Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 6
6
STÚDENTABLAÐIÐ
Úrslit kosninga
77/ samanburðar
Atkv. 1983 SHÍ Hásk.ráð 629 644 1981 SHÍ Hásk.ráð 557 574 1982 SHÍ Hásk.ráð 534 562
VÖKU % 35,5% 36,2% 31,7% 32,6% 31,1% 32,8%
fulltr. 5 1 4 1 4 I
B listi Atkv. 673 689 690 695 688 729
% 37,7% 38,7% 39,2% 39,5% 40.1% 42,5% 1
FVM fulltr. 5 1 5 1 6
Atkv. 430 2394 512 489 449 391
FUS % 24,1% 22,1% 29,1% 27,8% 26,2% 22,8%
fulltr. 3 0 4 0 3 0
Auðir og ógildir 50 54 28 28 44 33
seðlar 2,7% 3,0% 1,6% 1,6% 2,6% 1,9%
Greidd atkvæði 1782 1781 1787 1787 1715 1715
Kjörsókn 44,5% 44,5% 53,2% 53,2% 47,4% 47,4%
Á kjörskrá 4002 3357 3617
Eins og sjálfsagt flestir vita fóru
nýiega fram kosningar til stúdenta-
ráðs og fulltrúa stúdenta til há-
skólaráðs. Nánar tiltekið átti þessi
atburður sér stað þann 15. mars
síðastliðinn. Kjörsókn var dræm, en
látum tölumar tala.
Svona án þess að ég ætli að hætta
mér út í túlkun á þessum tölum
hlýtur Vaka að teljast sigurvegari
kosninganna. Umbar töpuðu 2% og
FVM 2,4% yfir til Vöku. En hvað
um það. Annarsstaðar í blaðinu má
finna greinar eftir forystumenn
fylkinganna þar sem þeir túlka
þessar tölur eftir eigin höfði.
Lítum aðeins á kjörsóknina. Það
hlýtur að teljast mjög alvarlegur
hlutur að undanfarin tvö ár hefur
innan við helmingur skráðra
stúdenta við háskólann séð ástæðu
til að kjósa. Reyndar eru alls ekki
allir skráðir stúdentar í fullu námi
og sjálfsagt er það eitthvað yfir
helmingur virkra stúdenta sem kýs.
Þetta stöplarit sýnir okkur kjör-
sóknina undanfarin ár.
1974 var fyrsta árið sem kosið var
eftir núverandi kerfi og hefur þá
reynst bærilega. Síðan hefur þátt-
taka í kosningunum farið jafnt og
þétt minnkandi. Hér verður ekki
farið í að skýra þessa deyfð, nema
hvað það segir kannski heilmikið
að tala þeirra nemenda sem kýs
helst nær óbreytt þrátt fyrir fjölgun
í skólanum. Vafalítið spilar hér inn
í að fjöldi þeirra sem hefur námið
sem aukavinnu fer vaxandi.
Efri línan sýnirfjölgun nemenda
við skólann en sú neðri þann fjölda
sem mætir á kjörstað.
Þetta síðasta graf þarf svo varla
neinna skýringa við en þar sést
hlutfallslegt fylgi fylkinganna síð-
astliðin 10 ár. Athugið að lóðrétti
ásinn er brotinn og byrjar því í um
20%, (umbar eru því enn fjarri
núllinu!) Eins og sjá má töpuðu
báðar gömlu fylkingarnar 1981;
fyrsta árið sem umbar buðu fram.
Á hinn bóginn má athuga að fjöldi
atkvæða sem tapaðist var ekki eins
mikill og ætla mætti, því þetta ár
jókst kjörsókn um 7%.
er fyrir Felag Vinstri Manna, A
fyrir Vöku, Félag lýðrœðissinnaðra
stúdenta og C fyrir Félag Umbóta-
sinnaðra Stúdenta.
Ýmislegt
Matarverðið hækkar —
hagsmunanefnd gagnrýnir
Eins og fastagestir matstofu
stúdenta hafa án efa tekið eftir
hækkaði matarverðið um svo mikið
sem 35% nú um páskana. Þannig
kostar matareiningin 10,80 krónur
án afsláttar en kostaði áður 8
krónur. Með mesta afslætti (300
ein.korti) kostar einingin nú 7
krónur en kostaði áður 5,20.
Þetta þýðir að fiskmáltíðin er nú
á bilinu 50 til 65 krónurog kjötið 65
til 85 krónur (niiðað við mesta af-
slátt). Aðspurður sagði Sigurður
Skagfjörð framkvæmdastjóri FS að
hækkunina mætti fyrst og fremst
skrifa á reikning óðaverðbólgu.
Þegar janúarhækkunin vargerð var
alls ekki búist við svo mikilli verð-
bólgu, auk þess sem ýmsar mat-
vörur hafa hækkað meir en sem
verðbólgunni nemur.
Á fundi í hagsmunanefnd síð-
astliðinn fimmtudag (7. apríl) var
samþykkt gagnrýni á stjórn Fé-
lagsstofnunar fyrir óeðlileg vinnu-
brögð. Kom þar fram að hags-
munanefnd fékk enga vitneskju um
hækkunina fyrr en eftir á. Flutn-
ingsmaður þessarar tillögu var
Kristján Ari Arason, einn fulltrúi
Félags Vinstri Manna í hagsmuna-
nefnd.
1 samtali við Stúdentablaðið lét
Kristján í ljós þá skoðun sína að
hann teldi af þessu nokkra kosn-
ingaólykt. Frarn að kosningum
státa meirihlutafylkingarnar af
lágu verði matsölunnar, — en að
þeim afstöðnum er verðið fljótlega
hækkað.
Svar eftir tvo áratugi
Fyrir rúmum tveimur áratugum
átti Háskóli íslands afmæli; hálfrar
aldar afmæli. Þetta var haustið
1961 og bárust þessu óskabarni ís-
lensku þjóðarinnar gjafir víðsvegar
að. Voru þar bæði innlendir aðilar
svo sem Reykjavíkurborg, ríkið og
íslenskir menntamenn, en jafnfram
létu erlend stórveldi ekki sitt eftir
liggja og nefndur norskur auð-
maður sendi skólanum tvær millj-
ónir króna.
Á þetta allt mirwiist sá mæti sósí-
alisti Sverrir Kristjánsson í stuttri
grein árið eftir: „Hver gleymdi að
gleðja afmælisbarnið?" (Ræður og
hlýtur að spyrja, kannski verður
einhver til að svara.“
Og nú hefur svarið borist. f stór-
merku plaggi sem út kom í febrú-
armánuði siðastliðnum og ber
nafnið Frá orðum til athafna. Höf-
undur er Verslunarráð íslands.
Þar segir i kafla þeint sem fjallar
um hvert skattpeningur okkar
rennur:
„Fræðslumálin eru annar stærsti
útgjaldaflokkurinn. Á þessu
sviði hafa einkaaðilar sýnt að
þeir hafa hlutverki að gegna og
ætti að auka hlutdeild einka-
skóla í menntakerfinu eins og
Riss, 242—4). Hann segir þar með-
al annars:
„Ég býst við að fleiri en ég hafi
roðnað fyrir íslands hönd, er
hinn ókenndi norski maður
færði háskólanum þessa stór-
mannlegu gjöf, en engir ís-
lenskir auðborgarar né samtök
þeirra minntust hins fátæka
menntaseturs... Olli þessu níska,
féleysi eða hugleysi? ntaður
kostur er. Skólar á vegum ein-
staklinga, fyrirtækja og samtaka
í atvinnulífinu eru líklegir lil að
tengja betur það nám sem í boði
er á hverjum tíma þörfum at-
vinnulífsins."
Þannig hljómar boðskapurinn.
Skiljanlega hafa íslenskir burgeisar
lítið gaman af að gefa peninga í
skóla þar sem þeir fá engu ráðið um
námsefni. (Eins víst að kommún-