fjölbrautaskólum án þess að undirbúa Háskólann undir að taka við þessufólki. Hingað leita flestir stúdentar hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Áherslu verður einnig að leggja á að gera húsnæði skólans og aðrar bygging- ar sem tilheyra stúdentum að- gengilegar fötluðum. Stjómsýsla skólans Sorglegt verður að teljast viðhorf skólans til stúdenta. Allt of Iftil viðurkenning er í flestum deildum á frelsi og hæfileikum stúdenta til þekkingarleitar og sjálfstæðis í námi. Ekki er síður sorglegt það al- gjöra áhugaleysi yfirstjórvar skól- ans á mögulegum áhrifum stúdenta á stjómun og rekstri skólans. Stefna skal að auknu námsmati svo ritgerðir, dæmi, raunhæf verk- efni, seminör o.fl. geti komið inn í námsmat í auknum mæli. Þessi verkefni gefa ekki verri mynd af þekkingu og hæfni viðkomandi nemenda en próf ein sér. Einnig þarf að endurskoða punktakerfið þar sem það endurspeglar ekki lengur námsefni greina né vægi milli deilda. Hraða ber samningu stunda- Stefna okkar Umbótasinna varðandi námslán mótast af því hvers eðlis við teljum þau vera. Að okkar áliti eru námslán félagsleg lán sem stuðla að efnahagslegu jafnrétti til náms. Þau tryggja það að enginn þurfi að hverfa frá námi vegna fjárskorts og eru því mikil- vægur hlekkur í að koma á auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Námslán eru framfærslulán og eiga því að mæta fullum fram- færstlukostnaði námsmanns. Eins og allir þekkja er núverandi fram- færslugrundvöllur mjög vanmet- inn. Sem dæmi má nefna að hús- næðisliðurinn nemur aðeins rúm- um 1000 kr. á mann. Umbótasinn- aðir stúdentar telja það alls ótækt að námsmenn séu settir skör lægra en mestu láglaunahópar þessa lands. Munum við því ekki sætta okkur við að námsmönnum sé ætl- að að lifa á þessari hungurlús. Umbótasinnar telja það annað tveggja forgangsatriða í lánamála- baráttu þessa árs að þetta verði að fullu leiðrétt. Meðferð tekna: Hitt stórmálið teljum við vera að auka tekjuumreikning námsmanns og maka. Umbótasinnar telja að námslánakerfið verði að vera þannig úr garði gert að það hegni taflna og próftaflna á hverju miss- eri svo mjög að báðar geti legið frammi í upphafi misseris. Umbótasinnar telja að allar prófbækur skuli tölusettar og kennari eigi ekki að hafa aðgang að númerum nemenda fyrr en úrslit liggi fyrir. Einnig að einkunnir skuli birtar undir nafnnúmerum ef þess er óskað. Fjöldatakmarkanir Fjöldatakmarkanir eru flókið mál og viðkvæmt. Það er spurning um menntastefnu Háskóla sem að áliti Umbótasinna er mjög skýr. Réttur allra þegna þjóðfélagsins til náms óháð efNihag, þjóðfélags- stöðu, búsetu eða kyni. Fjöldatakmarkanir eru líka póli- tískt mál sem því miður blandast stéttahagsmunum að einhverju leyti. Hagsmunir stétta mega engu ráða stefnu eða stjómum skólans. Umbótasinnar álíta að fjársvelti Háskólans sé að nokkru orsök fjöldatakmarkana. Því ber að leggja ríka áherslu á hugarfars- breytingu í þjóðfélaginu í þeim efnum. ekki þeim sem Ieggja á sig mikla vinnu sér til framfærslu. Því viljum við að allar tekjur verði umreiknaðar og þannig horf- ið frá núverandi fyrirkomulagi þar sem aðeins tekjur umfram metna framfærslu eru umreiknaðar. Enn- fremur viljum við að hlutfall um- reiknings verði aukið i áföngum í allt að helming tekna. Hins vegar leggja umbótasinnaðir stúdentar á það ríka áherslu að hér er um framfærslulán að ræða en ekki lán til fjárfestingar og munum við því vinna að þessum málum á þeim grundvelli. Endurgreiðslur: Vegna eðlis námslána telja um- bótasinnaðir stúdentar að endur- greiðslur lána eigi ætíð að taka mið af fjárhagslegri afkomu hvers og eins að námi loknu. Umbótasinnaðir stúdentar álíta það nauðsynlegt, að gott samstarf og traust ríki milli námsmanna og lánasjóðsins sem stofnunar. Til þess að svo megi verða þarf að gera stór átak í skipulagsmálum LÍN sem miði að einföldun á fyrirkomu- lagi umsókna og meðferð þeirra, svo og að úthlutunarreglur séu hverjum manni aðgengilegar og auðskildar.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.