Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 12
12 STÚDENTABLAÐIÐ Stefán Steinsson: r Islenska fyrir erienda stúdenta — námsgrein á villigötum? Um alllangt skeið hefir erlend- um stúdentum verið gefinn kostur á að nema íslenska tungu við Há- skóla íslands. Markmiðið með þeirri kennslu mun vera að gera þá talandi og skrifandi á íslensku en auk þess að sýna þeim inn í bók- menntaheim og sögu lands og þjóðar. Ég hefi í nokkur ár búið nærri fólki sem greinina stundar. Þetta fólk er af ýmsu þjóðerni, Norður- landabúar, Engilsaxar, Þjóðverjar, Kínverjar og Rússar svo eitthvað sé nefnt. Fólkinu gengur misvel að tileinka sér málið og er reglan að öðru jöfnu sú að því lengra að sem menn eru komnir þeim mun erfið- ara er þeim námið. Inn í þetta koma aðrir þættir svo sem hæfileiki hvurs og eins til tungumálanáms sem og hversu mikið nemandinn hefir lært í íslensku eða norrænu á heimaslóðum sínum. Almenntheld ég viðhorf íslendinga til erlendra nema sé þetta: Það er alveg furða hve sumir þeirra eru fljótir að ná tökum á málinu. Af þessu mætti ef til vill álykta að kennslan hljóti að vera frábær og námskeiðið allt sniðið að þörfum nemenda. En er það svo? Áður en ég svara því verð ég að geta þess hver mér finnst tilgangur kennslunnar eiga að vera. Ég álít mikilvægast fyrir fyrsta árs nema að hann læri að tala íslensku á sæmilegum hraða og allt að því skammlaust. Ekki er síður mikil- vægt að eyrað þjálfist og nemand- inn skilji samræður íslendinga, fyrst eins eða tveggja en síðar í hóp. Þá þarf hann að kunna að skrifa íslensku sér til dagslegs brúks. Þessum árangri verður ekki náð nema kenna þó nokkra málfræði með. Annars árs nemar ættu að fá þjálfun í að lesa hvaða bókmenntir sem er og læra ritgerðarsmíð, með því þó að talkennsla falli ekki alveg niður. í vetur hefi ég fylgst dálítið með nokkrum fyrsta árs nemum. Fyrir jól voru þeir í talæfingatímum. Sá galli var þar á að tímarnir urðu helmingi færri í viku hverri en til stóð. Þeir voru líka að glugga í málfræði og lestexta og er það vel. Bókin sem þeir lásu (A Course in Modern Icelandic) er að vísu svo þurr og leiðinleg að ég prísa með sælan að vera ekki útlendingur í íslenskunámi. Þegar haustönn lauk voru flestir farnir að geta stamað upp einhvers konar íslensku og skildu ávæning af því sem maður sagði við þá. En þá bregur svo undarlega við að þeir fá engar tal- og hlustunaræfingar á vorönn. Þess í stað er tekið við að velta þeim upp úr erfiðum bók- menntalestri. Þannig voru þeir að berjast við Sölku Völku með mis- jöfnum árangri. Og um daginn tók ég eftir að stúlka ein sem er með naumindum viðræðuhæf á íslensku gekk með Völuspá á milli manna og sárbændi hvern sem hún hitti um skýringar á því miður skiljan- lega kvæði. Hvaða meining er það að vera að þræla illa talandi fyrsta árs nemum með fimm mánaða nám að baki upp úr texta sem þessum: Ár var alda það er ekki var var-a sandur né sœr né svalar unnir; jörð fannst œva né upphiminn gap varginnuga en gras hvergi,- áður Burs synir bjöðum um yppðu þeir er Miðgarð mœran skópu; sól skein sunnan á salar steina þá var grund gróin grœnum lauki. Hræddur er ég um að slík lesning hafi lítið hagnýtt gildi fyrir nema á þessu stigi. Og þeir hafa líka fengið að kenna á nútímaljóðum sem sum hver eru lítið aðgengilegri en Völuspá. Nú undir það síðasta tek ég eftir að þeir eiga að fara að lesa þjóðsögur. Það finnst mér skásta 5 lesningin til þessa og sú sem helst á heima á fyrsta ári. Ég hefi rætt við nemana um hvað betur mætti fara. Þeim finnst mest skorta talæfingar. Þá er það visst vandamál hvað sumir kunna mikið í íslenku er þeir hefja nám, fólk sem sumt er búið að dvelja hér lengri eðá skemmri tíma. Aðrir kunna ekki neitt en allir eru settir á sama bekk. Loks er tilgangur manna með náminu misjafn: Sumir hafa ein- göngu áhuga á forníslensku og fornbókmenntum meðan aðrir hafa áhuga á nútímaíslensku og talmáli. Ég hefi til samanburðar kynnt mér ítölskukennslu við málahá- skólann í Perugia á ftalíu. Á byrj- endanámskeiði (Corso Preparator- io) eru eingöngu byrjendafög: Tal- kennsla í málveri og inngangur að málfræði ásamt inngangsnám- skeiði um ítalska menningu og sögu. Þetta tekur þrjá mánuði. Þá tekur við þriggja mánaða miðnám- skeið (Corso Media) þar sem hald- ið er áfram talkennslu en smám saman aukið við bókmenntir. Það er loks á níu mánaða lokanám- skeiði að tekið er til við Dante (Divina Comedia) og aðrar erfiðar bókmenntir, sem kannski jafngilda Völuspá. Þá er einnig mikil kennsla í ítalskri málssögu á lokanám- skeiðinu. Ég tel íslensku fyrir erlenda stúdenta vera á rangri braut og ekki eru líkur á að nemendur læri skikkanlega íslensku nema róttæk endurskoðun komi til. Kæru svona fallega hefur víst ekki verið talað til ykkar fyrr enda eigið þið það alls ekki skilið. Meirihluti ykk- ar ætti að skammast sín fyrir að hafa ekki mætt á kjörstað nú í síð- asta mánuði. Vilji menn bera fyrir sig að þeir hafi ekkert vit á málun- um, og hvað sé að ske í stúdenta- pólitíkinni er það léleg afsökun. Það að vita ekki, með öðrum orð- um heimska er ekki afsökun heldur til skammar sér í lag þegar um er að ræða félagslíf sem öllum regluleg- um stúdentum í skólanum ber að taka þátt í. Það er ykkur þó kannski nokkur huggun að lærifeður skólans virð- ast jafn áhugalausir um eigin vinnustað. Viðbrögð þeirra við ákriftarherferð Stúdentablaðsins benda að minnsta kosti í þá átt. Sú nýbreytni var tekin upp með fyrsta tölublaði þessa árs að senda það öllum kennurum skólans, svo og þingmönnum, öllum framhalds- skólum og mörgum fleirum. Með fylgdu gíróseðlar og nokkur bréf til útskýringa og upplýsingar. Af um 300 skráðum kennurum skólans stúdentar... hafa tæplega 20 borgað eða aðeins um 1%, og þykir okkur það harla lélegt. Nú er ekki gott að segja hversu langan tíma á að gefa mönnum til að borga gíróseðla, en við ætluðum í fyrstu aðeins tvo mánuði. Við það að líta svo í eigin barm og kannast við að gíróseðlar geta orðið þriggja mánaða áður en þeir eru borgaðir þykir okkur rétt að gefa ykkur, kennarar, einn mánuð enn. En fyrir alla muni borgiði nú. Og sömu tilmælum beinum við svo til þingmanna og skólastjóra framhaldsskóla. Það verður ekki annað sagt en að áskriftarherferð vor hafi farið heldur lakar af stað en við hugðum. Aðeins krónur 3900, eða 26 áskriftir, hafa skilaðs ér, en um- talsverð vinna liggur hér að baki. Ekki veit ég hvort frambjóðendur til síðustu stúdentaráðskosninga sem eignuðu sér framtakið vilji deila vonbrigðunum með rítstjórum. . Það leynir sér ekki að tölublað þetta er með mjórra móti og kemur þar aðallega tvennt til. Fyrír það fyrsta eru þeir menn sem helst beita sér fyrir félags og hagsmunamálum vorum kraftlitlir til skrifa eftir að hafa sóað kröftum sínum í heldur fánýtan kosningaslag. Líkt er svo komið á með okkur rítstjórum sem erum bæði þreyttir og latir eftir að hafa ráðist í útgáfu á blaði sem varð heldur stærra en við með góðu móti réðum við. Það voru okkar mistök að geyma ekki eitthvað af efni síð- asta blaðs til birtingar i þessu. Annars er enn eftir eitt tölublað á þessu skólaárí svo enn er tækifæri fyrír pennaglaða menn að láta Ijós sitt skína. í júníblaðinu höfum við hugsað okkur að fylgja eftir stefnu forvera okkar að setja þar kynningu á hin um ýmsu fyrirbærum og fé- lagssamtökum stúdentalífsins. Stúdentar og annað starfsfólk við háskólann — burt með slenið og pennan á loft. Ritstjórar... ' Nýtt fólk og fleira fólk. Alltaf fjölgar því liði sem leggur metnað og nennu sína í að gera blað vort sem best úr garði. Ljósmyndari Stúdcnta- blaðsins hefur verið ráðinn Guðni B. Guðnason, gamlgcrðingur og nemi í tölvunarfræði. Er stór hluti mynda í síðasta blaði, svo og þessu eftir hann, þ.á.m. forsíðu- myndir bcggja blaðanna.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.