Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐIÐ 27 AÐRA STUDENTA Fyrir ári lögðu Umbótasinnar áherslu á bætt Stúdentablað. Hvernig fínnst þér blaðið núna? Til að stuðla að enn frekari umbótum leggjum við til: að Stúdentablaðið verði gert þann- ig úr garði að það verði í reynd blað allra stúdenta. Þetta telja Umbóta- sinnar að náist einungis með sí- felldri endurskoðun, endurmati og umbótum á blaðinu. Umbótasinnar telja að stúdentar eigi heimtingu á eins góðu blaði og frekast er kostur, þar sem þeir eru skylduáskrifendur. Umbótasinnar vilja bylta því fyrirkomulagi sem nú ríkir á Stúdentablaðinu. Fram- tíðarsýnin er að Stúdentablaðið verði gefið út í tengslum við náms- hóp í fjölmiðlafræði, undir hand- leiðslu færra manna og við góðar tæknilegar aðstæður. Umbótasinn- ar gera sér hins vegar grein fyrir að kennsla í fjölmiðlafræðum við Há- skólann gæti átt langt í land, en samt má stíga skref í áttina til betra blaðs. Útgáfustjóm verði lögð niður og ritnefnd verði efld Ritnefnd og ritstjórar fari með málefni blaðsins þar með talin fjármál. Ritnefnd afli blaðinu tengiliða í deildum skólans, fólki sem áhuga hafi á blaðaútgáfu, enda skal ritnefnd opin fleirum en kjörnum fulltrúum. Hlutverki rit- nefndar verði þannig sinnt á mark- vissari hátt. Utgáfustjóm sem sér um fjármál blaðsins samkvæmt nú- verandi fyrirkomulagi, fellur um sjálfa sig sem óþörf. Fjármál verði í höndum ritstjómar. Útgáfan verði aukin: Ef Stúdentablaðið á að vera virkt baráttutæki og upplýsingamiðill þarf að efla útgáfuna og samræma hana útgáfu Stúdentafrétta. Stilla skal saman þessari útgáfu á þann hátt að Stúdentafréttir komi út í þeirn mánaðarhelmingi sem Stúdentablaðið kemur ekki út í. Samræma skal ritstjórn þessara tveggja útgáfa. Fjölgað verði í ritstjórn: Ritstjórar verði tveir og skipti þeir með sér verkum. Annar sæi frekar um efnisöflun en hinn um framkvæmdastjóm. Auk þess skulu ritstjórar leitast við að virkja rit- nefnd í ritstjórn blaðsins. Framboðslisti Umbótasinna tíl stúdentaráðs 1 21. Tómas Þór Tómasson Heimspekideild 22. Atli öm Jónsson Viðskiptafræði 23. Eyþór Þorbergsson l.ögfræði 24. Krístján Guðmundsson Viðskiptafræði 25. Barði Valdimarsson lleitnspekideild K* 26. Finnur Ingólfsson Viðskiptafreði x-C Eflum samfylkingu Stúdenta Umbótasinna til forystu x-C Frambodslisti Umbótsinna til háskólaráös x-C 1. Stefán E. Matthiasson l.æknisfræði 2. Bjami Harðarson Heimspekideild 3. Guðriður Ólafsdóttir Viðskiptafræði 4. Þórmundur Bcrgsson Heimspekideild Þiö veljiö Umbótasiima til forystu vegna þess að: við erum hópur byggður upp á grundvelli þess að koma fram sem mestum umbótum hvað varðar hagsmunamál stúdenta hvort heldur er til náms eða félagslegra að- stæðna. Sem heild erum við ópólitísk og því allir velkomnir í hópinn hvort sem þeir eru tilhœgri eður vinstri. Markmið okkar er að ná saman sem flestum með sem ólíkastar skoðanir og lífsviðhorf til málefnalegrar umræðu um raunverulega hagsmuni stúdenta. Með þessu erum við ekki að segja að stúdentar eigi að vera ópólitískir eðaað öllpólitík séaukaatriði. Af ogfrá. En í heims- og/eður landsmálapólitík œttu menntamenn að geta starfað með öðrum þegnum þessa lands og skal henni því ekki að óþörfu grautað inn í hagsmunabaráttu stúdenta. Að nauðga flokkapólitík inn í stúdentaráð er þvi timasóun og misnotkun á umboði kjósenda. Félag Umbótasinna erþví ekki til hœgri og ekki til vinstri og ekki heldur þar á milli — heldur óháð. við viljutn berjast fyrír stórauknum fjárveitingum frá ríkisvaldinu til starfsemi stúdenta. við erum þeirrar skoðunar að úthlutanir úr nýjum Félags- málasjóði eigi fyrst og fremst að vera til deildarfélaga en ekki til rekstrar pólitísku félaganna. við viljum að rekstur Félagsstofnunar stúdenta verði ætíð í höndum stúdenta og hafi það að leiðarljósi að veita stúdentum sem besia og ódýrasta þjónustu. við erum algjörlega á móti því að daglegur rekstur Félagsstofnunar stúdenta standi undir uppbyggingu á stofnuninni. i við teljum að námslán séu félagsleg lán sem stuðla eigi að efnahagslegu jafnrétti til náms. i við teljum það alls ótækt að námsmenn séu settir skör lægra en mestu láglaunahópar þessa lands og krefjumst þess vegna að framfærslugrundvöllur LÍN verði tekinn til endurskoðunar. I við viljum að hlutfall umreiknings tekna verði aukið í áföngum í allt að helming tekna. I við leggjum áherslu á að námslán eru framfærslulán en ekki lán til fjárfestingar og munum vinna að lánamála- baráttu á þeim grundvelli. I við teljum að stúdentar eigi heimtingu á eins góðu Stúdentablaði og frekast er kostur þar sem þeir eru skylduáskrífendur. ) Stúdentablaðið á að vera virkt baráttutæki og upplýsinga- miðill og til þess að svo verði viijum við efla útgáfuna og samræma hana útgáfu Stúdentafrétta. ) við lítum á stúdentagarðana sem heimili stúdenta. | við teljum að eina raunhæfa leiðin til lausnar á húsnæðis- vanda námsmanna sé bygging námsmannaheimila. | við berjumst gegn því viðhorfi stjórnvalda að hægt sé að kaupa sér frið gagnvart námsmönnum með smáskammta- lækningum. 1 við teljum að allt of lítil viðurkenning sé í flestum deildum á frelsi og hæfileikum stúdenta til þekkingarleitar og sjálfstæðis í námi. 1 við krefjumst þess að fjöldatakmarkanir verði afnumdar. ) við viljuin jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins til náms óháð efnahag, búsetu, þjóðfélagsstöðu eða kyni. | við mótmælum því að hentisemi þjóðfélagsstétta geti ráðið einhverju um stjómun Háskóla íslands. | við teljum að starfsemi stúdenta að utanríkismálum eigi að miða út frá samskiptum við erlenda háskóla og stúdentasamtök. | öfgastefna pólitísku fylkinganna hefur leitt til þess að starfsemi utanríkisnefndar SHÍ hefur verið að mestu lömuð.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.