Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐIÐ 9 F réttir úr heimspekideild Eiríkur Rögnvaldsson: Veturliði Óskarsson: Stúdentar fá áheymarf ull trúa á fundum heimspekideildar Föstudaginn 25. mars sl. gerðist sá merki atburður í sögu Samtaka stundakcnnara við Háskóla íslands, að áheyrnarfulitrúar samtakanna sátu í fyrsta sinn deildarfund og deildarráðsfund í Heimspekideild. Samkvæmt samþykkt deildarinnar frá því í haust eiga stundakennararþrjá fulltrúa með fullu málfrelsi og tillögurétti á deildarfundi (þar sem að auki sitja um 40 fastir kcnnarar og 7 fulltrúar stúdenta) og einn fulltrúa á deildarráðsfund- um (þar sem sitja 7 kcnnarar og tveir stúdentar). 90 einingamar Forsaga þessa máls er sú, að á fundi deildarráðs 30. apríl í fyrra báru fulltrúar stúdenta fram eftir- farandi tillögur: Tillaga I: Deildarráð samþykkir að einum fulltrúa stundakenn- ara við heimspekideild verði boðið að sitja deildarráðsfundi og hafi þar málfrelsi og tillögu- rétt. Fulltrúi stundakennara verði boðaður á fundi eins og aðrir deildarráðsmenn og fái send öll gögn. Tillaga II: Deildarráð leggur til að þremur fulltrúum stunda- kennara við heimspekideild verði boðið að sitja deildarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögu- rétt. Fulltrúar stundakennara verði boðaðir á fundi eins og aðrir deildarmenn og fái send öll gögn. Þessum tillögum var vel tekið í deiidarráði, og vísað til Samtaka stundakennara til umsagnar. Sam- tökin fögnuðu þeim auðvitað, og tillögurnar voru síðan samþykktar einróma í deildarráði og vísaði til deildarfundar. Þar voru þær svo samþykktar samhljóða, efnislega óbreyttar, 26. nóvember sl. Samtök stundakennara hafa alla tíð barist fyrir því að stundakenn- arar fengju aðild að hinum ýmsu stjórnarstofnunum Háskólans, svo og að rektorskjöri. Lítið hefur miðað í þessari baráttu; en þótt setunni á fundunt Heimspeki- deildar fylgi aðeins málfrelsi og til- löguréttur, en ekki atkvæðisréttur, er hún mikilvægur áfangasigur. Samþykktina má túlka á þá leið, að Heimspekideild telji eðlilegt að hinn fjölmenni hópur stundakenn- ara verði áhrifameiri en verið hefur; hafi a.m.k. betri tækifæri til að fylgjast með afgreiðslu ýmissa mála og túlka þar sjónarmið sín. Samtök stundakennara þakka Heimspekideild fyrir forystu henn- ar í þessu máli, og vænta þess að aðrar deildir fylgi á eftir. Sérstaklega eiga þó stúdentar skilið þakkir fyrir frumkvæði sitt. Stúdentar og stundakennarar hafa oft átt gott samstarf; má þar minna á margvíslega aðstoð sem stúdentar veittu samtökunum í verkfallinu vorið 1981. Þá samþykkti Félag stúdenta I Heintspekideild áskorun til allra stúdenta í deildinni um að mæta ekki í tíma meðan verkfallið stæði, hvorki hjá föstum kennurum né þeim stundakennurum sem kynnu að gerast verkfallsbrjótar. Þessu tókst að framfylgja að miklu leyti, og átti án efa sinn þátt í lausn verkfallsins. Fulltrúar stundakennara á deildarfundi hafa verið skipaðir, og eru það Eiríkur Rögnvaldsson, stundakennari i almennum málvís- indum og íslensku; Helga Guð- mundsdóttir, stundakennari í dönsku; og Magnús Fjalldal, stundakennari í dönsku. Þau munu skiptast á um að sitja deildarráðs- fundi. Stúdentar og stundakennar- ar í Heimspekideild eru hér með hvattir til að hafa samband við eitthvert þeirra, ef þeim liggur eitt- hvað á hjarta varðandi samskipti stúdenta og stundakennara, stjórn deildarinnar og hvað sem er. Á deildarfundi heimspekideildar í maí 1982 var samþykkt tillaga til breytingar á 99. gr. reglugerðar fyrir Háskóla íslands, í þá veru að heimilað yrði 90 e. nám í einni grein innan heimspekideildar. Þessi tillaga kom fram í áliti Þró- unarnefndar heimspekideildar, sem starfaði 1981—82, en hug- myndin um 90 e.nám í einni grein er eldri og var m.a. sett fram í Mími 28. (1980). Háskólaráð lýsti sig samþykkt tillögunni á fundi síðast- liðið haust og fór hún þaðan ásamt fleiri tillögum um reglugerðar- breytingar til menntamálaráðherra. í lok desember höfðu enn engar fréttir borist af afstöðu yfirvalda til þessarar tillögu og þar sem þó nokkrir bjartsýnir stúdentar voru Einn geiri þeirrar menningar- starfsemi sem fram fer í Háskóla íslands er öflugt útgáfustarf stúdenta. Eitthvert gamalgrónasta og virðulegasta tímaritið af þessu tagi er Mímir, blað stúdenta í ís- lenskum fræðum. Þar hefur margur spakur íslenskunemi eflaust séð sína fyrstu skáldlegu eða fræðilegu afurð á prenti. Undanfarin þegar famir að haga námi sínu með tilliti til 90 e í einni grein, héldu fulltrúar stúdenta á fund ráðherra til að ítreka samþykkt heimspeki- deildar og Háskólaráðs. Þann 14. janúar var samþykktin enn ítrekuð, og í það skipti af deildarráði heim- spekideildar og var eins og áður vakin athygli á þeim óþægindum sem stúdentar yrðu fyrir vegna óvissunnar um lyktir þessa máls. Þann 28. febrúar síðastliðinn kom svo bréf frá menntamála- ráðuneytinu þar sem reglugerðar- breytingin er endanlega staðfest, og orðast sá hluti 99. gr.I. sem þessu kemur við, nú svo: „Til B.A.-prófs velur stúdent sér aðalgrein úr kennslugreinum misseri hefur brugðið svo við að lítt hefur orðið vart við að Mímir kæmi út. Hefur það þótt tíðindum sæta og margir beðið I ofvæni. Jafnan hefur mátt heyra svofelldar spurn- ingar í umræðum tveggja eða fleiri íslenskunema: „Hvenær skyldi nú Mímir koma út“ og „hvað dvelur orntinn langa?“ En nú er semsagt hinni löngu og ströngu bið lokið. 1. þeim, sem upp eru taldar í 97.gr., 1. mgr., a-lið, og tekur í henni minnst 60 e. Einnig skal stúdent velja aukagrein úr sömu grein- um og ljúka í henni 30 e. Heim- spekideild getur þó heimilað 30 e viðbótarnám í aðalgrein er komi í stað aukagreinar.“ Á deildarfundi heimspekideildar þann 25. mars síðastliðinn var samþykkt, að fengnum tillögum frá námsnefndum viðkomandi greina, að heimilað yrði að hefja nám til 90 e. í almennri bókmenntafræði, al- mennum málvísindum, dönsku, ensku, íslensku og sagnfræði. Aðrar greinar hafa, enn a.m.k., ekki nægilegt kennslumagn í boði til að kenna til 90 e. Með 90 e. fjölgar enn þeim leið- um sem stúdentar I heimspekideild hafa til að Ijúka B.A. námi, og er væntanlega mörgum akkur í að fá þessar nýju brautir, einkum þeim sem litla trú hafa á aukagreinafyr- irkomulaginu. En þeim stúdentum sem ekki stunda nám í ofantöldum sex greinum skal bent á, að þótt þeir geti ekki valið 90 e.braut I sinni grein upp á sitt eindæmi, þá má sækja um það til deildarforseta, ef nægur fjöldi námskeiða stendur til boða. Kemur þá eflaust einnig til greina að fá metin námskeið skylds efnis inn í 90 e námið úr öðrum greinum. tbl. 21. árgangs er komið út og er að vanda hið veglegasta rit. Það hefur m.a. að geyma viðtal við Bjarna Guðnason prófessor þar sem m.a. er fjallað um breytta tíma og nýjar hugmyndir varðandi miðaldabók- menntir íslenskar. Eiríkur Rögn- valdsson og Guðvarður Gunn- laugsson rita um málfræðileg efni, Eysteinn Þorvaldsson um atóm- skáldin og sömuleiðis er að finna í blaðinu ritgerðir um skáldskap Steingríms Thorsteinssonar og Gröndals, Hallgríms Péturssonar og Sigurðar Pálssonar. Auk þess er í blaðinu birtur starfsannáll Mímis 1980—1981 og sitthvað fleira. Við óskum Félagi stúdenta í ís- lenskum fræðum til hamingju með afkvæmið og vonum að útgáfu- hraðinn eigi enn eftir að aukast á þeim bæ. Veturliði Óskarsson, formaður F.S.H. Mímir er kominn! Doktorsnám vera skráður nemandi við Háskól- ann I allt að þrjú ár. Verðandi doktor getur því tekið námslán og því helgað sig doktorsnámi sínu en Fram til þessa tíma er málum svo háttað að vilji rnenn vinna til þessa titils, sitja þeir heinta (á kvöldin eftir vinnu og kannski um helgar) og festa niður hin merkustu fræði sem síðan eru fullsköpuð lögð fyrir viðkomandi deild og hennar er þá að samþykkja eða hafna. Innan heimspekideildareru uppi hugmyndir um að þessu megi breyta. Skipuð hefur verið nefnd í málið sem samið hefur drög að til- lögu. Búist er við að skipan þessi muni aðeins ná til nema í íslensku máli, bókmenntum og sagnfræði. Hugmyndir eru helstar: að nemar geti notið handleiðslu kennara við samningu doktorsrit- gerðar. Viðkomandi skal þá leggja fram umsókn til greinarkennara ásamt lýsingu á meginþema rit- gerðar og helstu heimildum. að sá sem handleiðslu nýtur, skal þar ekki að vinna það í hjáverkum eingöngu. (Upplýsingar veitti einn nefndar- rnanna, Þór Whitehead). Stádinnr! Stúdentar! Kynnið yður bókina Fegnin og snyrting og yndisþokki yðar mun aukast.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.