Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 6
22 STÚDENTABLAÐIÐ Hvað segja þeír um stúdentapólitfldna Eins og á æðri stöðum eru innan stúdentaráðs bæði stjómarsinnar og stjórnarandstæðingar. Síðastliðin tvö ár hafa umbar og vökumenn farið með stjóm og fyrri valdhafar, vinstri menn setið í stjómarandstöðu. Til þess að varpa nokkru ljósi á starfið undanfarið leituðum við álits Gunnars Jóhanns Birgissonar, formanns stjórnar stúdentaráðs og fulltrúa stjómarandstöðunn- ar, Kristjáns Ara Arasonar. Gunnar Jóhann öndverðum meiði í húsnæðismál- um; samt sem áður gengur okkur mjög vel að starfa saman í þeirri nefnd sem við sitjum. Það er alla- vega mitt mat. Stjórnarandstaðan er að vísu oft með barnalegar hug- myndir, en oftast er hægt að koma fyrir þá vitinu í nefndunum. Ég held að ef við förum aðeins nokkur ár aftur í tímann þá hafi svona samstarf verið ákaflega lítið milli stjórnarandstöðu og stjórnar. Þá var heiftin og baráttan miklu meiri, enda valdníðsla Vinstri manna með eindæmum og bar- áttuaðferðir þeirra sóðalegar. Nú er það frekar skynsemin sem ræður ferðinni. Hvað hefði betur mátt fara í starfinu í ár? Það hefur helst verið að við höfð- um uppi áform um að koma upp virkara menningarlífi á kvöldin í Félagsstofnun. Þetta hefur að nokkru leyti brugðist — ýmsar okkar hugmyndir gengu ekki upp og því var ekki sinnt sem skyldi að koma með nýjar í staðin. Það var stefna stjórnarinnar að taka ball- menninguna úr höndum SHÍ og virkja í staðin deildarfélögin til að nota salinn en þetta hefur brugðist því deildarfélögin hafa fæst notað salinn en stendur vonandi til bóta. Jæja svona í lokin — eruð þið meirihlutamenn bjartsýnir á úrslitin í komandi kosningum? Já, útfrá því starfi sem meiri- hlutinn hefur unnið hér í vetur, er ég þokkalega bjartsýnn á úrslitin. Við meirihlutamenn vonum að við verðum metnir eftir verkunum. Að okkar mati hefur stjórnarandstað- an verið máttlaus í vetur og litið skipt sér af hagsmunum stúdenta. I því sambandi má nefna að skrif þeirra í Stúdentablaðið hafa verið lítil sem engin. Miðað við það áhugaleysi þá er það hagsmuna- baráttunni til góðs að þeim verði haldið frá stjórnartaumunum; með öðrum orðum forðumst vinstri villur. Ég er annars lítill spámaður og vil engu spá um úrslitin nákvæm- lega, en eins og ég sagði áðan þá er ég bjartsýnn. Að lokum vil ég hvetja alla stúdenta til þess að taka þátt í kosningunum, stúdentaráð er hagsmunafélag okkar og því skiptir alla stúdenta miklu máli hver fer með stjórnartaumana og hvemig tekið er á málum. síðasta vor. Viss áfangi hefur náðst og við því ekki staðið í sama barn- ingnum við ríkisvaldið og undan- farið. Nú er unnið að endurskoðun á úthlutunarreglum sjóðsins og vonandi lýkur því verki sem fyrst. Það sem við höfum hvað mest unnið að eru málefni Félagsstofn- unar, sér í lagi húsbyggingamál. Þar er vel á veg kominn undirbún- ingur undir byggingu nýrra hjóna- garða. Það er rétt að benda á að þegar FS var stofnuð 1968 taldi ríkið sig um leið „stikk-frí“ hvað varðar byggingu stúdentagarða. Þá var ætlað að fyrirtækið byggði sig algjörlega upp á eigin rekstraraf- gangi. Það er síðan augljóst mál að engir stúdentagarðar verða byggðir fyrir rekstrarafganginn einan. Það var svo eiginlega fyrir heppni að menn hér komust að því síðastliðið vor að í bígerð væri breyting á lög- um um húsnæðisstofnun ríkisins. Þessvegna var allt sett á fullt við að koma þar inn byggingu stúdenta- íbúða. Samkvæmt könnun Sigurð- ar Skagfjörð eru nú um 700 stúdentar í sambúð sem leigja á hinum almenna leigumarkaði meðan við höfum bara úr 55 stúdentaíbúðum að spila. Það er þessvegna sem höfuðþunginn hef- ur legið í þessu máli í vetur og vonandiáþaðstarf sem unniðhefur verið eftir að skila sér í byggingu nýrra garða á næsta vetri. Það má benda á það í þessu sambandi að stefna vinstri manna er alveg ótæk í þessu máli. Verði vinstri menn ofan á í komandi kosningum þá eru garðabyggingar úr sögunni, svo forneskjulegar eru hugmyndir þeirra. Finnst þér starfið að einhverju leyti hafa tekist betur á þessu ári heldur en fyrsta ári núverandi meiríhluta? Já ég hugsa að samstarfið hafi verið betra og tortryggnin minni. Fyrra árið voru Vökumenn tor- tryggnir út í formanninn og út af Stúdentablaðinu voru umbóta- sinnar fullir tortryggni. Samstarfið milli formanns og ritstjóra hefur verið miklu betra nú og menn hafa yfirleitt treyst samstarfinu miklu betur. Nú eru málin rædd í róleg- heitunum og því skilar árangur samstarfsins sér betur. En samstarfið við stjómarand- stöðuna, vinstrí menn í ncfndum og öðru starfi? Það hefur verið ágætt. Sem dæmi þá erum við Kristján Ari alveg á Stúdentafréttum sem ég vona að verði enn öflugri í framtíðinni. Við gáfum einnig út símaskrá sem ég held að hafi verið nauðsyn á, alla- vega hefur hún selst mjög vel og stendur fyllilega undir kostnaði. Á henni eru reyndar margir gallar enda var hún unnin með það fyrir augum, að hún kæmi sem fyrst út. í framtíðinni er hægt að hugsa sér að stúdentaráð gefi út vandaða síma- skrá á hverju ári, þar sem auglýs- ingaöflun verður stór þáttur í fjár- mögnuninni. Einnig má minnast á námsmannahandbókina sem nú er í bígerð. Háskólinn mun gefa bók- ina út í samvinnu við SHÍ, en með komu bókarinnar mun kynning á málefnum Háskólans aukast veru- lega. Hvað með aðra liði, svo sem lánamál og Félagsstofnun? Það er alveg ljóst að i lánamálum hefur starfið alls ekki verið eins öflugt og oft áður, sem kemur til af því m.a. að nýtt lánamálafrumvarp var samþykkt frá alþingi sem lög Til að byrja með, hverjir eru helstu ávinningar af starfi núver- andi meiríhluta? Já ég vil nú fyrst víkja að starfinu í heild í stúdentaráði sem ég held að hafi verið mjög öflugt í vetur. Og þá kannski hvað helst nefndar- starfið sem var mjög mikið bæði hvað snerti fjölda funda og hvernig fundirnir hafa farið fram. Fyrir nokkrum árum síðan voru þetta fundir þar sem menn bara rifust. Nú er hins vegar reynt að ná sam- komulagi um sem flest mál. Þar sem ég þekki best til, í hagsmuna- nefnd hefur starfið allavega tekist mjög vel. Nú ef við lítum svo á einstaka þætti þá er útgáfustarfssemin einn aðalpunkturinn. Það hefur verið reynt að setja Stúdentablaðinu fastari skorður bæði með reglugerð um blaðið og nú nýverið með ann- arri, um ritnefnd. Allt þetta starf leggst nokkuð á ritstjóra en við lít- um á þetta sem skref í rétta átt. Svo höfum við hafið tilraunaútgáfu á *cVT m. kjavíkurhoffi geta snúiðpér til Steníu ðardóttir ágkrifstofu Féjjigsstofnun® og

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.