Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 3 Stúdentablaðið 3. tbl. 58. árg. apríl 1983 Útg. Stúdentaráð Háskóla Islands. Ritstjórar: Bjarni Harðarson (ábm) og Aðalsteinn Eyþórsson. Auglýsingastjóri: Jóhanna Margrét Einarsdóttir S. 74182. Ljósmyndari: Guðni B. Guðnason. Ritstjórn — Afgreiðsla — Auglýsingar: Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Reykjavík. Opið alla virka daga frá 13 — 15.30. S. 28699 Heimasímar: Aðalsteinn 79583, Bjarni 17593 Einnig má hafa samband við ritnefnd. Sjá bls. 10 Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Leiðari! Eins og allir vita eru ritstjórar Stúdentablaðsins ákaflega frjálsir og óháðir og geta því leyft sér að tala svolítið um pólitík nú á þessum viðsjárverðu tímum pólitískrar skjálftavirkni og kvikuhlaupa. Á þessum tímum gerast þeir atburðir sem göldrum eru líkastir. Sá ómerkilegi mannskapur sem undir venjulegum kring- umstæðum er kallaður almenningur eða helvítis pupull breytist nú skyndilega í svokallaða hæstvirta kjósendur og sumir þeirra breytast jafnvel í ennþá hærra virta frambjóðendur. Þessi hamskipti ganga jafnvel svo langt að nöfn nokkura háskólastúdenta taka að sjást á listum yfir hæstvirta frambjóðendur (þó ekki ofarlega, því að það hlýtur að kosta meira en litla galdrakunnáttu að gera þá lægstvirtu hæstvirta). En hvað svo? Hvað hafa þeir úrræðagóðu stjórn- málaflokkar Unga íslands fram að færa um mál Há- skólans og okkar sem þar stundum nám? Erum við ekki líka hæstvirtir kjósendur sem vert væri að blíðka ofur- lítið fyrir kosningar? I ítarlegum stefnuyfirlýsingum hina úrræðagóðu er ekki bofs að finna um þessi mál nema ef vera skyldi fyrirheit um frekari niðurskurð og áframhaldandi fjársvelti. Það er nú svo og svo er nú það. Og hvað ber þá að gera? Þetta er spurning sem ýmsir mætir menn hafa borið upp í ýmsu samhengi og sumir reyndar svarað líka. Eiga stúdentar að stofna sinn eigin stjórnmála- flokk- námsmannaframboðið til þess að vekja á sér at- hygli? Þetta ættu kannski allir að gera svo að upp spretti trésmiðaframboðið, tannlæknaframboðið og framboð örvhentra garðyrkjumanna með hornspangargleraugu. Eða eigum við bara að fela hagsmuni okkar í hendur þeim sem hafa það að atvinnu að bjarga íslensku þjóð- inni frá glötun? Mér er spurn. Jæja, nú er best að hætta sér ekki lengra út á hálan ís í frjálsu og alls óháðu málgagni stúdenta en snúa sér að alvarlegri málum. Fróðir menn og lærðir segja mér að um þessar mundir fari veður frekar batnandi en versn- andi, það er kallað vorið og þykir fjarska andlegur árs- tími. Líklega er það rétt því að á þessum árstíma verða háskólastúdentar svo yfirmáta fróðleiksfúsir að þeir taka að sitja daglangt á lesstofum sem staðið hafa hálf- tómar síðan í janúar og lesa fræðin af þeim áhuga sem enginn hélt að þeir ættu til. Svona gerir vorið okkur að betri mönnum þrátt fyrir að heimurinn fari versnandi. Vonandi verðum við öll orðin svo helvíti gott fólk þegar prófum lýkur að allir verði vitlausir í að ráða okkur í vinnu uppá svimandi kaup sem hægt er að stela undan skatti og lánasjóði. Það er annars einkennilegt að heimurinn skuli sífellt versna meðan hann inniheldur svona mikið af góðu fólki. A. Eiríkur Ingólfsson: HVAÐER FRAMUNDAN? Nú þegar farið er að hilla undir vorkomu, finnst mér ekki úr vegi, að líta yfir farinn veg á það sem hefur verið að gerast í menntamálum í vetur og í leiðinni að spá í það sem framundan er. Fjöldatakmarkanir Það fylgir vorinu hér í Háskól- anum að raddir um fjöldatak- markanir lifna eftir vetrarsvefninn. Það er orðinn árviss viðburður, að beitt sé fjöldatakmörkunum í læknisfræði. tannlæknisfræði og sjúkraþjálfun. Eins og menn rekur kannski minni til, bar öll meðferð Háskólaráðs á þessum málum sl. vor. merki „rútínuafgreiðslu“. Öll umræða um breytingar í rýmk- unarátt var kæfð og tillögur um takmarkanir runnu mótstöðulítið í gegn. Stúdentar hafa frá upphafi barist gegn fjöldatakmörkunum og tókst lengi vel að koma í veg fyrir að þeim yrði beitt. En nú bregður svo við, að þau vopn sem stúdentar hafa beitt gegn takmörkunum virðist hafa misst allt bit, og mál- flutningur og reyndar öll umræða um þessi mál er komin í fastmót- aðan farveg og orðin all klisju- er fjöldi þeirra sem veita skal að- gang oft umdeilanlegur og aðstæð- ur geta (og eiga) að breytast frá ári til árs. Það er því að mínu mati tímabært að stúdentar og þá sér- staklega þeir sem kjörnir eru til að berjast fyrir rétti og hagsmunum stúdenta snúi sér að því, að kanna ofan í kjölinn aðstæður í þeim deildum sem hafa takmarkanir, og bendi síðan á allar hugsanlegar leiðir til að veita fleiri stúdentum aðgang að þessum greinum. Mál- flutningur stúdenta hefur nefnilega oft verið kæfður á þeim forsendum að stúdentar hafiekkert vit á sér- aðstæðum einstakra deilda og hef- ur það kannski stundum verið sagt með réttu. Með því að beita svona aðferðum væri hugsanlegt að fjölga þeim stúdentum sem fengju að- gang að a.m.k. sjúkraþjálfun og læknisfræði þótt fjöldatakmarkanir sem slíkar fengjust ekki felldar niður. Það er allavega nauðsynlegt kennd. Þess vegna vaknar sú spurning nú, þegar umræðan ferað komast af stað eina ferðina enn. hvort ekki sé orðið tímabært, að huga að nýjum baráttuaðferðum og jafnvel nýjum baráttumálum. Með nýjum baráttumálum á ég ekki við að menn leggi á hilluna andóf gegn beitingu fjöldatak- markana, heldur finni nýjar hliðar á þessum málum, og reyni, í stað þess að mótmæla fjöldatakmörk- unum, að reyna að rýmka þá kvóta sem í gildi eru í hinunt einstöku greinum. Það er nefnilega svo, að þótt menn kunni að telja beitingu fjöldatakmarkana nauðsynlega, út af fyrir sig, t.d. t sjúkraþjálfun, þá að kanna árlega alla möguleika á að fjölga stúdentum i þessum greinum og ef það fengist í gegn. væri vissulega hægt að tala um áfangasigur í baráttunni gegn fjöldatakmörkunum. Námsniannahandbók í síðasta Stúdentablaði fjallaði ég nokkuð um námskynningar og námsmannahandbók. Síðan þá hefur fátt markvert gerst. en þó virðist sú hugmynd, að gefa bókina út í nokkrum heftum, vera að fá byr undir a.m.k. annan vænginn, ef ekki báða. Ætlunin var að BÍSN notaði fjárveitingu til námskynn- ingar til þess að kynna þá skóla sem aðild eiga að sambandinu, en fljót- lega kom í ljós, að hún myndi engan veginn duga til að halda sómasamlega kynningu. Þess vegna liggja þessir peningar enn ónotaðir og hvorki hefur verið reynd náms- kynning með hefðbundnu sniði, né hefur verið unnið að nántsmanna- handbókinni. SlNE hefur farið af stað með undirbúningsvinnu að handbók fyrir þá sem hyggja á framhalds- nám erlendis en óvíst er hvort hún kemur út fyrir vorið. Sú hugmynd hefur vaknað hvort SHÍ geti ekki á sama hátt farið af stað með gagna- söfnun og undirbúningsvinnu fyrir sambærilega bók sem myndi fjalla unt félagslega aðstöðu námsmanna, Lánasjóðinn, Félagsstofnun og fleira í þeim dúr, auk upplýsinga um félagsstarf tengt stúdentum og stúdentalífinu. Með lagni væri síð- an hægt að ýta á eftir Háskólanum með að gefa sína bók út á sam- bærilegu formi. jafnvel þannig að kynningu á einstökum deildum Háskólans væri skift niður á tvö til þrjú hefti. Þannig væri komin ritröð sem gæti staðið undir nafni sem Náms- mannahandbók. Þróunamefnd Þróunarnefnd Háskólans hefur haldið nokkra fundi á síðustu vik- um og að því er best verður séð lofar starf hennar góðu. Þau tvö málefni sem ég hef fjallað um hér að framan geta vissulega fallið undir starfssvið hennar og reyndar kemst nefndin ekki hjá því að taka afstöðu til a.m.k. fjöldatakmark- ana. Nefndin á að skila áfanga- skýrslu nú i vor og þá er mikilvægt að stúdentar verði vel á verði og rýni í tillögur og hugmyndir nefndarinnar, með það fyrir augurn að kanna að hvaða leyti tillögurnar snerta stúdenta og hvaða þýðingu þær hafa. Lokaorð En hvað sem Þróunarnefnd líður. þá er mikið starf framundan og því mikilvægt. að ekki sé sofið á verðinum. Þegar þetta er ritað er allt i óvissu með myndun nýs meirihluta í Stúdentaráði. Hvernig svo sem þær málalyktir verða ættu allir stúdentar að geta verið sam- mála um tillögur í baráttunni gegn fjöldatakmörkunum svo og fyrir bættri námskynningu og unnið samhentir að framgangi þeirra mála. Eiríkur Ingólfsson Fráfarandi háskólaráðsfulltrúi stúdenta

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.